Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020 LÍFSSTÍLL Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Mikið að gera fyrir jólin Hverjar eru hefðirnar ykkar á jólunum? „Í desember er alltaf mjög mikið að gera í versluninni okkar. Þangað mætir fjöldinn allur af viðskiptavinum að láta gera fallega gjafa- poka fyrir sig. Við lokum versluninni vanalega í kringum tvö á aðfangadag en þá erum við mjög þreyttir en glaðir. Þegar við komum heim byrjum við að undirbúa jólamat fyrir tvo. Við erum vanalega með mjög einfaldan mat í boði en hann er alltaf einstaklega góður. Eftir að hafa hitt fólkið okkar í gegnum net- ið leggjum við á borð og fáum okkur einn drykk með smáréttunum okkar. Síðustu jól vorum við með klassíska íslenska rétti, svo sem grafinn lax, hangikjöt, hamborgarhrygg, jólaköku og fleira í þeim dúr. Á þessu ári ætlum við að vera með franskan mat. Vegna kórónuveirunnar gátum við ekki farið til Frakklands sem við söknum einstak- lega mikið. Svo við ætlum að láta Frakkland koma til okkar, eða í raun á diskana okkar á þessu ári. Við hefjum alltaf máltíðina á foie gras á ristuðu frönsku kanilbrauði og Búrg- undarsnigla. Í aðalrétt verðum við örugglega með andaconfit með périgord-salati. Ef við fáum góða franska osta munum við gæða okk- ur á þeim eftir matinn og fá okkur ljúffengan eftirrétt sem verður líklegast ávaxtaka frá Traditional Fruit Cakes. Það er ekkert sem segir að maður geti ekki blandað saman gæða- vörum. Það er í raun allt mögulegt!“ Jólapeysur ekki í frönskum anda Jólin eru fjölskylduhátíð og þá klæðir maður sig upp á án þess að vera of strílaður fyrir kvöldið að þeirra mati. „Við erum ekki með hefð fyrir jólapeysum í Frakklandi, Guði sé lof! Þótt fatnaðurinn sé ekki nýr viljum við vera smart og viðeigandi án þess að vera of klassískir eða klæddir í fatnað sem á meira við í brúðkaupum en á jólunum.“ Hvernig lýsið þið heimilinu ykkar? „Við búum í fallegri íbúð í Vesturbænum sem minnir eilítið á frumskóg þessa dagana þar sem við elskum pottablóm og höfum við þau víða um íbúðina. Í gegnum árin höfum við keypt tímabilshúsgögn frá Skandinavíu og blöndum við þeim við nútímalegri húsgögn.Við eigum einnig heilmikið af íslensku keramiki. Veggirnir í íbúðinni eru alltaf hvítir og líður okkur einstaklega vel heima hjá okkur.“ Hver einasti hlutur á heim- ilinu minnir á Frakkland. Franskt góðgæti í boði. Margir smáir hlutir gera heimilið huggulegt. Ljósmyndir/Íris Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.