Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 33

Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2020 Andrea Bræin Hovig leikur Önju í norsku kvikmynd- inni Håp eða Von, 43 ára konu sem greinist með æxli í heila og er vart hugað líf. Einn læknanna segir hana eiga um þrjá mánuði eftir ólifaða og ráðleggur henni að njóta þeirra í stað þess að kveljast mánuðum saman í meðferð sem muni að öllum líkindum engu skila. Anja gengur í gegnum miklar tilfinn- ingasveiflur í myndinni, örvæntingu og eftirsjá um leið og hún getur ekki sofið fyrir verkjum og steralyfjum sem hún þarf að taka. Frelsi til túlkunar Hovig var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta leikkonan og veitti blaðamönnum viðtöl af því tilefni degi fyrir afhendingu þeirra. Hún er spurð að því hvernig hún hafi undirbúið sig fyrir hlut- verkið og segist hún hafa kynnt sér ýmislegt tengt krabbameini og þá meðal annars ólík áhrif lyfja. Maria Sødahl, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, hafi upplifað það sem Anja gengur í gegnum í mynd- inni en gætt þess að vera fyrst og fremst leikstjóri en ekki fyrirmynd persónunnar. Hovig segist fyrir vikið hafa haft frelsi til að túlka Önju með sínum hætti undir styrkri leikstjórn Sødahl. „Ég myndi þó ekki segja að þetta hafi verið slétt og fellt því þetta voru erfiðar tök- ur,“ segir Hovig. Hlutverkið hafi reynt verulega á hana sem leikkonu en engu að síður forréttindi að fá að leika í myndinni. „Ég svaf varla neitt í sex mánuði og var lengi í burtu frá fjölskyldu minni,“ segir Hovig og bæt- ir við að heilsa hennar hafi oft verið betri en á þessu tímabili. Myndaði samband við öll börnin Hovig segist hafa náð mjög góðu sambandi við mót- leikara sinn, Stellan Skarsgård, sem leikur eiginmann Önju og til að ná góðu sambandi við börnin sem leika í myndinni hafi hún farið í helgarferð með þeim og reynt að mynda samband við hvert barnanna, sex talsins. „Samband móður við hvert barn er sérstakt og ég vildi ná því,“ útskýrir Hovig og til að flækja málin eru börn- in sex í myndinni og þar af þrjú stjúpbörn. Í einu atriða myndarinnar segir Anja við unnusta sinn Tomas að sér þyki ekki jafnvænt um stjúpbörnin og sín eigin og segir Hovig að það atriði hafi reynt mikið á sig líkt og svo mörg í myndinni. „Ég hef aldrei farið til Íslands,“ segir Hovig þegar blaðamaður nefnir að kvikmyndin hafi ekki enn verið sýnd hér á landi og þá líklega vegna Covid-19. Mögu- lega gæti Hovig fengið hlutverk í kvikmynd eða sjón- varpsþáttum á Íslandi? „Já, mér þætti það æðislegt!“ segir hún og hefur þar með kastað út netinu. „Þetta voru erfiðar tökur“  Aðalleikkona Vonar, Andrea Bræin Hovig, segir forréttindi að hafa fengið að leika í kvikmynd Sødahl Andrea Bræin Hovig VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Norska kvikmyndin Håp, Von á ís- lensku, er ein þeirra sem til- nefndar voru til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna í ár, fyrir bestu leikstjórn og bestu leikkonu í aðalhlutverki. Leikstjóri mynd- arinnar er Maria Sødahl sem skrif- aði einnig handritið og byggði á eigin reynslu af því að fá krabba- mein í heila. Segir í myndinni af Önju, sem leikin er af Andreu Bræin Hovig, sem læknast hefur af lungnakrabbameini en kemst að því, skömmu fyr- ir jól, að meinið hefur dreift sér og að hún er með æxli í heila. Eru lífslíkur hennar taldar litlar en þó örlítil von um að með skurðaðgerð verði hægt að útrýma meininu. Anja áttar sig á því að mögulega séu jólin hennar síðustu með sam- býlismanni hennar Tomas (Stellan Skarsgård) og börnum þeirra þremur en Tomas á til viðbótar þrjú börn frá fyrra sambandi. Kulnað hefur í glæðum ástarinnar og til viðbótar því að horfast í augu við mögulegan dauða þarf Anja að gera upp tilfinningar sínar í garð Tomasar og greina börnum sínum frá krabbameininu en um leið vekja með þeim von um að allt muni á endanum fara vel. 11 dagar í lífi Sødahl og Önju Sødahl segir þau veikindi sem hún gekk í gegnum í raun svipuð þeim sem Anja glímir við í mynd- inni. Meinið fannst skömmu fyrir jól og líkt og í myndinni giftist Sø- dahl unnusta sínum á gamlársdag, tveimur dögum áður en hún gekkst undir skurðaðgerð á heila, sem er einnig afmælisdagur henn- ar. Í myndinni er fylgst með Önju og fjölskyldu hennar í ellefu daga, frá því skömmu fyrir jól fram að 2. janúar. Sødahl er spurð að því hvort hún hafi ekki haft áhyggjur af því að fjalla um svo persónuleg mál í myndinni. „Jú, algjörlega. Á vissan hátt langaði mig ekki að gera þessa kvikmynd, fannst þetta alltof mikið einkamál og óttaðist að þetta yrði ákaflega tilfinningaþrungin krabbameinssaga. Það er eiginlega sérstök tegund kvikmynda,“ segir Sødahl kímin. Hún hafi reynt að skrifa um eitthvað annað en þessi reynsla hafi hvílt svo þungt á henni að hún hafi á endanum orðið að segja frá henni í kvikmynd til að losna undan farginu. „Þetta er bæði persónuleg og sammannleg saga, fólk getur tengt við hana þó það hafi ekki upplifað nákvæmlega það sama og ég,“ útskýrir Sødahl. Ástarsaga en ekki krabbameinssaga Hún segir kvikmyndina miklu heldur ástarsögu en krabbameins- sögu, sögu um langtímasamband karls og konu sem rakin sé á rúmri viku. Sødahl segir að þó handritið sé sannsögulegt hafi hún þurft að ná ákveðinni fjarlægð frá atburðum til að geta skrifað það. Ákveðinn tími hafi þurft að líða frá atburðunum því annars hafi verið hætta á því að sögumaðurinn yrði of upptekinn af sjálfum sér. „Svo þarf líka hæfileikann til þess að segja sögu en ég er nú kvik- myndagerðarmaður,“ segir Sødahl sposk. „Maður verður að vera trúr minningunni“ Hún segir frásögnina snúast um að tækla minningarnar og að með ákveðinni fjarlægð sé hægt að skilja hismið frá kjarnanum. „All- ur hávaðinn hverfur, tilfinning- arnar verða skýrari og sammann- legar. Maður verður að vera trúr minningunni og ekki reyna að stjórna henni. Hún getur verið skammarleg, óhefluð, falleg en líka ljót. Ef maður gerir þetta og rit- skoðar ekki sjálfan sig verður út- koman sammannleg.“ Krabbamein er ógn sem þeir sem veikjast af því losna aldrei við, segir Sødahl og að hún hafi á tímabili óttast að hún myndi aldrei aftur geta sinnt starfi sínum, skrifað handrit og leikstýrt kvik- myndum. „Þá hringdi erlendur framleiðandi í mig og sagðist vera með risaverkefni handa mér, Glenn Close í Stokkhólmi. Ég sagði bara halló, veistu ekki hvað kom fyrir mig?! Hann sagðist vita það og spurði hvort ég væri ekki búin að ná mér. Nei, mér leið ekki vel og ég hágrét eftir þetta sam- tal. Mig langaði ekki að búa til kvikmynd með Glenn Close í Stokkhólmi,“ segir Sødahl og hlær að minningunni. Í kjölfarið losnaði ritstíflan og handritið að Von varð til. Svarið annaðhvort já eða nei Sødahl skrifaði handritið mörg- um árum eftir að atburðirnir áttu sér stað og segir hún að það hafi komið henni á óvart, þegar hún rifjaði þá upp, og heillað hana um leið hvaða áhrif þessi dauðadómur hafði á hana og konuna í mynd- inni, Önju. „Hún heldur einræðu um að núna geti hún séð líf sitt í tímaröð sem hún gat ekki áður. Og það er enginn tími til að syrgja og enginn tími fyrir „kannski“, annaðhvort er svarið já eða nei. Allt verður mjög skýrt og maður verður mjög hreinskilinn. Ást- arsambandið getur auðvitað líka farið í hundana,“ útskýrir Sødahl. Kvikmyndin hefur hlotið lofsam- lega dóma það sem af er og Sø- dahl er spurð að því hvort gagn- rýni skipti hana máli. Hún segir hana auðvitað skipta máli en um leið sé hún skaðleg. „Ef hún er já- kvæð rænir hún þig orku og líka ef hún er neikvæð,“ segir Sødahl og hlær við. Kvikmyndin var frumsýnd í Toronto í fyrra og þá stóð í upp- hafi myndarinnar að hún væri byggð á sannri sögu. Sødahl sagði öll viðtöl hafa, fyrir vikið, snúist um hennar persónulegu reynslu en eftir að setningunni var breytt í ,,þetta er saga mín eins og ég man hana“ hafi athyglin beinst meira að myndinni sjálfri. Sammannleg og persónu- leg saga  Maria Sødahl byggði handrit kvik- myndarinnar Von á eigin glímu við krabbamein  Minningar verða skýr- ari í ákveðinni fjarlægð, segir hún Maria Sødahl Ástarsaga Andrea Bræin Hovig og Stellan Skarsgård í hlutverkum Önju og Tomasar í kvikmyndinni Von. GLEÐILEG JÓL Fjölbreytt úrval glæsilegra listaverka eftir listamenn Gallerís Foldar opið til kl. 20 í dag og 10-12 á aðfangadag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.