Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 18
Við bjuggum í París þar sem við unnumsem grafískir hönnuðir á sviði menn-ingar og lista og unnum meðal annars fyrir tímarit um mat í fimmtán ár. Við opnuð- um sælkeraverslunina Hyalin í júní árið 2017 á Íslandi. Í versluninni bjóðum við upp á gæða- vörur frá Frakklandi. Verslunin stendur við Hverfisgötu og er eina verslunin í landinu í sínum gæðaflokki,“ segja þeir og bæta við að markmiðið sé að bjóða upp á gæðavörur frá litlum sjálfstæðum frönskum fjölskyldufyrir- tækjum. „Við vinnum ekki með stórum matvæla- framleiðendum og við eigum viðskipti beint við vörumerkin án þess að nota dreifingaraðila. Við prófum allar vörur sjálfir áður en við bjóð- um upp á þær í versluninni. Það sem við elsk- um að gera er að leiðbeina viðskiptavinum okkar með vörurnar sem þeir kaupa hjá okkur. Það er okkar styrkleiki að þeirra mati og greinir okkur frá öðrum verslunum hér. Við erum sífellt að bæta við vöruúrvalið okkar og völdum við ítalskar gæðavörur sem við nú bjóðum upp á í versluninni.“ Vildu upplifa eitthvað alveg nýtt Ástæðan fyrir því að þeir fluttu til Íslands var í grunninn til að upplifa eitthvað nýtt í lífinu. „Við völdum Ísland þrátt fyrir veðrið og höf- um notið þess að búa hér svona nálægt náttúr- unni sem við kunnum einstaklega vel að meta. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir að hafa komið hingað.“ Hvernig eru jólin í Frakklandi? „Jólin í Frakklandi eru framar öllu öðru fjöl- skylduhátíð. Þá myndast tækifæri til að hittast og borða góðan mat og dekka fín vín. Frakkar elska að elda saman. Matseðillinn er planaður mörgum vikum áður, til að fá besta hráefnið sem völ er á fyrir jólin. Í Frakklandi er matur- inn heilagur. Það er engin ein dæmigerð frönsk máltíð til. Flestir réttir eru frá ákveðnum svæðum í Frakklandi og skiptir því máli hvar þú ert að borða um jólin í Frakk- landi. Að sjálfsögðu eru til nokkuð dæmigerðir réttir sem bornir eru fram víða um Frakkland um jólin.“ Aðfangadagur jóla hljómar ótrúlega sjarm- erandi á franska vísu. „Það er hefð fyrir því að fólk hittist á að- fangadag á bilinu sjö til átta um kvöldið og byrji að gæða sér á litlum réttum með glasi af kampavíni um hönd. Þetta er tíminn sem fólk nýtur þess að borða alls konar smárétti og þykir aðalatriðið að bjóða upp á eitthvað nýtt fyrir bragðlaukana. Kvöldverðarborðið á að vera smart. Frakk- ar nota vanalega hvíta borðdúka og tauservétt- ur svo ekki sé minnst á fallegustu diskana okk- ar og glösin. Upp úr klukkan níu er boðið upp á tvo forrétti. Annar þeirra er oft sjávarréttur, til dæmis ostrur, en sniglar eru einnig vinsælir og síðan er að sjálfsögðu boðið upp á foie gras. Þá er borinn fram aðalréttur sem getur verið önd, kalkúnn, lamb eða hvítur fiskur. Það fer allt eftir því hvar þú ert í Frakklandi. Síðan er boðið upp á stóran disk af ostum og fallegan viðeigandi eftirrétt. Ég held að meirihluti Frakka sé ennþá með Bûche de Noël-jólakökuna, þótt það séu engar reglur um það lengur. Það er hefð fyrir því að bjóða upp á kvöld- verðarboð á jólunum þar sem borðað er í margar klukkustundir. Umræðuefnið er fal- legt og skemmtilegt, eða í það minnsta ekki talað um stjórnmál, sem gengur oftast eftir. Við förum vanalega ekki að sofa fyrr en eitt eða tvö á nóttunni, þegar við höfum gefið hvort öðru gjafir og þá fáum við okkur einn drykk fyrir nóttina og förum svo að sofa.“ Það er svipað í gangi á jóladag, nema að þá er aðalmálsverðurinn í hádeginu. Blómin gera mikið fyrir stofuna. Stílhreint og fallegt fyrir jólin. Didier Fitan og Arnaud-Pierre Fourtané. „Svo lukkulegir að þurfa ekki að vera í jólapeysum í Frakklandi“ Arnaud-Pierre Fourtané og Didier Fitan eru frá Suðvestur- Frakklandi og bjuggu í París um árabil áður en þeir fluttu til Íslands fyrir fimm árum. Þeir eru einstakir listamenn og sælkerar fram í fingurgóma og ætla að láta Frakkland koma til sín þessi jólin í gegnum mat og drykk. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Fallegir hlutir á hillu á heimilinu. Það er ýmislegt í eldhúsinu úr sælkeraversluninni Hyalin.  18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.