Morgunblaðið - 23.12.2020, Page 20

Morgunblaðið - 23.12.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 ✝ Ágústína Dag-björt Eggerts- dóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 10. des- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Eggert Ólafsson og k.h. Anna Sigurbrands- dóttir. Yngri systir Ágústínu var Eyrún Snót Egg- ertsdóttir, f. 3. júlí 1934, d. 13. nóvember 2012. Þann 26. október 1954 giftist Ágústína Gunnari Þóri Þjóðólfs- syni, f. 13. nóvember 1932, d. 20. júní 2012. Foreldrar hans voru Þjóðólfur Guðmundsson og k.h. Lovísa María Vigfúsdóttir. Ágústína og Gunnar eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Anna Bjargey, f. 5.1. 1955, gift Ara Brimari Gústafssyni. Dóttir þeirra: Berglind Anna, gift Brynjólfi Péturssyni. Sonur þeirra: Brimþór Valur. 2) Þjóðólfur, f. 6.6. 1956. Dótt- ir hans með fyrri eiginkonu sinni Þórdísi Ásgeirsdóttur: Dagbjört Nína gift Ásgeiri Rafni Erlings- syni. Börn þeirra: Aþena Þórdís, Veronika Amý, Erling Aron og Agla Guðbjörg. Dóttir Dag- bjartar með Sigurði Ívari Sölva- syni: Karlotta Sjöfn. Synir Þjóð- ólfs með seinni eiginkonu hans, Jóhönnu Helgu Haraldsdóttur: Haraldur Ingi, kvæntur Ingi- björgu Fanneyju Pálsdóttur. Dóttir þeirra: Katrína Lilja. Daði Þór í sambúð með Þorgerði Völu Guðmundsdóttur. Þau eiga ný- fæddan óskírðan son. Gunnar Þórir í sambúð með Urði Örnu Ómarsdóttur. Barn þeirra: Helga Sóllilja. 3) Ragnar Guðmundur, f. 10.3. 1958, kvæntur Heiðrúnu Rósu Sverrisdóttur. Börn þeirra: Anna Guð- rún gift Jack Barbo- ur og Frosti Hlífar. 4) Eggert, f. 5.1. 1966. Börn hans með Snæfríði Þór- hallsdóttur: Brand- dís Ásrún, Yrsa Björt og Þórhallur Ími. 5) Lovísa María, f. 14.8. 1969. Dætur hennar Unnur María og Fanney Magnúsdætur. Ágústína Dagbjört fæddist í Vesturbænum í Reykjavík. Hún dvaldi sem barn mörg sumur á Hellissandi hjá frænku sinni Andreu Kristjánsdóttur. Hún gekk í Miðbæjarskólann í Reykjavík og lauk þaðan barna- skólaprófi. Þegar því lauk fór hún í kvöldskóla KFUM og K. Hana þyrsti alltaf í áframhald- andi nám en það var ekki mögu- legt þar sem hún þurfti að vinna með náminu og brauðstritið náði yfirhöndinni. Hún vann meðal annars við fiskvinnslu og hjá Orku við skrifstofustörf. Eftir að hún giftist Gunnari var hún um tíma heimavinnandi og sinnti barnauppeldi. Á meðan börnin uxu úr grasi vann hún við ræst- ingar hjá Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þegar þau yngstu uxu úr grasi fór hún aftur út á vinnu- markaðinn og vann um tíma hjá Nóa Síríus. Á fullorðinsárum stundaði hún málanám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Í um 10 ár vann hún svo sem matráðs- kona hjá mötuneyti RÚV. Þegar Gunnar féll frá fluttist hún í íbúð- ir fyrir aldraða, Eirborgir, við Fróðengi. Útför hennar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 22. desem- ber. Í ljósi aðstæðna var útförin í kyrrþey. Móðir mín, Ágústína Eggerts- dóttir, eða Gústa eins og hún vildi láta kalla sig, er farin. Farin í síð- ustu langferðina. Þegar ég sat hjá mömmu síð- asta kvöldið sem hún lifði upp- götvaði ég að hún hafði verið til staðar fyrir mig í 65 ár. Margs er að minnast. Mamma hugsaði vel um okkur systkinin fimm, þótt oft hafi verið þröngt í búi á fyrstu hjúskaparár- um hennar og pabba. Þá var bara reynt að gera það besta úr því sem til var. Ég man þennan árs- tíma, jólin að koma. Þá var bakað og saumuð föt á okkur börnin, jafnvel náttfötin voru heima- saumuð. Hún og pabbi hugsuðu bæði það sama, að búa okkur börnin undir lífið, menntun okkur til handa var þeirra aðalmarkmið, en menntun var það sem þau bæði þráðu, en brauðstritið varð að vera í fyrirrúmi. Handavinna var áhugamál mömmu, alveg fram undir það síðasta. Hún var og mikið fyrir að hreyfa sig, fimleikar og sund voru hennar helsta uppáhald. Mamma naut þess að ferðast erlendis og fóru þau pabbi ótal ferðir til út- landa. Mamma naut þess að skoða sig um, og var forvitin um þá staði sem þau heimsóttu. Fyrir 46 árum kom maðurinn minn til sögunnar, hún var nú ekkert sérlega hress með ráða- haginn, en það breyttist er frá leið og urðu þau bestu mátar. Þau fóru ófáar óvissuferðir hin síðustu ár og oftast fékk hún að heyra sögur um landið, landslagið og jafnvel draugasögur. Oft enduðu þessar ferðir á kaffi- eða veitinga- húsi hvar boðið var upp á snæðing að hætti staðarins. Stundum var farið í ísbíltúr, og þá skoðuð hin ýmsu nýju hverfi í nágrenni borg- arinnar. Dóttir okkar Berglind Anna var heimagangur hjá ömmu sinni og afa frá unga aldri, þess minnist hún með þakklæti. Elsku mamma, við eigum eftir að sakna þín, en minningarnar eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Þú trúðir því að pabbi, og allir sem á undan eru farnir, muni bíða eftir þér fyrir handan, komir þú fagn- andi í þann hóp, far í friði. Anna Bjargey. Elsku amma. Ég sit hérna að reyna að skrifa einhver orð til þín, en ég er svo tóm. Eitt get ég sagt: ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu, þú varst yndislegasta og þolinmóðasta amma sem barn gæti óskað sér. Takk fyrir að hafa verið alltaf til staðar fyrir mig. Minningarnar um þig verma hjarta mitt og mér finnst ég svo rík að hafa fengið þig sem ömmu og afa sem afa. Ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér. Sakna þín/ykkar endalaust. Ég enda þessi orð með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég elska þig alltaf. Þín Dagbjört Nína. Ágústína Dagbjört Eggertsdóttir Fallinn er frá sómamaðurinn Jón H. Stefánsson. Lát hans kom okkur hjónunum á óvart. Kynni okkar Jóns hófust fyrir réttum fimmtíu árum þegar við urðum samstarfs- félagar við Álverið í Straumsvík, sú samvinna varði á þriðja ára- tug. Jón var skarpgreindur og dug- legur starfsmaður, dagfarsprúð- ur og hæglátur. Hann var afar þægilegur í öllu samstarfi, vel lát- inn og naut virðingar. Árið 1971 kvæntist hann Birnu Kjartansdóttur og saman eignuð- ust þau þrjú börn. Fyrir alllöngu kom í ljós að Birna var með MS- sjúkdóm sem smám saman batt hana við hjólastól. Jón reyndist henni mikil stoð og stytta alla tíð. Fötlun hennar kom ekki í veg Jón Hjaltalín Stefánsson ✝ Jón HjaltalínStefánsson fæddist 5. janúar 1945. Hann lést 1. desember 2020. Jón var jarð- sunginn 10. desem- ber 2020. fyrir að þau nytu lífsins og m.a. ferð- uðust þau víða. Sí- gild tónlist höfðaði mjög til þeirra. Þau voru árum saman fastagestir á sinfón- íutónleikum í Hörp- unni. Þar hittumst við iðulega. Í upp- hafi tónleikaárs nut- um við oft ábend- inga þeirra um áhugaverð verk. Þau voru með- limir í Wagner-félaginu og fóru oftar en einu sinni til Bayreuth í Þýskalandi. Einnig sóttu þau tón- listarviðburði í óperuhúsunum Scala og Metropolitan. Vinátta okkar við þau hjón var löng og gefandi. Samstarfsmenn og makar hittust áður fyrr árlega í heimahúsum og áttu ógleyman- legar stundir. Á sorgarstundu sendum við hjónin Birnu og fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Megi almættið styðja hana og styrkja um ókomin ár. Blessuð sé minning góðs fé- laga. Ingvar Pálsson. ✝ Kristín ÞóraValdimars- dóttir fæddist í Reykjavík 7. sept- ember 1944. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suður- nesja 6. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Anton Valdimars- son og Anna Þór- arinsdóttir. Áttu þau átta börn, þau eru Ágústa Anna, Jóna Guðríður, Valgerður, Ás- geir, Gísli Kristinn, Valdimar Anton, Aðalsteinn og Kristín Þóra var næstyngst. Tvær systranna eru látnar. Árið 1963 giftist hún fyrri manni sínum, Engilbert Kol- beinssyni skipstjóra, og eign- uðust þau þrjú börn saman, þau Sigurrós, Guð- mund og Kolbein Guðmund. Kristín og Engilbert skildu. Árið 1974 giftist hún seinni manni sínum, Þórarni Guðmundssyni bónda, og eign- uðust þær þrjár dætur, Þórdísi Önnu, Valgerði og Ögn. Þórarinn lést 2016. Þau bjuggu á Valdalæk á Vatnsnesi þangað til þau brugðu búi og flutti fjöl- skyldan til Grindavíkur 1988 og þar bjó Kristín til æviloka. Útför Kristínar Þóru fór fram í kyrrþey frá Grindavík- urkirkju 14. desember 2020. Okkur langar til þess að minn- ast Kristínar frá Valdalæk í nokkrum orðum. Hún kom hingað í sveitina sem ráðskona og kynntist þar seinni manni sínum, Þórarni á Valda- læk, og þau giftu sig og bjuggu þar myndarbúi í mörg ár, uns þau fluttu til Grindavíkur og voru þar til loka, en komu alltaf norður á vorin og dvöldu fram á haust. En eftir að Þórarinn lést fyrir fjórum árum kom hún ein, nema sl. sum- ar. Hún átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi, eina dóttur og tvo drengi, sem ólust þar upp hjá þeim, en saman áttu þau Þórar- inn þrjár dætur, allt mesta fyr- irmyndarfólk. Þau hjón voru miklir vinir okk- ar og góð og einlæg samskipti alla tíð, voru á milli heimilanna og söknum við þeirra sárlega. En líf- ið hefur sinn gang og lítið sem hægt er að gera við því. Kristín var góð manneskja, alltaf létt í lund og tók hlutina með stöku æðruleysi. Hún var einstök prjónakona og það eru mörg hundruð lopapeysurnar í ótal litum, ásamt sokkum, vett- lingum, húfum, töskum og fleira, sem henni datt í hug að gera úr lopanum. Hún hafði þetta til sölu til ferðamanna og var það fyrsta verk hjá henni er hún kom, að hengja þetta út til sýnis fyrir framan bæinn, í allri sinni ótrú- legu litadýrð, sem að gaman var að sjá og var mikið skraut af. Var það sérstakt hér um slóðir og sást hvergi annars staðar. Þegar komið var inn í bæinn blöstu við á ganginum og víðar ótal prjónavörur hengdar upp til sýnis og var eins og að koma inn í handverkshús og gamaldags panilklæðningar á veggjum juku enn á þau áhrif. Síðasta hálfa árið glímdi hún við ólæknandi sjúkdóm sem hafði að venju betur og sl. sumar treysti hún sér ekki til að koma norður. Við þökkum henni og þeim báðum fyrir einstök og góð sam- skipti og vináttu í gegnum árin og biðjum þeim blessunar. Vegna samskiptabanns út af Covid-farsóttinni gátum við ekki mætt við útförina, þó að við hefð- um gjarnan viljað kveðja hana þar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um minn fer, þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Sendum innilegar samúðar- kveðjur til barna hennar og ann- arra aðstandenda. Hlíf og Agnar, Hrísakoti. Kristín Þóra Valdimarsdóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SIGURÐAR HAUKDAL, sem lést föstudaginn 6. nóvember. Hólmfríður Haukdal Eðvald Smári Ragnarsson Benedikta Haukdal Runólfur Maack Anna Björg Haukdal Gísli Gíslason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs bróður míns, mágs og frænda, ARNARS KLEMENSSONAR, Ólafsvegi 7, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Jón Ævar Klemensson Helga Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Árni Jónsson Klemenz Jónsson María Magnúsdóttir Rósa Jónsdóttir Sigurbjörn Þorgeirsson og frændsystkini Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍS JÓN SÆMUNDSSON, Austurvegi 5, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 5. janúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Sólveig Árnadóttir Ólafur Ragnar Elísson Hrafnhildur Bjarnadóttir Sæmundur Bjarni Elísson Kristinn Sigurður Jónsson Karen Mjöll Elísdóttir Rúnar Þór Björgvinsson Vilborg Elísdóttir Ómar Björn Jensson Árni Sigurðsson Guðrún Stefánsdóttir Sigurlaug Sigurðardóttir Halldór Einarsson Gunnar Sigurðsson Anna Guðmundsdóttir Kristján Sigurðsson Rannveig Böðvarsdóttir Viðar Smári Sigurðsson Sigurbjörg Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, GESTUR FINNSSON, Droplaugarstöðum, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík þriðjudaginn 15. desember. Útförin fer fram í Áskirkju þriðjudaginn 29. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Útförinni verður streymt á vefslóðinni: https://youtu.be/5nIGr4e0AoA Sissa, Unnur barnabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÓBERT ÓLAFUR GRÉTAR MCKEE kennari, Klukkubergi 18, Hafnarfirði, andaðist fimmtudaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 7. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd. Hægt verður að nálgast streymi á mbl.is/andlat. Helga Margrét Sveinsdóttir Anton Sveinn McKee Karitas Irma McKee Högni Grétar Kristjánsson Arnar Róbertsson Marín Ólafsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.