Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 2020 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is Verið velkomin í heimsókn Mikið úrval hvíldarstóla fyrir alla Hvíldin byrjar í LÚR LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Sparkendur á Englandi komast ekki á frí um jólin fremur en endranær; þvert á móti er aukið við álagið á þá góðu drengi. Veislan hefst annan í jólum með sex leikjum og þeirri umferð lýkur daginn eftir, sunnudaginn 27. desember. Næsta umferð hefst strax mánudaginn 28. desember og verða leikir á dagskrá í úrvalsdeildinni daglega til mánudagsins 4. janúar, að gamlárs- degi undanskildum, sem skýtur skökku við; það er ekki eins og búið sé að bjóða mönnum í samkvæmi eða á brennu. Af forvitnilegum leikjum má nefna Lundúnaslag Arsenal og Chelsea á öðrum degi jóla; viðureign Úlfanna og Tottenham Hotspur 27. desember og heimsókn meistara Liverpool til New- castle 30. desember. Manchester United og Aston Villa heilsa nýju ári í Leikhúsi draumanna; Manchester City mætir á Brúna 2. janúar og törninni lýkur á mögulegum toppslag Southampton og Liverpool á Maríuvangi 4. janúar. Tottenham-mennirnir Harry Kane og Son Heung-Min gefa ugglaust engan afslátt um jólin. AFP Allir fara í jólaknöttinn Ætlarðu út Salah um jólin? Nei, ég verð í vinnunni. AFP Stíf jólatörn framundan hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. „Um klukkan 9 í gærmorgun lagðist Arnarfellið að bryggju hjer í Reykjavík. Skipið kom full- hlaðið vörum frá höfnum við Miðjarðarhaf. Meðal varanna voru 21.000 kassar af hinum langþráðu appelsínum, sem inn- flutningur var leyfður á fyrir þessi jól.“ Þessa gleðilegu frétt mátti lesa í Morgunblaðinu á þessum degi árið 1950. Þar kom einnig fram að skipið hefði hreppt hið versta veður í þessari ferð og þakka mætti það dugnaði skipshafnar og skipstjóra að ávextirnir hefðu komist hing- að til lands í tæka tíð. „Þann 14. des. náði veðurofsinn hámarki, og þann dag allan var neyð- arþjónusta um borð. Var skipið þá statt djúpt út af Biskayaflóa. Þar á flóanum voru stödd 7 skip, sem voru hætt komin og sendu út neyðarmerki. Af þeim fórust 23 menn þennan dag.“ Uppskipun appelsínanna hófst strax sama morgun. „Voru ávextir sendir vestur um land með Esju í gærkvöldi og Eldborg átti að fara austur um land með ávextina. Í dag verður unnið að sendingu þeirra í búðirnar í Reykjavík.“ GAMLA FRÉTTIN Appelsín- urnar komnar Appelsínur voru ekki sjálfgefinn munaður um jólin fyrir sjötíu árum. AFP ÞRÍFARAR ÁRSINS Alma D. Möller landlæknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.