Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 2
Hvaða hljómsveit er Gammar?
Gammar er djassrokksveit sem hefur verið starfandi frá
því snemma á níunda áratugnum. Við vorum þá ungir
menn sem höfðu áhuga á að spila djassbræðing en sú tón-
list var að koma fram á sjónarsviðið um það leyti. Við vor-
um þrír nýkomnir heim frá Ameríku og því undir tals-
verðum bandarískum áhrifum. Við erum ennþá þessir þrír
úr upphaflegu sveitinni; ég og Björn Thoroddsen og Þórir
Baldursson.
Hafið þið spilað allar götur síðan?
Við erum búnir að halda dampi nokkuð vel síðan, með hléum.
Þetta er tónlist sem við seljum ekki vörubílsfarma af. Við spil-
um því eingöngu fyrir ánægjuna. Þetta snýst um að koma sam-
an, búa til og flytja tónlist með góðum tónlistarmönnum.
Hittist þið oft og æfið?
Við tókum upp þráðinn fyrir nokkrum árum og byrjuðum að
æfa reglulega aftur. Þá áttuðum við okkur á því að við áttum
mikið efni og hönnuðum því okkar eigið hljóðver og byrj-
uðum að hljóðrita og æfa. Upptökurnar eru samt nánast
„live“. Svo hafa margir fínir músíkantar spilað með okkur í
gegnum árin.
Hvað geturðu sagt mér um fjórðu plötuna,
Gammar 4?
Hún endurspeglar hugmyndafræðina sem hún var gerð með
sem er einfaldlega að gera góða tónlist og njóta. Ég vona að
það skili sér til hlustenda. Þetta er auðmeltanlegur djass með
grúvkenndri undiröldu. Tilvalinn til að njóta.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
STEFÁN STEFÁNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Grúvkennd
undiralda
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Flýttu þér drengur, réttu mér stroffuna!“ gelti vörpulegur vörubílstjór-inn á mig, þar sem við stóðum tveir undir allnokkru álagi uppi á bílpall-inum hjá honum. Ég fylltist að vonum skelfingu og gerði dauðaleit með
augunum að einhverju þarna uppi sem mögulega gat heitið stroffa. Var þar
margt framandi að sjá fyrir unglinginn sem nokkrum dögum áður hafði hafið
störf hjá Akureyrarbæ. Og stoltið bauð honum vitaskuld ekki að spyrja. Ekki
mátti fréttast að hann kannaðist ekki við hversdagslega hluti eins og stroffu.
Það sem á eftir kom er í algjörri móðu og sama hvað ég rembist þá man ég
ekki fyrir mitt litla líf hvernig greitt var úr flækjunni; hvort ég rambaði sjálf-
ur á stroffuna eða hvort bílstjórinn hjó mig niður úr lykkjunni.
Jafnvel þótt maður hafi lært ýmislegt í bæjarvinnunni væri synd að segja
að hún hafi verið skemmtilegasta
vinna í heimi. Að hanga dögunum
saman ofan í skurði og setja hamp-
inn í stampinn var til dæmis ekkert
sem maður spólaði af stað út af eld-
snemma á morgnana. Þá gat verið
gott að vinna með góðum vinum og
félögum og öllum þessum árum síðar
getur maður fúslega viðurkennt að
maður hafði ekki alltaf hemil á
kímnigáfu sinni.
Eftir á að hyggja geri ég til dæmis
ráð fyrir því að við Biggi vinur minn
höfum einn góðan veðurdag gengið
fram af verkstjóranum ofan í einum
skurðinum. Alltént skipaði hann
okkur hryssingslega upp úr og ók með okkur sem leið lá út fyrir bæjar-
mörkin. Henti okkur þar út úr bílnum ásamt tveimur skóflum og sagði okkur
að grafa niður á sprungið klóakrör. Ók að því búnu á brott. Við grófum og
grófum og grófum þangað til verkstjórinn kom aftur að sækja okkur í dags-
lok. „Heyrðu, við fundum ekkert rör,“ sögðum við vandræðalegir. „Nú,
jæja,“ sagði verkstjórinn með hægð. „Við athugum þetta betur síðar.“ Okkur
félögum var aldrei ekið aftur í þetta tiltekna verkefni og þegar ég keyrði
þarna framhjá síðast nú í haust var holan okkar enn á sínum stað. Óhreyfð.
Lengst af var ég geymdur ofan í skurði en einn daginn fékk ég að koma
upp á yfirborðið og búa gangstétt í fáförnum botnlanga undir malbik með
öðrum manni, Laurent að nafni. Við unnum eins og skepnur allan daginn og
vönduðum okkur ógurlega. Tveimur mínútum fyrir dagslok var allt klárt af
okkar hálfu, jarðvegurinn rennisléttur og koma mátti með malbikið morg-
uninn eftir. Rumskaði þá ekki einhver mótorhjólatöffari; steig fák sinn í gang
og spólaði í burtu – eftir gangstéttinni endilangri. Meinfyndið þegar maður
hugsar til þess í dag en þegar það gerðist var okkur Laurent ekki skemmt.
Réttu mér stroffuna!
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Og stoltið bauð hon-um vitaskuld ekki aðspyrja. Ekki mátti fréttastað hann kannaðist ekki
við hversdagslega hluti
eins og stroffu.
Kristín Hálfdánardóttir
Hamborgarhryggur og Beef Well-
ington. Unglingarnir vilja ekki
lengur svínakjöt.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er í
jólamat-
inn?
Bjarni Axelsson
Hamborgarhryggur, alltaf á hverju
ári og ég reikna með því áfram.
Margrét Jónsdóttir
Rjúpur. Ég ólst upp við það og hef
alltaf haft rjúpur; það er hefðin.
Ingi Rafn Elísson
Hagkaupshamborgarhryggurinn.
Hann er þægilegastur; það styttir
eldunartímann um helming.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Stefán Stefánsson er tónlistarmaður, kennari og skólastjóri
og einn meðlima djasshljómsveitarinnar Gamma. Hljóm-
sveitin var að senda frá sér sína fjórðu plötu, Gammar 4.
Hana má finna á öllum streymisveitum.