Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020 Jólin eru dásamleg. Sama hvernig árareru þau flestum yndisleg hátíð þar semfjölskyldur koma saman, njóta hátíðar- innar og borða góðan mat. Opna pakka, spila og bara almennt njóta þess að vera saman. En jólin breytast. Þau fara frá því að vera ótrúlega spennandi tími með gjöfum sem koma á óvart í að vera nokkurra daga törn þar sem allt þarf að skipuleggja í hengla. Óskalistar breytast í excel-skjöl, ábyrgðin vex og pressan eykst. Og hvað sem líður góðum ásetningi um að byrja snemma næst hefur sagan tilhneigingu til að endurtaka sig og allt í einu áttar maður sig á að það þarf að redda ansi mörgu á lokametrunum. Þegar ég var lítill var ég starfsmaður á plani í jólaundirbúningnum. Ég þurfti bara að mæta og sinna mínu starfi. Það var ein- falt: Þykjast taka til í herberginu mínu, kaupa gjafir handa mömmu og pabba og bræðrum mínum og reyna að komast í gegnum aðfangadag án þess að brjóta neitt og springa ekki úr spenningi. Svo verður maður fullorðinn, eignast slatta af börnum og jafnvel barnabörnum, og allt í einu er maður orðinn einhvers kon- ar verkefnisstjóri jólanna. Eða yfirmaður framkvæmdasviðs jólahátíðarinnar, eins og það héti ef maður væri hjá hinu opinbera. Það er undir manni sjálfum komið hvort allt verður í lagi. Búið að kaupa allar gjaf- irnar, allan matinn og sjá til þess að allar hefðirnar séu á sínum stað. Því það er nátt- úrlega fátt mikilvægara á jólum en að halda í venjur til að tryggja að öll jól renni saman í ein í minningunni. Ég hef reyndar daðrað við ákveðnar breytingar síðustu ár, enda haldið jólin í útlöndum. Það er alls ekki í boði núna og þá liggur í augum uppi að maður gerir bara allt eins og venjulega. Þetta er ekki einfalt starf. Það þarf að fela jólagjafirnar, finna eitthvað sem mögu- lega gæti komið á óvart (sem verður erf- iðara með hverju árinu), þrífa, kaupa í mat- inn, elda og sjá til þess að allt sé á sínum stað. Til að bregðast við þessari ábyrgð höfum við hjónin tekið upp þann einstaklega ójóla- lega sið að setja þessa hátíð upp í excel- skjöl, eins og ég hef ábyggilega talað um einhvern tímann áður í pistli. Í jólamöpp- unni er listi með gjöfum ársins, litakóðar sem segja til um hver staðan sé (búið að ákveða, kaupa, pakka inn og skila) og dálk- ar með jólagjöfum fyrri ára svo við gefum ekki sömu gjöfina aftur. Frekar fjarri þeim hugmyndum sem ég hafði um jólin þegar ég var lítill drengur sem gat ekki beðið eftir að klukkurnar hringdu inn jólin. Svo gerir maður bara sitt besta og þetta fer allt ein- hvern veginn. Þessi jólaundirbúningur hefur samt verið skrýtnari en venju- lega, í takt við ann- að á þessu ári. Fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk hafa sett svip sinn á búðarferðir og senni- lega verður jólahaldið sjálft dálítið spes. Ég sé þetta alveg fyrir mér: Allir í tíu manna jólakúlunni búnir að spritta sig, slá saman olnbogunum til að óska hver öðrum gleði- legra jóla og þykjast halda tveggja metra fjarlægð við þá sem ekki búa á sama heim- ili. En það gleymist örugglega þegar sest er niður á aðfangadagskvöld. Messan ómar í útvarpinu, pakkarnir bíða og spennan vex. Eins mikið og ég elska jólin þá tengi ég æ meira við minninguna um mömmu, sitj- andi í stólnum sínum og horfandi yfir stof- una, fulla af jólapappír og gjafir út um allt að segja: Æ, það er gott að þetta er búið! Gleðileg jól, elskurnar mínar. ’Því það er náttúrlegafátt mikilvægara á jólumen að halda í venjur til aðtryggja að öll jól renni sam- an í ein í minningunni. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Verkefnisstjóri jólanna Ég er ekki hlutlaus þegar HótelSaga er annars vegar. Ég rerinefnilega á heimasmíðuðum prömmum í grunni þessarar miklu byggingar þegar hún var í smíðum, sótti síðan böllin í Súlnasalnum, há- tíðahöld og ráðstefnur í ótal salar- kynnum gömlu Sögu og síðan við- byggingum þegar þær komu til. Grillið var toppurinn! Og svo voru þetta höfuðstöðvar samtaka bændanna í landinu, sam- taka sem ég alla tíð hef borið mikla virðingu fyrir. Hótel Saga var þann- ig annað og meira en hótel. Þetta var sjálf Bændahöllin. Ég rek þetta sem formálsorð til að vara við hlutdrægni minni áður en ég kem að meginmálinu sem í raun- inni er ósköp stutt, rúmast í hálfri annarri setningu sem er eftirfar- andi: Ég sé eftir Hótel Sögu, og ég sé eftir höll bændanna ef hún hverfur úr eignar- haldi þeirra. Er þá komið að eftirmálanum: Ef þessi mikla bygg- ing kemur til með að nýtast öldr- uðum eins og nefnt hefur verið eða gegna góðu virðingarverðu hlutverki þá mun eftirsjá mín eflaust fljótt hverfa. En ekki er sú stund enn runnin upp. Í huga mér hrannast upp spurn- ingar. Sagt er að Hótel Saga kæmi til með að eiga erfitt á hótelmarkaði. Hvers vegna? Jú, verið er að byggja hvert risahótelið á fætur öðru í miðju borgarinnar og er Austur- völlur þar ekki undanskilinn. Millj- arðamæringur frá Malasíu – maður sem aldrei mun hafa stigið fæti hér á land en er, sem eigandi Icelandair- hótelanna í landinu, einn af helstu styrkþegum íslenskra skattgreið- enda í viðspyrnu stjórnvalda gegn kórónuveirunni – vill nú nota styrk- ina til að byggja heljarinnar hótel og lúxusíbúðir við Tryggvagötuna í miðbæ Reykjavíkur. Skammt und- an, við hlið tónleikahússins Hörpu, er verið að ljúka smíði risahótels bandarísku Marriott-keðjunnar. Svo er, sýnist mér, orðið fokhelt nýtt hótel í Lækjargötunni. Allt þetta er til viðbótar við öll hin hótelin, gömul og ný. Hver skyldi stjórna þessu? Því er auðsvarað, fjármagnið stjórnar þessu, fjáfestarnir. Þeir spyrja aldr- ei um samfélagslega hagkvæmni heldur aðeins hvar þeir nái í bestu lóðina, hvernig auðveldast sé að ryðja keppinautum til hliðar, með öðrum orðum, hvernig hanna megi eina borg þannig að hún þjóni hags- munum þeirra sem best. Í Reykjavík hefur þetta tekist bærilega. Svo tala stjónmálamennirnir um mikilvægi skynseminnar og hófsem- innar, að dregið verði úr kolefnis- myndun sem hljótist af öllu bram- boltinu og raskinu sem mann- skepnan ræðst í sýknt og heilagt. Það var einmitt það sem bandaríski umhverfissinninn Fred Magdoff sagði þegar hann kom hingað til lands fyrir rúmu ári, að kapítal- isminn, með inn- byggðri útþenslu sinni, ráði ekki við að glíma við um- hverfisvána. Hann kyndi þvert á móti undir henni. Það þurfi því að taka fram fyrir hendur hans. Varla verður það gert með heitstrenging- um um að við ætlum að koma okkur undir öll lofuð mörk og viðmið eftir tíu ár eða tuttugu ár, með því að rækta asparskóga, moka ofan í mýr- lendisskurði og draga úr iðrakvefi búfjár. Magdoff sagði að við yrðum að hemja kapítalismann. Taka stjórn- ina úr höndum fjárfestanna. Koma skynseminni fyrir í stjórnklefanum, í stuttu máli, höggva á verktakaæðið hjá ríki og borg. Ef það væri gert ættu Hótel Sög- ur þessa heims góða lífsmöguleika og íhaldsmenn eins og ég gætum glaðst. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Saga um Sögu Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Hótel Saga varþannig annað ogmeira en hótel. Þettavar sjálf Bændahöllin. á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.