Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Góð jólagjöf Verð kr. 37.560 handapabba ogmömmu og afa og ömmu er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Katrín hefur ekki tekið yfir  Svandís áfram í forystu hvað varðar bóluefni  Málið á borði ríkisstjórnarinnar Viðar Guðjónsson Oddur Þórðarson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún sé ekki með neinu móti tekin við af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við að útvega bóluefni við kórónuveirunni fyrir Íslendinga. Undanfarið hefur hún átt samtöl við ýmsa hátt- setta aðila til þess að tryggja aðgengi Íslands að bóluefni. „Ég er bara að vinna vinnuna mína,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. „Þetta verkefni er búið að vera á borði ríkisstjórn- arinnar vikum og mánuðum saman og heilbrigð- isráðherra hefur auðvitað haft forystu um þetta mál og fer með þetta mál. Mitt hlutverk í þessu er bara eins og allra annarra forsætisráðherra í heiminum.“ Katrín segist hafa verið í sambandi við Ur- sulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, um stöðu á bóluefna- markaði í Evrópu. Þá ræddi hún einnig við yfirmann bóluefnasviðs lyfjarisans Pfizer. Með því segist hún vera að verja hagsmuni Íslands en ekki síður að taka púlsinn á hlutaðeigandi að- ilum og kanna stöðuna. „Ég er náttúrlega búin að vera í sambandi við til dæmis Ursulu von der Leyen nokkrum sinnum út af þessum málum og er auðvitað bara að sinna mínu hlutverki í því að taka þátt í að verja hagsmuni Íslands.“ Samningur við Janssen í höfn „Þannig að það skiptir máli bæði að minna á sig og líka bara mikilvægt að glöggva sig betur á stöðunni, sem er síbreytileg frá degi til dags. Og ef það er eitthvað sem ég tek út úr mínum símtölum við fólk þá er það í raun og veru bara það að það hélt eiginlega enginn að við yrðum komin á þennan stað í desember að vera að byrja að bólusetja,“ segir Katrín. Íslensk stjórnvöld undirrituðu í gær sam- komulag við lyfjaframleiðandann Janssen um kaup á bóluefni við Covid-19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstak- linga. Áður var búið að gera samning um bólu- efni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zeneca fyrir 115.000 einstaklinga. Bóluefni Ís- lands er á sömu tímaáætlun og bóluefni allra ríkja sem semja um það í gegnum ESB, segir Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórn- arinnar, spurður hversu fljótt bóluefnið muni berast hingað til lands. Yfirfasteignamatsnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um endurmat fasteignamats vinnu- búða Búrfellsvirkjunar, Skeljastöð- um 11 í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Nefndin lagði fyrir Þjóð- skrá að taka málið til meðferðar að nýju. Landsvirkjun sætti sig ekki við ákvörðun Þjóðskrár um að skrá og meta vinnubúðirnar til fasteigna- mats, enda væri ekki um fasteign að ræða, og kærði ákvörðunina. Í niðurstöðu yfirfasteignamats- nefndar kemur m.a. fram að hún telji að vinnubúðirnar séu ekki fasteign samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna (6/ 2001) og geti þar með „hvorki sætt skráningu í fasteignaskrá né verið metið til verðs samkvæmt fyrir- mælum laganna“. gudni@mbl.is Vinnubúðir ekki fasteign Morgunblaðið/Sigurður Bogi Búrfellsvirkjun Deilan snerist um færanlegar vinnubúðir. Áætlunarflug til og frá Vestmannaeyjum hófst að nýju í gær eftir nokkurra mánaða hlé, þegar Air Iceland Connect fór fyrstu ferðina þangað. Flugstjóri var Eyjamaðurinn Jónas Jónasson og Arnar Þór Emilsson var í sæti flugmanns. Yfir hátíðirnar er flugfélagið með ferðir 27. og 28. desember og 3. janúar. Eftir það verður flogið tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, og næsta sumar verða ferðirnar tvisvar á dag fjóra daga vikunnar. Farþegar til Eyja voru m.a. fólk á leið heim í jólafrí. „Flugið er okkur mikilvægt og að þessar samgöngur séu komnar á að nýju þýðir að í dag eru allir glaðir,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjar- stjóri í Eyjum, við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Allir glaðir með að Eyjaflug sé hafið að nýju Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Jólaferð Air Iceland Connect til Vestmannaeyja og föst áætlun í framhaldinu Sex greindust með kórónu- veirusmit í fyrra- dag. Af þeim var aðeins einn í sóttkví við grein- ingu. Í gær voru 28 á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af tveir á gjör- gæslu. Tekið var 2.461 sýni. Í gærmorg- un voru 139 í einangrun og hafði fækkað um tvo frá því daginn áður. Í sóttkví voru 582 og hafði fjölgað um 30. Ellefu smit greindust á landamærunum. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir var ánægður með það að kórónuveirusmitum fjölgaði ekki á milli daga. Hann sagði að þeir smit- uðu sem voru utan sóttkvíar tengd- ust hópum í flestum tilvikum. Þór- ólfur sagði mikilvægt fyrir fólk að passa sig áfram og viðhafa sótt- varnir. Það væri slæmt ef fólk þyrfti að fara í einangrun um jólin. Fimm ekki í sóttkví Þórólfur Guðnason „Framtíðarsýn ríkissáttasemjara er að meginreglan verði sú að nýr samningur taki við áður en sá eldri rennur út. Í nágrannalöndum okkar á það við í um 90% tilvika að samn- ingur taki við af samningi, en það er nær óþekkt á Íslandi að nýr samn- ingur sé undirritaður áður en sá gamli rennur út. Mjög algengt er á Íslandi að það líði hartnær ár frá því að samningur rennur út áður en nýr er undirritaður.“ Þetta segir Aðal- steinn Leifsson ríkissáttasemjari. Á árinu sem er að líða var unnið að lausn 64 sáttamála hjá embættinu og enn eru níu mál óleyst. Hartnær 70 málum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara í samn- ingalotunni, sem hófst í byrjun árs 2019. Alls hafa verið gerðir rúmlega 300 samningar á þeim tíma, yfir 450 formlegir sáttafundir hafa verið haldnir og um 150 óformlegir samn- inga- og undirbúningsfundir o.fl. Stóð yfir í þrjá daga Lengsti formlegi samningafund- urinn á þessu ári stóð í þrjá daga með hléum til hvíldar og næringar. „Eitt meginverkefnið fram undan er að styðja við vinnu samninga- nefnda þannig að fleiri mál leysist farsællega án formlegrar aðkomu ríkissáttasemjara, til að mynda með fyrirbyggjandi sáttamiðlun og aukn- um undirbúningi. Einnig að stytta þann tíma sem fer í samningavið- ræðurnar, eftir því sem hægt er,“ segir Aðalsteinn. Sum mál hafa tekið mikinn tíma, t.a.m. deila Flugfreyju- félagsins og Icelandair, sem var vís- að 2018 en lauk ekki fyrr en eftir að haldnir höfðu verið 60 formlegir samningafundir. omfr@mbl.is »12 Unnið að lausn 64 sáttamála á árinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.