Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 24
Fyrir 6-8 1 stk lambahryggur 250 g bláber 20 g rósapipar 5 stk einiber 2-3 rósmaríngreinar 10 g salt Setjið krydd og bláber í mortél eða matreiðsluvél og blandið vel saman. Skerið rákir í fituna á hryggnum og saltið vel að ofan og neðan. Berið bláberjablönd- una vel yfir allan hrygginn, setjið rósmarín greinar ofan á og geymið í kæli í sólarhring. Eldið hrygginn í forhituðum ofni á 180°C í 35-50 mínútur eða upp í 58°C kjarnhita. Gott er að láta hann standa aðeins áður en hann er skorinn. Lamba- hryggurinn hans Jóa 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020 LÍFSSTÍLL Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Komin í verslanir Hagkaupa, Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Veganbúðin, Fisk Kompaní, Frú Lauga, Iceland verslanir og Matarbúr Kaju Akranes Hátíðar hnetusteik Lífrænt - Vegan - Glúteinlaust 600 g rósakál 100 ml vatn 100 ml eplaedik 100 g sykur 20 g rósapipar Blandið saman í potti vatni, ediki og sykri og hitið þar til sykur er leystur upp. Bætið svo við rósapipar. Skerið rósakálið til og hreinsið og snögg- sjóðið. Kælið í klaka- vatni. Setjið það út í pikklunarlöginn og látið standa í honum yfir nótt. Rósakál með rósapipar BRÚNAÐAR KARTÖFLUR 1 kg forsoðnar kartöflur 100 g sykur 50 g smjör 10 ml kaffi Brúnið sykur á pönnu og bætið svo við kaffi og smjöri. Hrærið saman og bætið kartöflum út í og hrærið vel saman. SVEPPASÓSA 250 g sveppir 20 g þurkaðir villisveppir 1 stk laukur 10 ml rauðvínsedik 100 ml rauðvín 100 ml kjötsoð 500 ml rjómi Brúnið sveppi og lauk í potti og bætið svo við þurrkuðum villisveppum og rauðvínsediki. Sjóðið niður í síróp, bætið svo við rauðvíni og sjóðið aftur niður í síróp. Hellið síðan soði sem kemur af lamb- inu saman við og blandið þessu saman með töfra- sprota. Sjóðið niður um 1⁄3 og bætið þá saman við rjómanum og sjóðið áfram þar til sósan er tilbúin. Brúnaðar kartöflur og sveppasósa Fyrir 6-8 800 g laxaflök, hreins- uð 1 stk smjördeigsplata 250 g blómkál 250 g brokkólí 20 ml dijonsinnep 20 g furuhnetur 20 g pekanhnetur 20 g rúsínur 1 stk rauðlaukur 40 g eggjarauður Byrjið á að flaka lax- inn og snyrta og leggið hann svo til hliðar. Skerið niður blómkál og brokkólí og snöggsjóðið og kælið í klakabaði. Skerið lauk og fletjið út smjördeigið og penslið að innan með dijonsinnepi. Laxinn er svo lagður yfir smjördeigið og því næst er græn- meti og hnetum dreift vel yfir laxinn. Penslið svo kantana á smjördeiginu með eggjarauðum. Forhitið ofn í 200°C. Bakið laxinn í 12-15 mínútur eða þar til smjördeigið er gullinbrúnt. Lax á smjördeigi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.