Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 12
BÆKUR
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020
Í haust voru liðin 100 ár frá fæð-ingu Jóhönnu Álfheiðar Stein-grímsdóttur, sem lést fyrir átján
árum. Jóhanna var á sinni tíð at-
kvæðamikil í félagsmálastarfi, tók
þátt andófinu gegn virkjun Laxár
sem lyktaði með því að stífla í ánni
var sprengd í ágúst 1970. Hermóður
eiginmaður hennar var um tíma
fréttaritari Morgunblaðsins og Jó-
hanna tók ljósmyndir fyrir blaðið
sem fylgdu fréttum hans. Hún skrif-
aði síðar pistla í blaðið sem nefndust
Lífið á landsbyggðinni.
Jóhanna stofnaði vísnafélagið
Kveðanda og var félagi í Rithöf-
undasambandi Íslands og í Alþjóða-
rithöfundasambandinu, en alls gaf
hún út fjórtán bækur fyrir börn og
fullorðna og ritstýrði nokkrum bók-
um. Allt meðfram því að sinna búi og
börnum, en hún jók við ritstörfin eft-
ir því sem hægðist um á heimilinu
þegar börnin eltust.
Alltaf líf og fjör í kringum
Nessystkinin
Faðir Jóhönnu var hagyrðingurinn
Steingrímur Baldvinsson og í við-
tali þegar bókin Systrarím kom út
2012, sem þær gerðu saman Jó-
hanna og Kristbjörg systir hennar,
sagði Kristbjörg að faðir þeirra
systkina hefði kennt þeim undir-
stöðuatriði í vísnagerð. Hildur Her-
móðsdóttir, dóttir Jóhönnu, stóð
nýverið að því að gefa út fyrstu
ljóðabók Jóhönnu, í tilefni af
hundrað ára afmælinu, með for-
mála Ragnars Inga Aðalsteins-
sonar, og segir að systkinin hafi öll
verið fljúgandi skáldmælt. „Oft
kváðust þær systur á og settu í
sameiningu saman bragi og gaman-
vísur. Það var alltaf líf og fjör í
kringum Nessystkinin þegar skáld-
skapur var annars vegar.“
Að sögn Hildar orti Jóhanna alla
tíð, en annir við búskap og heim-
ilishald gerðu að verkum að lítill tími
var til að yrkja. Í ljóðabókinni, sem
heitir Segðu það steininum, er úrval
ljóða Jóhönnu, en Hildur segir að
enn sé talsvert óútgefið, einkum af
léttmeti, lausavísum og óbundnum
skáldskap. „Hún gerði gríðarlega
mikið af vísum, var fljót, oft og tíðum
fyndin og stundum beitt þegar hún
orti um samferðamenn eða sam-
félagsmál. Það er alveg tilefni til að
fara betur yfir það efni.“
– Hvað heldur þú að hafi valdið
því að eins afkastamikil og hún var
við bókaskrif þá gaf hún ljóðin aldrei
út?
„Hún fór kannski leyndara með
ljóðin sín og vantaði líklega meiri
hvatningu á því sviði. Það sást
samt þegar farið var í gegnum ljóð-
in hennar að hún hefur alla tíð ver-
ið að yrkja. Við afkomendurnir
höfðum reyndar lengi áætlað að
gefa út ljóðin en nú í ár þegar 100
ár voru liðin frá fæðingu hennar
var ekki eftir neinu að bíða,“ segir
Hildur og bættir við að röð
ljóðanna sé frá Jóhönnu sjálfri,
enda hafi aðstandendur útgáf-
unnar byggt á möppu með ljóð-
unum þar sem Jóhann hafði sett
þau í tiltekna röð.
Einhver óræð melankólía
– Sérð þú ævisögulegan þráð í ljóð-
unum?
„Ég þekki náttúrlega ævisögu
hennar svo vel að fátt kemur á óvart.
Mér finnst samt undirliggjandi ein-
hver óræð melankólía sem vekur
spurningar um hamingju hennar,
hugleiðingar og áhugamál. Hana
langaði auðvitað alla tíð að láta
meira til sín taka sem höfundur og
skáld eins og sést strax í ljóði sem
hún yrkir 25 ára gömul. En hún átti
mjög annríkt svo skáldskapurinn
varð að víkja.“
– Þú ert væntanlega að vísa í
Rímdrauginn, ljóð sem hún semur
1945, þá hálfþrítug tveggja barna
móðir og nýbúin að reisa nýbýlið Ár-
nes með Hermóði:
Veistu ekki að börnunum brauð þarf
að gefa,
bæta af þeim flíkur og grát þeirra sefa,
mjólkina upp gera, úr mjölinu baka,
mala þarf kaffi og þvottinn að taka.
En draugurinn glottandi í dyrunum segir:
– Dragðu fram penna og blað.
Manst þú eftir því að hún hafi
syrgt það að geta ekki sinnt rit-
stöfum meira?
„Hún kvartaði aldrei, hafði líka
mikinn áhuga á að byggja upp
myndarlegt bú og lagði mikla
áherslu á að hafa allt glæsilegt í
kringum það, en ég held að undir
niðri hafi alla tíð kraumað löngunin
að skrifa.“
– Mér finnst merkilegt að sjá að
hún fékkst við ýmis ljóðform, var
einhver þróun á því í tíma?
„Hún virðist fljótt hafa haft flest
form á valdi sínu og hún lék sér alla
tíð að þeim mörgum; eins og Ragnar
Ingi segir í formálanum virðist hún
hafa „fengið skáldamjöðinn beint í
æð“. Á seinni árum fór hún að fást
við órímuð ljóð og náði líka góðum
tökum á því formi, það er helsta þró-
unin sem ég sé varðandi tímabil.“
– Manst þú eftir henni skrifandi
þegar þú varst barn?
„Nei, ég man ekki eftir henni að
skrifa þegar ég var barn, bara skjóta
fram vísum. En hún sagði okkur
krökkunum endalaust sögur. Ég elti
hana um úti og inni til að biðja um
sögur og mér fannst hún mamma
mín svo skemmtileg að ég grét yfir
því að við skyldum ekki vera jafn-
gamlar svo við gætum leikið okkur
saman.“
„– Dragðu fram penna og blað“
Í tilefni af því að í haust
voru liðin hundrað ár frá
fæðingu rithöfundarins
og baráttukonunnar Jó-
hönnu Álfheiðar Stein-
grímsdóttur er gefið út
ljóðasafn eftir hana.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Hildur Hermóðsdóttir
stóð að útgáfu á fyrstu
ljóðabók móður sinnar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rætt var við Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur í Morgunblaðinu um miðjan desem-
ber 1987 vegna útgáfu bókar hennar Á bökkum Laxár.
Morgunblaðið/Börkur
’Mér fannst húnmamma mín svoskemmtileg að ég grét yfirþví að við skyldum ekki
vera jafngamlar svo við
gætum leikið okkur saman.
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af