Morgunblaðið - 23.12.2020, Page 26
LANDSLIÐIÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Arnar Þór Viðarsson fær það erfiða
verkefni að stýra íslenska karla-
landsliðinu í knattspyrnu næstu tvö
árin en hann var kynntur til leiks
sem þjálfari liðsins á blaðamanna-
fundi KSÍ í höfuðstöðvum sam-
bandsins í Laugardalnum í gær.
Arnar Þór er 42 ára gamall, fædd-
ur 15. mars 1978. Arnar er sonur
hjónanna Viðars Halldórssonar og
Guðrúnar Bjarneyjar Bjarnadóttur
sem búsett eru í Hafnarfirði. Viðar
faðir Arnars lék 139 leiki í efstu
deild og fjölda leikja í B-deild með
FH frá 1971 til 1987. Hann lék átta
tímabil í B-deildinni og níu í efstu
deild og þá á hann að baki 27 A-
landsleiki fyrir Ísland.
Arnar er elstur þriggja bræðra en
yngri bræður hans, þeir Davíð Þór
og Bjarni Þór, hafa báðir gert garð-
inn frægan á knattspyrnuvellinum.
Davíð Þór, 36 ára, á að baki 240
leiki í efstu deild með FH og þá hef-
ur hann leikið níu landsleiki fyrir Ís-
land, ásamt því að leika með Lille-
ström, Lokeren, Öster og Vejle í
atvinnumennsku. Davíð varð sjö
sinnum Íslandsmeistari með FH en
hann lagði skóna á hilluna eftir tíma-
bilið 2019 og er í dag aðstoðarþjálf-
ari FH.
Bjarni Þór, 32 ára, hélt ungur að
árum út í atvinnumennsku þegar
hann gekk til liðs við Everton árið
2004. Hann hefur einnig leikið með
Bournemouth, Twente, Roeselare,
Mechelen og Silkeborg á atvinnu-
mannsferli sínum. Árið 2015 gekk
hann til liðs við uppeldisfélag sitt
FH og lék 47 leiki með liðinu í efstu
deild.
Líkt og bræður hans hóf Arnar
Þór knattspyrnuferil sinn með FH í
Hafnarfirði. Hann lék sinn fyrsta
leik með liðinu í efstu deild í júlí
1995, þá sautján ára gamall. Hann
lék alls níu leiki með liðinu sumarið
1995 en FH hafnaði í níunda sæti
efstu deildar og féll síðar um haust-
ið.
Hélt ungur í atvinnumennsku
Arnar lék alla átján leiki FH sum-
arið 1996 í 1. deildinni og skoraði tvö
mörk í átján leikjum. Ári síðar gekk
hann til liðs við belgíska knatt-
spyrnufélagið Lokeren þar sem
hann lék í átta ár samfleytt, ef frá
eru taldar stuttar lánsdvalir hjá ann-
ars vegar FH árið 1998 og hins veg-
ar Lilleström árið 1998.
Hjá Lokeren lék hann meðal ann-
ars með Íslendingum á borð við Arn-
ar Grétarsson, Marel Baldvinsson
og Rúnar Kristinsson.
Frá Belgíu lá leiðin til Twente í
Hollandi árið 2005 en þar lék hann í
tvö ár áður en hann gekk til liðs við
Graafschap í Hollandi þar sem hann
lék frá 2007 til 2008.
Árið 2008 gekk Arnar svo til liðs
við Cercle Brugge í Belgíu og þar
lék hann 153 leiki frá 2008 til ársins
2014 þegar hann lagði skóna á hill-
una. Eiður Smári Guðjohnsen og
Arnar voru liðsfélagar hjá Cercle
Brugge frá 2013 til 2014 en Eiður
Smári verður aðstoðarþjálfari Arn-
ars hjá íslenska karlalandsliðinu.
Arnar lék sinn fyrsta A-landsleik
árið 1998 í vináttulandsleik gegn
Suður-Afríku, 6. júní í Freudenstadt
í Þýskalandi, en leiknum lauk með
1:1-jafntefli. Alls lék Arnar 52 A-
landsleiki þar sem hann skoraði tvö
mörk. Fyrra landsliðsmarkið kom í
4:1-sigri Íslands gegn Suður-Afríku
í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í
ágúst 2005. Það síðara kom í 2:1-tapi
gegn Svíþjóð á Laugardalsvelli í
október 2006 í undankepnni EM
2008. Arnar lagði landsliðsskóna á
hilluna í október 2007 eftir 3:0-tap
gegn Liechtenstein í undankeppni
EM 2008 á Rheinpark í Liechten-
stein.
Arnar Þór er sjöundi leikjahæsti
Íslendingurinn í deildakeppni á ferl-
inum með 465 leiki á bakinu, þar af
430 erlendis. Aðeins Arnór Guðjohn-
sen, Ívar Ingimarsson, Hermann
Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohn-
sen, Heiðar Helguson og Ásgeir Sig-
urvinsson hafa leikið fleiri leiki.
Sneri sér beint að þjálfun
Eftir að ferlinum lauk árið 2014
sneri Arnar sér að þjálfun og varð
aðstoðarþjálfari Cercle Brugge árið
2014. Hann tók svo tímabundið við
þjálfun liðsins tímabilið 2014-15. Ár-
ið 2015 gekk hann til liðs við Lok-
eren á nýjan leik og var meðal ann-
ars aðstoðarþjálfari hjá Rúnari
Kristinssyni þegar hann stýrði liðinu
frá 2016 til 2017.
Hann tók tímabundið við þjálfun
liðsins árið 2018 eftir að Peter Maes
var rekinn í lok október. Í janúar
2019 tók Arnar svo við þjálfun U21-
árs landsliðs Íslands ásamt Eiði
Smára Guðjohnsen og í apríl 2019
var hann ráðinn yfirmaður knatt-
spyrnusviðs KSÍ en hann mun sinna
því starfi áfram þangað til eftir-
maður hans finnst.
Arnar og Eiður náðu frábærum
árangri með íslenska liðið, unnu sjö
leiki og töpuðu aðeins þremur í und-
ankeppni EM 2021 og enduðu með
liðið í öðru sæti 1. riðils undan-
keppninnar. Íslenska liðið komst í
lokakeppni EM sem eitt fimm liða
með bestan árangur í öðru sæti en
mótið fer fram í Slóveníu og Ung-
verjalandi á næsta ári.
Þetta er í annað sinn sem íslenskt
U21-árs landslið kemst í lokakeppni
EM en það gerðist fyrst árið 2011
þegar mótið var haldið í Danmörku.
Margir lykilmenn í íslenska landslið-
inu í dag voru í U21-árs liðinu árið
2011 en þar ber hæst þá Aron Einar
Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson,
Jóhann Berg Guðmundsson og Birki
Bjarnason.
Arnar og Eiður Smári fá ekki
tækifæri til þess að stýra liðinu á
lokamótinu þar sem þeir verða upp-
teknir með íslenska A-landsliðinu.
Þeirra fyrsta verkefni með liðið
verður þegar Ísland heimsækir
Þýskaland í J-riðli undankeppni HM
í mars á næsta ári.
Nýr landsliðsþjálfari Íslands
er af mikilli knattspyrnuætt
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfarar Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen stýra íslenska karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022.
Arnar Þór Viðarsson hóf ferilinn með FH og lauk honum hjá Cercle Brugge
Arnar Þór Viðarsson
Fæddist 15. mars 1978.
Leikmannsferill:
» 1995-97 ........................... FH
» 1997-98..... Lokeren (Belgíu)
» 1998................................. FH
» 1998...... Lilleström (Noregi)
» 1998-05 .... Lokeren (Belgíu)
» 2005-07....Twente (Holland)
» 2007-08 ............ Graafschap
(Holland)
» 2008-14 Cercle Brugge
(Belg.)
Þjálfaraferill:
» 2014-15......... Cerlce Brugge
» 2018........................ Lokeren
» 2019-20............... Ísland U21
» 2020 .......................... Ísland
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020
England
Deildarbikarinn:
Arsenal – Manchester City..................... 1:4
Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn
með Arsenal.
Brentford – Newcastle ............................ 1:0
Brentford og Manchester City eru komin
áfram í undanúrslit keppninnar.
Þýskaland
Bikarkeppni:
Augsburg – RB Leipzig .......................... 0:3
Alfreð Finnbogason var ekki í leik-
mannahópi Augsburg.
Dynamo Dresden – Darmstadt .............. 0:3
Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leik-
mannahópi Darmstadt.
Leipzig og Darmstadt eru komin áfram í
16-liða úrslit keppninnar.
Ítalía
B-deild:
Pescara – Brescia .................................... 1:1
Birkir Bjarnason lék fyrstu 58 mínút-
urnar með Brescia, Hólmbert Aron Frið-
jónsson er frá vegna meiðsla.
Cosenza – Venezia................................... 0:0
Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem
varamaður á 90. mínútu hjá Venezia. Bjarki
Steinn Bjarkason var allan tímann á
bekknum.
Noregur
Brann – Odd ............................................. 2:1
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Brann.
Mjöndalen – Aalesund............................. 3:0
Dagur Dan Þórhallsson var ekki í leik-
mannahópi Mjöndalen.
Davíð Kristján Ólafsson lék fyrri hálf-
leikinn hjá Aalesund.
Vålerenga – Start .................................... 4:0
Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 64
mínúturnar með Vålerenga og skoraði.
Matthías Vilhjálmsson leysti hann af hólmi.
Guðmundur Andri Tryggvason lék ekki
með Start. Jóhannes Harðarson þjálfar lið-
ið sem er fallið.
Sandefjord – Rosenborg......................... 0:0
Viðar Ari Jónsson kom inn á sem vara-
maður á 59. mínútu hjá Sandefjord, Emil
Pálsson var ekki í leikmannahópnum.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Rosenborg.
Strömsgodset – Stabæk .......................... 0:4
Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimund-
arson léku allan leikinn með Strömsgodset.
Lokastaðan: Bodö/Glimt 81, Molde 62,
Vålerenga 55, Rosenborg 52, Kristiansund
48, Viking 44, Odd 43, Stabæk 39, Hauge-
sund 39, Brann 36, Sandefjord 35, Sarps-
borg 32, Strömsgodset 31, Mjöndalen 26,
Start 27, Aalesund 11.
Þýskaland
Wetzlar – Magdeburg ......................... 24:24
Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson skoraði ekkert.
Danmörk
Aalborg – SönderjyskE ...................... 37:31
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk
fyrir SönderjyskE.
Kolding – Skanderborg ...................... 21:30
Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot í
marki Kolding.
Ribe-Esbjerg – Mors ........................... 30:27
Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jóns-
son skoruðu tvö mörk fyrir Ribe-Esbjerg
og Daníel Þór Ingason eitt.
Ringsted – GOG ................................... 31:33
Viktor Gísli Hallgrímsson varði sjö skot í
marki GOG.
Tvis Holstebro – Fredericia............... 29:32
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr-
ir Tvis Holstebro.
Meistaradeild Evrópu
Szombathely – Zaragoza.................... 94:86
Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig,
tók eitt frákast og varði eitt skot hjá Zara-
goza á sex mínútum.
Evrópubikarinn
Virtus Bologna – Andorra.................. 92:81
Haukur Helgi Pálsson lék ekki með And-
orra.
Þýskaland
Crailsheim Merlin – Fraport.............. 76:64
Jón Axel Guðmundsson skoraði átta stig
og tók fjögur fráköst hjá Fraport á 29 mín-
útum.
Logi Ólafsson hefur verið ráðinn
þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu
og tekur hann við starfinu af Eiði
Smára Guðjohnsen sem er orðinn
aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.
Logi skrifaði undir tveggja ára
samning við FH-inga en til stóð að
hann yrði tæknilegur ráðgjafi
þeirra Eiðs Smára og Davíðs Þórs
Viðarssonar, sem var ráðinn að-
stoðarþjálfari liðsins í nóvember.
Logi stýrði FH ásamt Eiði síðasta
sumar en hann er 66 ára gamall og
einn reyndasti þjálfari landsins.
Viðtal við Loga má nálgast á mbl.is.
Logi orðinn
þjálfari FH
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reynslubolti Logi Ólafsson er
gríðarlega reynslumikill þjálfari.
Lærisveinar Jóhannesar Harðar-
sonar í Start féllu í gær úr norsku
úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 0:4-
tap fyrir Vålerenga á útivelli.
Viðar Örn Kjartansson skoraði
fyrsta mark Vålerenga. Mjøndalen
vann á sama tíma 3:0-sigur á þegar
föllnu liði Aalesund og fór upp fyrir
Start. Jóhannes kom Start upp í
efstu deild á síðustu leiktíð og
staldraði því stutt við á meðal
þeirra bestu. Guðmundur Andri
Tryggvason er leikmaður Start en
lék ekkert á leiktíðinni vegna
meiðsla.
Ljósmynd/Ole Endre Kallhovd/Ik
Fallinn Jóhannes Harðarson féll úr
norsku úrvalsdeildinni í gær.
Lærisveinar Jó-
hannesar féllu