Morgunblaðið - 23.12.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
„AUÐVITAÐ LIFÐU ÞAU HAMINGJUSÖM TIL
ÆVILOKA. ALLAR SÖGUR SEM ÞÚ LEST
ERU LITAÐAR AF ÓSKHYGGJU.”
„ÉG BAÐ UM KAFFI ÞEGAR ÉG KOM INN.
GÆTIR ÞÚ LÁTIÐ MIG VITA ÞEGAR BAUNIRNAR
VERÐA SENDAR FRÁ SUÐUR-AMERÍKU?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það þegar það er
hinn innri maður sem
skiptir máli.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KONAN MÍN ER
AÐ NEYÐA MIG
TIL AÐ GERAST
GRÆNMETISÆTA
Í GÆR
BORÐUÐUM VIÐ
TÓFÚFLUGU
ÉG MYNDI KREMJA ÞIG
EN ÞÚ HEFUR ÞJÁÐST
NÓG
SEGÐU
VINUR
HMM… KANNSKI HEF ÉG EKKI ELDAÐ
ÞESSA ÁLA NÓGU VEL!
þrjár eldri konur þar sem sáu um
heimilismat sem seldur var í hádeg-
inu. Þær buðu mér að hjálpa sér við
hádegismatinn áður en vaktin á
Holtinu byrjaði klukkan tíu. Þar
fékk ég góða undirstöðu í að elda
klassískan heimilismat og ég ætla að
enda ferilinn eins og ég byrjaði.
Núna er ég kominn á Mörk og ætla
að vera þar eitthvað fram á vorið.“
Skúli er heiðursfélagi í Klúbbi
matreiðslumanna og handhafi
Cordon Bleu-orðunnar.
Fjölskylda
Eiginkona Skúla er Sigríður Stef-
ánsdóttir, f. 30.4. 1955, þjónustu-
fulltrúi. Foreldrar hennar eru Val-
borg Sigurðardóttir, f. 1.5. 1922, d.
26.1. 2008, saumakona frá Akureyri
en búsett í Reykjavík frá 1968 og
Stefán Þórarinn Þorláksson, f. 28.9.
1930, d. 22.8. 2014, kennari og far-
arstjóri, búsettur á Akureyri. Þau
skildu 1955. Börn Skúla og Sigríðar
eru 1) Skúli Hansen, f. 31.3. 1988,
framkvæmdastjóri í Kópavogi og 2)
Anna Vala Hansen, f. 17.7. 1990, sál-
fræðingur í Reykjavík í sambúð með
Daníel Gunnarssyni forritara.
Barnabörnin eru Alexander Eggert
Hansen, f. 2015, og Una Margrét
Daníelsdóttir, f. 2017.
Systkini Skúla eru 1) Jörmundur
Ingi Hansen, f. 14.8. 1940, ásatrúar-
goði í Reykjavík; 2) Eiríkur Hansen,
f. 30.5. 1942, d. 30.1. 2012, mat-
reiðslumaður, lengst af í Keflavík; 3)
Geirlaug Helga Hansen, f. 11.8.
1947, skrifstofustarfsmaður í Dan-
mörku; 4) Ingibjörg Dóra Hansen, f.
23.1. 1955, innanhússarkitekt í Hafn-
arfirði og 5) Ragnheiður Regína
Hansen, f. 4.7. 1963, optiker í Nor-
egi.
Foreldrar Skúla eru hjónin Jörg-
en Ferdinand Frederik Hansen, f.
16.11. 1916, d. 31.1. 1992, versl-
unarmaður í Reykjavík, og Helga
Eiríksdóttir Hansen, f. 4.9. 1917, d.
4.4. 2008, húsmóðir. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Skúli Hansen
Þórunn Gísladóttir
grasalæknir, ljósmóðir og húsfreyja í Brúnavík,N-Múl.
Filippus Stefánsson
bóndi í Brúnavík,
Desjarmýrarsókn,N-Múl.
Geirlaug Filippusdóttir
húsfreyja á Ormsstöðum, síðast í Reykjavík
Eiríkur Kristján Guðmundsson Breiðdal
bóndi á Ormsstöðum í Breiðdalshreppi, S-Múl.
Helga Eiríksdóttir Hansen
húsfreyja í Reykjavík
Helga Eiríksdóttir
húsfreyja á Þverhamri í Breiðdal, S-Múl.
Guðmundur Bjarnason
bóndi á Þverhamri í Breiðdal, S-Múl.
Guðrún Tómasdóttir
húsfreyja á Ytra-Vatni á Efribyggð í Skagafirði
Skúli Jónsson
bóndi á Ytra-Vatni á
Efribyggð í Skagafirði
Inga Skúladóttir Hansen
húsfreyja í Reykjavík
Jörgen Elís Hansen
skrifstofumaður og
frkvstjóri í Reykjavík Henriette Adolphine
Linnet Hansen
húsfreyja í Hafnarfirði
Jörgen Frederik Hansen
f. í Danmörku, verslunarstjóri á
Papósi og kaupmaður í Hafnarfirði
Úr frændgarði Skúla Hansen
Jörgen Ferdinand
Frederik Hansen
forstjóri í Reykjavík
ÁBoðnarmiði yrkir Sigurlín Her-mannsdóttir „Vetrarsólhvörf
(vikhenda)“ og er vel kveðið:
Dimmt er æ í desember á Fróni.
Löngum er sem líst mér kvöld
þá líða fer að nóni.
Fólkið dagsins dýrðarbirtu saknar.
Myrkur fram á miðjan dag,
margur seint þá vaknar.
Loks í suðri sólin rís á fætur.
Skelfing lágt á lofti er
langar hennar nætur.
Harla lítt sig hækkar yfir daginn
hnikast nokkur hænufet
hripar geisla á snæinn.
Og í suðri sest hún fyrr en varir.
Í fjórar stundir staldrar við,
stutt sem birtan hjarir.
Á þessum slóðum þegar dvelur sólin
barnstrú veit að birtan eykst
og bráðum koma jólin.
Í „Sögu daganna“ segir Áni
Björnsson að fyrr meir hafi skötuát
verið eindregnast á Vestfjörðum, og
þó öllu heldur skötustappa af kæstri
skötu og mörfloti sem er bræddur
hnoðmör. Dæmi er um að ríkis-
mönnum finnist lítilfjörlegt að hafa
skötuna stappaða í mörfloti og vilji
hafa hana í smjöri. Hér er lýst heim-
ilisbrag á stórbýli í Strandasýslu:
Skötustappa skömmtuð var á Eyjum
allir fengu innan ranns
utan Bjarni og kona hans.
Bóndinn sjálfur borðaði smér og köku
en hans kona ystan graut
iðra síðan kenndi þraut.
Í dag er Þorláksmessa síðasti dag-
ur jólaföstu en á henni skyldu menn
neyta sem minnsts af kjöti. Þessi vísa
úr Vopnafirði lýsir Þorláksmessu-
mat langt utan skötusvæðisins:
Á Þorláksdag í matinn minn
morkinn fékk ég hákarlinn
harðan fiskinn hálfbarinn
og hákarlsgrútarbræðinginn.
Eftir 1876 höfðu Íslendingar í
Kaupmannahöfn samkomur á Þor-
láksmessu. Þá orti Björn M. Olsen
níu erinda borðsálm og er þetta ann-
að erindið:
Já – heitum á þann mæta mann
sem mítur bar
og fjölmörg undur áður vann
um aldirnar.
Hann benti forðum bljúgri sjót
á betra heim
og gladdi hugum hrellda snót
og hryggan beim.
Vér heitum á Þorlák hinn helga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á vetrarsólhvörfum
og Þorláksmessu