Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 22
Blaðamaður bauð eðalkokk-inum Jóhanni Jónssyni, oftkenndum við Ostabúðina, í heimsókn og mætti hann með ým- islegt góðgæti í pokahorninu. Til- gangurinn var að henda í dýrindis jólaveislu og leyfa börnum hans og sonum blaðamanns að njóta. Bræðurnir Logi og Sindri Sigurð- arsynir og systkinin Selma Dögg og Andri Már Jóhannsbörn voru sannarlega klár í slaginn, enda miklir sælkerakrakkar. Gæs, lax og ostar Í forrétt bauð Jói upp á heit- reykta gæsabringu með hindberja- sósu og grafinn og heitreyktan lax, sem bragðaðist sannarlega vel, en allt er unnið frá grunni af Jóa og starfsfólki hans. Jói hefur verið að selja afurðir sínar í sölu- vagni nú fyrir jólin. Hann flytur sig á milli hverfa og stefnir hann á að verða í Hafnarfirði um þessa helgi og á Garðatorgi á Þorláks- messu. Hinir gömlu kúnnar Osta- búðarinnar kunna sannarlega að meta framtakið og geta nú keypt vörur sem þeir hafa haft á borðum fyrir hver jól í áraraðir. „Í vagninum er til sölu allt það besta sem við framleiðum; gæs, lax, grafið kjöt og tólf tegundir af íslenskum ostum.“ Ég elska lambahrygg Í aðalrétt bauð Jói upp á jólalegan lambahrygg sem er frábær kostur fyrir fólk sem ekki vill borða of reyktan og saltaðan jólamat. „Ég bjó til bláberjadressingu sem lætur hrygginn fá ákveðinn lit og bragð sem gerir hann svolít- ið jólalegan,“ segir Jói sem segist velja hrygginn fram yfir lærið. „Ég elska lambahrygg af því að fitan og puran gera kjötið svo mjúkt. Með kjötinu er klassísk kremuð villisveppasósa sem er svo kláruð með soðinu af hryggn- um. Meðlætið er sýrt rósakál sem er líka svolítið sætt, ofnbakaðar gulrætur og gömlu góðu brúnuðu kartöflurnar. Ég nota sykur, smjör og kaffi í kartöflurnar. Já, kaffi!“ segir Jói og brosir. Lax í smjördeigi Annar aðalréttur var á boðstólum; hálfinnbakaður lax með meðlæti. „Laxinn er settur í smjördeig- ið en ekki lokaður inni. Með þessu bökum við brokkólí og rauðlauk og svo eru hnetur með. Meðlætið er ofan í deiginu líka og þetta er afar auðvelt fyrir alla að matbúa, og eins með hrygginn,“ segir Jói. Krakkarnir og foreldrar þeirra tóku hraustlega til matar síns, enda bragðgott með eindæmum. Hryggurinn hans Jóa var fullkom- lega eldaður, mjúkur og safaríkur. Og laxinn er skemmtileg viðbót við jólaborðið. Í eftirmat fengu svo matargestir bita af franskri súkkulaðiköku, makkarónur og súkkulaðihúðuð jarðarber. Full- kominn endir á jólalegu aðventu- kvöldi! Morgunblaðið/Ásdís Jólalambið klikkar ekki Jói sker hrygginn fyrir son sinn Andra Má. Lambahryggur er há- tíðarmatur sem sómir sér vel á jólunum með góðu meðlæti. Kokk- urinn Jóhann Jónsson galdraði fram dýrindis lambahrygg, innbak- aðan lax og ýmislegt annað góðgæti fyrir fjóra svanga krakka. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Jói tekur sig vel út í eldhúsinu. Logi, Selma Dögg, Andri Már og Sindri biðu spennt eftir matnum. Fyrst fengu þau dýrindis forrétt.  22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020 LÍFSSTÍLL Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.