Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 15
20.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Það hefur verið mjög erfitt og er enn erfitt. Ég ætla ekki að neita því. Ég hef fundið fyrir þunglyndi og kvíða og það hefur verið erfitt að fara út á meðal fólks. Ég tek alveg eftir því að fólk starir. Ég tók það rosalega inn á mig fyrst en ég hef smá vanist því. Litlir krakkar segja stundum eitthvað og það er bara pínu krútt- legt hvað þau eru opin,“ segir hún og hlær. „Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að þetta verði bara svona. Ég hef verið hjá sál- fræðingum og hitt prest og talað mig í gegnum þetta. En það koma alltaf dagar sem ég er ekki í lagi.“ Sólrún Alda hefur gengist undir nokkrar að- gerðir síðan hún kom heim og á fleiri eftir, en segir núna allt vera í biðstöðu vegna Covid. „Það var húð flutt undir augun því húðin herpist svo mikið saman. Svo var gerð til- raun með stofnfrumur, en þá var tekin fita af maganum og sprautað í andlitið. Ég fer í aðra svoleiðis aðgerð í janúar og svo á ég eft- ir einhverjar fegrunaraðgerðir, það þarf til dæmis að laga nefið,“ segir hún og segir þetta sannarlega hafa verið mikla lífs- reynslu. Hún hyggst þó nýta sér reynsluna í framtíðinni. „Ég get aðeins tengt það við námið mitt. Eftir slysið hef ég meiri áhuga á að vinna áfallavinnu og mig langar líka að tala við fólk um eldvarnir. Mig langar ekki að slysið sé til einskis. Þetta kom fyrir mig og mig langar að gera eitthvað með það og koma í veg fyrir að fleiri lendi í þessu,“ segir hún og segir að í íbúðinni hafi brunavörnum verið ábótavant. Hvorki hafi þar verið reykskynjari né eld- varnateppi. „Maður getur ekki annað en hugsað: hvað ef?“ Miklar kvalir í andliti Sólrún Alda kláraði síðasta jólaprófið daginn sem viðtalið var tekið og segir prófin hafa gengið vel. Hún útskrifast í vor og veit ekki enn hvað tekur við, en hefur áhuga á að halda áfram námi, og þá jafnvel í barnasálfræði. „Ég stefni á að vinna með börnum; það er það sem mig langar mest að gera,“ segir hún. Nú, rúmu ári eftir slysið, er Sólrún Alda enn líkamlega kvalin. „Á hverjum einasta degi. Ég er ennþá að taka mikið af sterkum verkjalyfjum, oft á dag. Mér var sagt að sársaukinn myndi vara í tvö ár. Hann er í andlitinu. Húðin í andlitinu er svo viðkvæm. Læknarnir eru að reyna að mýkja húðina með þessum stofnfrumusprautum en ég veit ekki hversu langt það fer.“ Sólrún Alda á mikið af góðum vinum sem tóku henni vel þegar hún kom heim frá Sví- þjóð. „Það versta var að þegar ég var nýfarin að hitta fólk, þá kom Covid. Það eru enn margir vinir sem ég á eftir að hitta. Svo þarf ég að passa mig sérstaklega, út af lungunum, en þau virka ekki enn að fullu. Það er búið að vera mikið fjarnám í vetur, sem var heppilegt bara. Það hentaði mér betur en að vera að mæta. Orkan er minni en áður og ég sef rosalega mik- ið.“ Fundið fyrir ást og samþykki Nú er eitt ár í sjálfu sér ekki langur tími. Finnst þér þú hafa náð einhvers konar sátt? „Já. Ég hélt að það myndi ekki gerast, en það hefur gerst. Þótt ég hefði aldrei viljað lenda í þessu slysi þá hafa líka svo yndislegir hlutir gerst vegna þess. Ég fékk að hitta tengdaforeldra mína í fyrsta skipti, en þau voru hér hjá syni sínum. Það var yndislegt. Ég hef líka fundið fyrir svo mikilli ást og sam- þykki frá samfélaginu. Ég hef fengið svo mikið af skilaboðum og fólk hefur stundum stoppað mig úti á götu,“ segir hún og segist hafa fundið fyrir stuðningi þjóðarinnar en slysið snerti sannarlega við mörgum. Sólrún Alda segir brunana í ár hafa fengið mjög á sig en þeir hafa verið óvenjumargir og mannskæðir á árinu. „Ég man þegar bruninn var í Vest- urbænum, þá mætti ég slökkviliðsbílunum. Ég brotnaði bara niður. Þetta var rosalega erfitt. Þá hugsar maður um af hverju fólk hugar ekki að brunavörnum,“ segir Sólrún Alda og biðlar til almennings nú á aðventunni að huga vel að kertum, setja upp reykskynj- ara og hafa bæði slökkvitæki og eldvarna- teppi til taks. Aldrei langað að deyja Sólrún Alda segist hafa hitt afskaplega mikið af góðu fólki undanfarið ár og fyrir það er hún þakklát. „Ég er svo þakklát fyrir fólkið í Svíþjóð og fólkið á Grensás og fyrir sjúkra- og iðjuþjálf- ara mína. Þær eru yndislegar,“ segir hún og segist enn vera í sjúkraþjálfun og hjá læknum reglulega. Einnig hefur hún leitað eftir stuðn- ingi hjá fólki sem deilir svipaðri reynslu. „Ég hef heyrt í fólki hérlendis sem lent hefur í andlitsbruna og það hefur verið yndislegt að tala við það fólk. Það er gott að tala við fólk sem hefur lent í því sama og ég. Þó að Rahmon hafi lent í því sama getur hann klætt af sér brunann sinn, sem ég get ekki gert,“ segir hún. Sólrún Alda hefur síður en svo gefist upp. „Ég held að maður fái einhvern aukinn styrk þegar maður lendir í svona. Ég hef aldrei sokkið svo djúpt að ég hafi viljað deyja. Ég hef frekar hugsað hvað hefði gerst ef ég hefði ekki lifað af. En mig hefur aldrei langað að deyja. Ég er svo þakklát fyrir að hafa lifað þetta af og að hafa svona gott bakland. Það gerir allt auðveldara.“ Hvernig horfir þú til framtíðar, ertu bjart- sýn? „Já, ég er rosalega bjartsýn. Ég er að fara að klára skólann, flytja í mitt eigið húsnæði og ferðast um heiminn. Mig langar að fara til Tadsjíkistan og heimsækja fjölskylduna hans Rahmons. Mér líður eins og lífið sé rétt að byrja.“ „Ég tek alveg eftir því að fólk starir. Ég tók það rosalega inn á mig fyrst en ég hef smá vanist því. Litlir krakkar segja stundum eitthvað og það er bara pínu krúttlegt hvað þau eru opin,“ segir Sólrún Alda. Morgunblaðið/Ásdís Sólrúnu Öldu var haldið sofandi í rúman mánuð á spítala í Svíþjóð. Hún brenndist illa í andliti. Ljósmyndir úr einkasafni Húð af fótleggjum hefur verið grædd á andlit Sólrúnar Öldu en hún á eftir margar fleiri aðgerðir í framtíðinni. Foreldrar Sólrúnar Öldu hafi staðið þétt við bakið á henni og dvöldu hjá henni á sjúkrahúsinu í Linköping. Lengst til vinstri er stjúpfaðir hennar Pétur Karl Karlsson, svo móðir henn- ar Þórunn Alda Gylfadóttir og hægra megin við Sólrúnu Öldu er faðir hennar Þórður Waldorff.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.