Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 11
hafði þá fallið og var á leið í meðferð en úthaldið brást.“ Fram kemur í bókinni að Einar Þór hafi sjálfur farið einu sinni í áfengismeðferð. Á tíunda áratugn- um. „Ég tengi við þennan flótta bróð- ur míns; að leita í deyfingu og hug- breytandi efni. Ég gerði það á sínum tíma. Ég hef hins vegar sloppið mun betur. Er gamall djammari en hef ekki legið í áfengi til lengri tíma. Hef náð að stíga ölduna. Þess utan á ég auðveldara með að hleypa fólki að mér en Ásgeir og taka þátt í verk- efnum. Hann var lokaðri.“ Enn eitt áfallið reið yfir árið 2015 þegar fyrsta barnabarn Einars Þórs, Rökkvi Þór, dó aðeins nokkurra vikna gamall en hann fæddist með hjartagalla sem þó greindist ekki strax. „Þarna flaut hreinlega yfir. Þetta var ofboðslega sorglegt og hún Kolbrún mín og maðurinn hennar, Sigurður Trausti, buguð af sorg. Ekkert er erfiðara í þessu lífi en að missa barn.“ Fljótlega eftir þetta lést faðir Ein- ars, 84 ára að aldri. Kolbrún og Sigurður hafa síðan eignast Urði Ýr 2017 og Dag Þór 2020 sem bæði eru heilbrigð. Sjálfstæðiskarla- rótaríheimur Einar Þór viðurkennir að hann komi sjaldan til Bolungarvíkur í seinni tíð og tengi ekki mikið við staðinn. Það sé fortíðin. Hann er í ágætu sam- bandi við frændgarð sinn sem upp til hópa hefur farið hefðbundnari leið í lífinu en hann. „Ég veit að sumum finnst ég of beinskeyttur, óbilgjarn og jafnvel dónalegur enda hika ég ekki við að láta frændur mína í sjálf- stæðiskarlarótaríheiminum heyra það þyki mér ástæða til,“ segir hann hlæjandi. „Íhaldssemin er svo sterk í blóðinu. Lífið er svarthvítt, jakkaföt og bindi. Að því sögðu er þetta hjartahlýtt og velviljað fólk sem mér þykir vænt um. Við Stig höfum alltaf verið samþykktir og hluti af hópn- um.“ Það er sem fyrr segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður sem skrifar Berskjaldaður. Einar Þór segir þau hafa kynnst fyrir nokkrum árum vegna samskipta HIV Íslands og Læknablaðsins, þar sem Gunnhildur starfar. „Upp- haflega pælingin var að skrifa sögu með HIV og alnæmi í forgrunni en smám saman varð þetta líka mín persónulega saga. Ferlið tók tæp tvö ár. Við Gunnhildur náum ofboðs- lega vel saman og erum orðin mjög góðir vinir. Hún gæti verið dóttir mín og við erum um margt ólík; ég hommi í miðbænum en hún móðir í úthverfunum. Þannig lýsir Gunn- hildur sér en það er samt ekkert hversdagslegt við hana. Hún er mjög hæfileikarík og frjó og með rætur á landsbyggðinni eins og ég. Ættuð frá Hólmavík þar sem pabbi hennar er í útgerð. Það var mjög ánægjulegt að vinna þetta með Gunnhildi en tilgangurinn var aldrei að græða peninga á útgáfunni, held- ur segja þessa sögu. Í því er fólgin ákveðin hreinsun.“ Erfitt en skemmtilegt Ríflega sextugur lítur Einar Þór stoltur yfir farinn veg. „Pabbi hafði á sínum tíma alveg rétt fyrir sér þegar hann óttaðist að líf mitt yrði erfitt. Það hefur verið það, sérstaklega á köflum. En um leið hefur það verið mjög skemmtilegt; fjölbreytt, litríkt og innihaldsríkt. Ég hef kynnst ótrúlega mörgu fólki og upplifað meira en líklega flestir. Fyr- ir það er ég ákaflega þakklátur.“ Hann er ekki síður ánægður með þá gríðarlegu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur til samkynhneigðar á Ís- landi frá því að hann kom sjálfur út úr skápnum fyrir 35 árum. „Óhætt er að tala um byltingu í þeim efnum og það er æðislega gaman að hafa tekið þátt í henni. Það er tvennt ólíkt að vera samkynhneigður á Íslandi 1985 og 2020 og í raun ekki hægt að bera þetta saman. Í dag er það algjör und- antekning ef einhver upplifir erfið- leika eða höfnun við að koma út úr skápnum.“ Spurður um framtíðarplön kveðst Einar Þór alltaf vera með verkefni á prjónunum. Hann þrífist ekki öðru- vísi. „Áföll geta veikt okkur en þau geta líka styrkt okkur. Mín reynsla er sú að maður geti átt gott líf þó sorg búi innra með manni og fylgi manni alla tíð. Þess vegna er ég staðráðinn í því hér eftir sem hingað til að reyna að hafa gaman af lífinu. Maður veit aldrei hvenær það er búið. Og mikið verður nú gaman hjá okkur þegar þessum faraldri loksins lýkur. Þetta hefur reynt á okkur öll en mín trú er sú að við verðum fljót að gleyma þessu ástandi og fara að njóta okkar á ný. Við höfum svo margt að vera þakklát fyrir, ekki síst þessa hvers- dagslegu hluti sem við vitum nú að eru ekkert endilega sjálfsagðir; svo sem að fara í leikhús eða ræktina. Nú eða bara knúsast.“ Allt snýst um ástina Við endum þar sem við byrjuðum – á ástinni. „Þegar upp er staðið snýst lífið allt um ástina. Ég leitaði og ég fann. Sem er alls ekki sjálfgefið. Fyr- ir það er ég ofboðslega þakklátur. Ég var heppinn að finna Stig og líf okkar saman hefur verið ákaflega inni- haldsríkt. Nú er hann óðum að hverfa inn í heim gleymskunnar en ég stend sem fyrr með honum. Stoltur af mín- um manni. Hann er eldri og veikur en samt hefur reynslan kennt mér að ég gæti alveg eins farið á undan honum. Fari hann á undan trúi ég því að lífs- viljinn og lífskrafturinn verði áfram til staðar og ég haldi áfram að lifa líf- inu, þó ég sjái ekki fyrir mér að ég muni leita mér að nýjum karli. Ég á yndislega dóttur og barna- börn sem ég elska að hitta og góða fjölskyldu og fullt af vinum. Ég er ekki farinn að huga að starfslokum; finnst ég enn hafa nóg að gefa af mér og er tilbúinn í næstu ævintýri í leik og starfi.“ Já, Holly Johnson hitti án efa nagl- ann á höfuðið. Ef eitthvað er þess umkomið að breyta svörtu myrkri í skínandi ljós þá er það máttur ást- arinnar. Aflið að ofan. 20.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11                                            ! "    #                                 $        %  !&'()       ! " *+ ,        ! " !-        ! " !-        ! " *+ ,  .      ! " Kringlan - jens.is - Smáralind !-     $      *+ ,          !-  .        !&'()         !&'()         /)' -  0( 1    .      2)(     3 , 3 ' ( ' #0 # *- '-  ) 2  0         4 5  - .     2)(     3 3  ' ( '  0          2)(          ,    2)(    

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.