Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 29
enskum bókmenntum sem væri á
bekk með þeim allra bestu. Þess ut-
an hafi hann verið heillandi, ljúfur
og örlátur við sig og svo marga aðra.
Vann hjá leyniþjónustunni
Le Carré fæddist árið 1931 og hét
réttu nafni David John Moore Corn-
well. Hann réð sig til bresku leyni-
þjónustunnar meðan hann lærði
þýsku í Sviss undir lok fimmta ára-
tugarins. Cornwell kenndi um tíma í
hinum virta skóla Eton en gekk síð-
an í raðir utanríkisþjónustunnar í
Lundúnum og hafði það hlutverk að
finna, ráða og fylgjast með njósnur-
um handan járntjaldsins. Starfs-
bróðir hans hjá MI5, rithöfundurinn
John Bingham, veitti honum inn-
blástur og hann byrjaði að skrifa og
gefa út spennusögur undir dulnefn-
inu John le Carré. Forleggjaranum
leist rétt mátulega á dulnefnið og
hvatti hann til að halda sig á engil-
saxneskum miðum og kalla sig til
dæmis Chunk-Smith. Okkar maður
ansaði því ekki. Sem betur fer.
Söguhetjan í fyrstu bók le Carrés,
sem kom út 1961, var byggð á téðum
Bingham sem mun hafa verið „átak-
anlega venjulegur maður … riðvax-
inn og hæglátur í fasi“. Hann sá þó
við austurþýskum kollega sínum í
Call for the Dead og átti að sönnu
framhaldslíf fyrir höndum enda þótt
hann væri andhverfan við glæsi-
mennið James Bond. Nafnið var
Smiley, George Smiley.
Önnur skáldsagan, A Murder of
Quality, kom ári síðar og fékk enn
betri dóma en eftir að þriðja bókin,
The Spy Who Came in from the
Cold, kom út 1963 var le Carré á
allra vörum.
Smiley er í aukahlutverki í þeirri
bók en söguhetjan, Alec Leamas,
dregur ekki upp fallega mynd af
stétt njósnara; segir þá hálfgerða
bjána, svikara, sadista og fyllibyttur
sem fari í kúreka- og indíánaleik til
að lífga upp á rotna tilvist sína.
„Besta njósnasaga sem ég hef lesið,“
er haft eftir rithöfundinum Graham
Greene.
Sá vinsældirnar ekki fyrir
Le Carré sá vinsældirnar alls ekki
fyrir né heldur viðbrögðin. Leyni-
þjónustan hafði gefið grænt ljós á
útgáfuna enda væri sagan uppspuni
frá rótum sem ógnaði ekki með nein-
um hætti öryggi Bretlands. „Heims-
pressan sá það ekki þannig,“ sagði le
Carré í viðtali við breska blaðið The
Guardian árið 2013. „Hún var á einu
máli um það að bókin væri ekki að-
eins sönn heldur fælust í henni ein-
hvers konar uppljóstrandi skilaboð
úr herbúðum andstæðinganna.
Sjálfur gat ég ekki annað en setið
opinmynntur og fylgst með þegar
bókin rauk upp metsölulistann og
kom sér makindalega fyrir á toppn-
um meðan hver sérfræðingurinn af
öðrum hampaði henni á þeim for-
sendum að hún væri ósvikin.“
Le Carré naut áfram mikilla vin-
sælda á áttunda áratugnum, ekki
síst fyrir Tinker, Tailor, Soldier, Spy
sem kom út 1974 en þar var Smiley
aftur í forgrunni.
„Um hvað í ósköpunum ætlar þú
að skrifa núna?“ spurðu aðdáendur
le Carrés þegar kalda stríðið leið
undir lok. Hann var þó hvergi af
baki dottinn enda horfði le Carré
alltaf á njósnir í stærra samhengi en
bara sem rimmu milli austurs og
vesturs. Hafði engan skilning á því
að fall Berlínarmúrsins markaði ein-
hver endalok í sögunni eða fyrir
njósnastarfsemi í heiminum. Hann
hélt ótrauður áfram og í The Night
Manager, sem kom út 1993, beinir
hann sjónum sínum að vopna-
viðskiptum. Í The Constant Garde-
ner, frá 2001, setur hann lyfsölu á
oddinn og í Absolute Friends, sem
gefin var út 2004, var hryðjuverka-
váin til umfjöllunar. John le Carré
lagaði sig að breyttri heimsmynd.
Smiley settist heldur ekki í helgan
stein en le Carré hermdi síðast af
honum í A Legacy of Spies árið 2017
– og lokaði þar með hringnum.
Í endurminningum sínum viður-
kennir le Carré að skrifin hafi verið
stóra ástin í lífi sínu.
„Ég hef reynt að gera leyniheim-
inn sem ég þekkti einu sinni að sjón-
arspili fyrir stærri heiminn sem við
búum í. Fyrst ímyndar maður sér
eitthvað, því næst kemur leitin að
veruleikanum. Þá hleypir maður
ímyndunaraflinu aftur að við skrif-
borðið sem ég sit við núna.“
Blessuð sé minning Johns le Car-
rés. Verk hans munu lifa svo lengi
sem njósnað verður á byggðu bóli …
John le Carré naut vin-
sælda í sex áratugi; sendi
síðast frá sér bók í fyrra.
AFP
20.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
jólagjafa
hjálparinn
3.429 manns sögðu okkur hvað þau langar að
fá í jólagjöf. Skoðaðu niðurstöðurnar á:
aha.is/jol
ENGIN UMFERÐ, ENGIN RÖÐ, ENGIN GRÍMUSKYLDA
SÓTT Gunnar Nelson hefur bland-
að sér í umræðuna um viðbrögð
vegna kórnuveirufaraldursins í
Bandaríkjunum og lagt til að slegin
verði skjaldborg um fólk í áhættu-
hópum meðan aðrir geti lifað sem
eðlilegustu lífi. Þetta kom fram í
samtali sem Baol Bardot Bulsara
átti við kappann í hlaðvarpi sínu.
Til að forðast misskilning þá erum
við ekki að tala um okkar besta
mann í búrinu, heldur alnafna hans
sem er í rokkbandinu Nelson ásamt
tvíburabróður sínum, Matthew.
Vill meira frelsi til athafna
Gunnar Nelson, söngvari og gítaristi.
AFP
BÓKSALA 7.-13. DESEMBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson
2 Þagnarmúr Arnaldur Indriðason
3 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir
4 Vetrarmein Ragnar Jónasson
5 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal
6
Orri óstöðvandi – bókin
hennar Möggu Messi
Bjarni Fritzson
7 Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason
8 Útkall – á ögurstundu Óttar Sveinsson
9 Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir
10 Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson
11 Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir
12 Lára lærir að lesa Birgitta Haukdal
13 Krakkalögin okkar Jón Ólafsson, Úlfur Logason o.fl.
14 Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson
15 Undir Yggdrasil Vilborg Davíðsdóttir
16
Una – prjónabók
Sjöfn Kristjánsdóttir og
Salka Sól Eyfeld
17 Dauðabókin Stefán Máni
18 Kökur Linda Ben
19 Lára fer í leikhús Birgitta Haukdal
20
Eldarnir – ástin og aðrar
hamfarir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Allar bækur
Þessa dagana er ég þjappa
skýrslum í skylduskilakjallara
Amtsbókasafnins. Rýma til fyrir
fleirum. Þar kennir ýmissa
grasa. Sumar skýrslunar falla
ekki að sérviskulegum smekk
mínum, en ef vel er að gáð
leynist þar eitt og annað bita-
stætt, og inn á milli glitra hrein-
ustu perlur. Þessa dagana litast
náttborðið nánast alfarið af
þessum starfa mínum. Mér er
bæði ljúft og skylt að draga
nokkrar af mínum eftirlætis-
skýrslum fram í dagsljósið.
Þetta bókmenntaform hefur leg-
ið óbætt hjá garði um alltof
langt skeið. Það er einlæg ósk
mín að þessi stutti pistill verði
þess valdandi að lesendur
Morgunblaðsins
gefi skýrslum
meiri gaum.
Fyrst ber að
nefna Vindmæl-
ingar við Kolvið-
arhól veturinn
2003-2004 eftir
Hrein Hjartar-
son, Veðurstofa Íslands gaf út.
Mjög fróðleg skýrsla í alla staði.
Ég er allavega ýmsu nær. Ég
vissi ekki einu sinni hvar þessi
hóll var. Og svo komu niður-
stöðurnar mér algjörlega í opna
skjöldu.
Ég hef alltaf verið með „soft
spot“ fyrir árframburði, þess
vegna þóttist ég hafa himin
höndum tekið þegar ég hnaut
um Niðurstöður aurburðarmæl-
inga í Skaftá árið 2002 eftir Jór-
unni Harðardóttur og Svövu
Björk Þorláksdóttur. Orkustofn-
un gaf út. Virkilega vel stíluð.
Knappur og hnitmiðaður texti.
Enginn orðavaðall. Engir loftfim-
leikar. Engar málalengingar.
Bara aurburðarmælingar í sinni
tærustu og fegurstu mynd.
Næst á blaði eru Geimvarnir:
Áætlanir risa-
veldanna og
áhrif þeirra eftir
Albert Jónsson.
Öryggis-
málanefnd gaf
út árið 1987.
Albert dregur
upp eftir-
minnilega og martraðarkennda
mynd af heimi á barmi kjarn-
orkustyrjaldar. Vakti undirrit-
aðan til umhugsunar um fallvelti
tilverunnar.
Að endingu má ég til með að
nefna Samantekt um fé-
lagslæknisfræðilega þætti í Hóp-
rannsókn hjartaverndar 1967-
1987 – Helstu
niðurstöður um
atvinnu, hús-
næði, lífshætti,
mannfræði og
heilbrigðisþjón-
ustu eftir Ólaf
Ólafsson. Land-
læknisembættið
gaf út. Áður en þessi öndveg-
isskýrsla varð á vegi mínum vissi
ég lítil deili á hóprannsóknum
hjartaverndar á síðari hluta
seinustu aldar. Svo er ég til-
tölulega nýbyrjaður á Magn-
esíumsilikaútfellingum í hitaveit-
um eftir Hrefnu Kristmann-
sdóttur. Fyrsti kaflinn lofar mjög
góðu.
ÞÓRÐUR SÆVAR JÓNSSON ER AÐ LESA
Þórður Sævar
Jónsson er
bókavörður.
Með „soft spot“ fyrir
árframburði