Morgunblaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
og farsælt komandi ár
Heilbrigðisráðherra birti drögað nýrri reglugerð um verð-
lagningu og greiðsluþátttöku lyfja
í samráðsgátt hinn áttunda þessa
mánaðar, gaf fyrst tíu daga til um-
sagnar en bætti svo
tveimur við. Ætl-
unin er að reglu-
gerðin taki gildi um
áramót.
Þessi tími erknappur, eink-
um þegar horft er
til þess að með reglugerðinni er
ætlunin að gerbreyta fyrirkomu-
lagi verðlagningar lyfja hér á
landi, eins og nánar er fjallað um í
fréttaskýringu á næstu opnu.
Vegna takmarkaðs tíma til aðgefa álit voru umsagnir færri
en búast mætti við vegna svo
veigamikillar breytingar. Fjórtán
umsagnir bárust þó og vara nánast
allar sterklega við breytingunni,
sem felst í stuttu máli í að miða
verð lyfja hér á landi við lægsta
verð í Evrópu í stað meðalverðs á
Norðurlöndunum. Erfitt er að sjá
að þetta sé raunsæ krafa.
Athygli vekur að Lyfjastofnunveitir ekki umsögn og í fyrr-
nefndri fréttaskýringu segir for-
stjórinn að það hafi ekki þótt við
hæfi. En um leið og hún segist ekki
leggja dóm á aðfinnslur við reglu-
gerðardrögin segir hún um fyrir-
tækin sem þær bera fram að þau
þekki „auðvitað þennan markað
best og hafi mesta reynslu af þess-
um málum“.
Tæki heilbrigðisráðherra ekkitillit til þeirra athugasemda
sem fram eru komnar væri hún að
taka mikla áhættu. Ekki aðeins
pólitíska áhættu, heldur fyrst og
fremst áhættu með heilsu sjúk-
linga hér á landi. Það væri óverj-
andi.
Svandís
Svavarsdóttir
Gagnrýniverð
reglugerðardrög
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki eru gerðar skipulagslegar at-
hugasemdir við að breyta Bænda-
höllinni (Hótel Sögu) við Hagatorg í
hjúkrunarheimili. Til að breyta hús-
næðinu í íbúðir á efri hæðum þarf að
koma til deiliskipulagsbreyting ef
sýnt er fram á ásættanlega útfærslu
íbúðagerða og lóðar.
Þetta er niðurstaða skipulagsfull-
trúa Reykjavíkurborgar, sem sam-
þykkt var á fundi hans sl. föstudag.
Hins vegar hefur engin ákvörðun
verið tekin um framtíð hússins, að
sögn Gunnars Þorgeirssonar, for-
manns Bændasamtaka Íslands, eig-
anda hússins. Hann segir að ýmsar
fyrirspurnir hafi borist eftir að Hót-
el Sögu var lokað 1. nóvember sl. frá
aðilum sem hafa áhuga á því að vera
með hótelrekstur í húsinu. Stjórn
Bændasamtakanna kemur næst
saman fljótlega á nýju ári og verða
málin þá rædd, að sögn Gunnars.
Bændasamtökin hafa undanfarið
verið í viðræðum við fyrirtækið
Heilsuvernd, sem er einkarekin
heilsugæsla í Urðarhvarfi. Fulltrúi
fyrirtækisins sendi fyrirspurn til
skipulagsfulltrúa um það hvort
breyta mætti Hótel Sögu í hjúkr-
unarheimili eða íbúðir, og birtist
frétt þess efnis í Morgunblaðinu.
„Þessi frétt kom okkur talsvert á
óvart sem eiganda hússins því við
höfðum ekki vitneskju um fyrir-
spurnina. Það hefði mögulega verið
kurteisi að láta okkur vita um hana
fyrirfram,“ segir Gunnar. Hann
sagði að ekkert tilboð væri komið í
eignina frá Heilsuvernd og líklega
væri fyrirtækið að kanna málið frek-
ar. sisi@mbl.is
Breyta má Sögu í hjúkrunarheimili
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bændahöllin Húsið er um 20
þúsund fermetrar og í eigu bænda.
Viðræður munu hefjast í janúar við
fulltrúa Ármanns og Þróttar um upp-
byggingu íþróttamannvirkja í Laug-
ardal.
Þetta sagði Bjarni Brynjólfsson,
upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar,
þegar leitað var viðbragða við gagn-
rýni Finnboga Hilmarssonar, for-
manns Þróttar, á borgaryfirvöld og
sagt var frá í laugardagsblaðinu.
Að sögn Bjarna er í framkvæmda-
áætlun Reykjavíkurborgar fyrir
næstu ár gert ráð fyrir fjármagni til
endurnýjunar gervigrasvallar og
gerðar nýrra gervigrasvalla í Laug-
ardal. Einnig sé í áætluninni gert ráð
fyrir fjárveitingum vegna íþróttahúss
í Laugardal.
Þá hafi verið skipaður starfshópur
með Þrótti, Ármanni, ÍTR og ÍBR til
að fara yfir þarfagreiningu um
íþróttahús í Laugardal og einnig hef-
ur verið skipaður starfshópur til að
fara yfir heildarskipulag í Laugardal.
Borgarráð hafi samþykkt tillögur
þessa efnis á fundi sínum 19. nóv-
ember 2020.
Í fréttinni sl. laugardag var vitnað í
grein sem Finnbogi ritaði í jólablað
Þróttar. Þar sagði Finnbogi að ekki
yrði betur séð en að verkefni 4 og 5 á
forgangslista um uppbyggingu
íþróttamannvirkja hefðu verið tekin
fram fyrir verkefni 2 og 3 í fram-
kvæmdaáætlun borgarinnar, en þau
verkefni snúa að uppbyggingu í
Laugardal, sem nýtast muni Þrótti
og Ármanni. Bjarni hafnar því að
þessi verkefni hafi verið tekin fram
fyrir hjá borginni.
Þróttarar búa að sögn Finnboga
við óboðlegar aðstæður nú um stund-
ir. Laugardalshöll er lokuð vegna
vatnsleka og yfir 1.000 iðkendur deili
einum útslitnum gervigrasvelli.
sisi@mbl.is
Ræða við Ármann
og Þrótt fljótlega
Borgin segir að
uppbygging í Laug-
ardal sé á áætlun
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Laugardalur Nýir gervigrasvellir
Þróttar eru á áætlun, segir borgin.