Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020 LESBÓK HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is SAMÚÐ Randy Blyth, söngvari málmbandsins Lamb of God, harm- ar ekki sinn hlut á ári þegar lítið sem ekkert hefur verið hægt að túra en bandið sendi frá sér nýja breiðskífu í vor sem ber nafn þess. Þetta kom fram í svörum hans á ráðstefnu á netinu nýlega, Headbangers Con eða Málmþingi flösufeykja. Lamb of God er rótgróið band og menn prýðilega stæðir en Blythe hefur meiri áhyggjur af ungum og upprennandi böndum og starfsfólkinu í kringum tónleikahald sem hafi ef til vill ekki eins mikið milli handanna. Þá er Blythe með ræt- ur í veitingabransanum og lýsti áhyggjum af afkomu sinna manna á þeim vettvangi. Loks minntist hann á fólk sem þurfti að punga ærlega út fyrir flugmiðum til að komast heim frá Evrópu áður en Bandaríkjunum var lokað. Margir verr settir en ég Randy Blythe í sveiflu á sviðinu. AFP NEKT Enda þótt pönkdrottningin Debbie Harry sé orðin 75 ára slær hún hvergi af og viðurkennir í samtali við breska blaðið The Independent að hún hafi ennþá gaman af því að ganga fram af fólki. „Stundum læt ég mig dreyma um að koma nakin fram án þess að kippa mér á nokkurn hátt upp við það,“ segir Harry en tilefni viðtalsins er tónleikaferð sem bandið hennar, Blondie, ætlar í á næsta ári með öðru frægu rokkbandi, Garbage. Í sömu grein tekur Shirley Manson, söngkona Garbage, hreint ekki illa í þessa hugmynd; Debbie Harry hafi alltaf verið djörf og uppá- tækjasöm. Og myndi púlla þetta. Dreymir um að koma nakin fram Debbie Harry í öllum fötunum. AFP Cher hefur engu gleymt. Cher á báti ELJA „Ég hef unnið að því alla ævi að viðhalda líkamsstyrk mínum. Það eru tvítugar stúlkur sem geta ekki leikið eftir það sem ég get.“ Þetta segir hin 74 ára gamla leik- og söngkona Cher í opinskáu sam- tali við breska blaðið The Guardi- an. Hún treður enn þá upp eins og enginn sé morgundagurinn en við- urkennir þó að hún dansi ekki fram á rauða nótt eins og hún gerði áður að tónleikum loknum enda næsta gigg oftar en ekki kvöldið eftir. Í samtalinu kveðst hún hafa orðið að gangast undir lýtaaðgerðir enda sé þess krafist af henni; hún verði að „lúkka“. En harmar að átján ára stúlkur séu farnar að leggjast undir hnífinn. Það sé sorglegt. Hann var óumdeildur risi íenskri bókmenntasögu.Skilgreindi kaldastríðs- tímabilið og óttaðist aldrei valdið næstu áratugi á eftir. […] Við mun- um ekki sjá hans líka aftur.“ Þetta hafði Jonny Geller, umboðs- maður Johns le Carrés, að segja að skjólstæðingi sínum gengnum en breski rithöfundurinn lést 12. des- ember síðastliðinn, 89 ára að aldri. Eftirmælin létu ekki á sér standa. „Þetta ömurlega ár hefur hrifsað frá okkur bókmenntarisa og mann sem veitti okkur innblástur,“ skrifaði spennukóngurinn Stephen King. Rithöfundurinn Robert Harris kvaðst miður sín en le Carré hefði verið einn af fremstu höfundum Bretlands eftir stríð og ógleymanleg og einstök manneskja. Rithöfundurinn Adrian McKinty lýsti Tinker, Tailor, Soldier, Spy sem bestu njósnasögu allra tíma og sagnfræðingurinn Simon Sebag Montefiore kallaði le Carré risa í Málsvari riðvaxna mannsins Meistari njósnasögunnar, Bretinn John le Carré, er látinn, 89 ára að aldri. Hann sló í gegn á há- punkti kalda stríðsins með Njósnaranum sem kom inn úr kuldanum en var snöggur að laga sig að breyttri heimsmynd eftir að járntjaldið féll. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Jamie Lee Curtis og Pierce Brosnan í kvikmyndinni The Tailor of Panama frá árinu 2001 en hún var gerð var eftir samnefndri skáldsögu Johns le Carrés. Associated Press Synd væri að segja að John le Carré hafi nærst á sviðsljósinu. Hann veitti sjaldan viðtöl og var sjaldséður gestur á bókastefnum og öðrum slíkum við- burðum. Þótti fyrir vikið dularfullur og sérlundaður. Þess vegna brá mörgum í brún þeg- ar hann sendi frá sér endurminningar sínar árið 2016, The Pigeon Tunnel. Þar svipti hann hlunni af brotnu sam- bandi sínu við föður sinn sem hann lýs- ir sem ofbeldisfullum svikahrappi og einmanalegri barnæsku en móðir hans yfirgaf son sinn þegar hann var aðeins fimm ára. Le Carré fjallar einnig um hve óvænta stefnu líf hans tók en fólk á borð við Margaret Thatcher og Rupert Murdoch vildi ólmt snæða með honum. Hann bjó í fjóra áratugi í Cornwall, var tvígiftur og átti fjóra syni, þeirra á meðal Nicholas, sem einnig hefur skrifað skáldsögur undir dulnefninu Nick Harkaway. Le Carré var ær- legur í því sambandi: „Ég hef hvorki verið fyrirmyndareiginmaður né -faðir og hef engan áhuga á að draga þannig mynd upp af mér.“ Nærðist ekki á sviðsljósinu Margaret Thatcher.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.