Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 alræðisafla getur verið ágeng eins og faraldur. Í slíkri sókn verða ómeðfærilegir lögmenn og sjálfstæðir dómarar gjarn- an skotspónn valdhafa sem vilja fara sínu fram án tillits til mannréttinda og laga. Vel fór því á hvatningu Dómarafélags Íslands til utanríkis- ráð herra að beita sér gegn hreinsunum dómara í Tyrklandi. Lög mannafélagið tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi lög- manna félaga og á m.a. aðild að Evrópusamtökum lög- manna og alþjóða samtökum þeirra. Þessi samtök hafa lýst vanþóknun á aðgerðum tyrkneskra yfirvalda gagnvart dómurum þar í landi. Gefist tilefni til kann þó meira að þurfa til og félagið er viðbúið. Sé horft nær, og nánar að gáð, sést að nær heimahögum á sér stað ískyggileg þróun. Vestræn samfélög hafa t.d. í auknum mæli lögfest margvíslegar neyðarráðstafanir sem er ætlað að sporna við hryðjuverkum. Hryðjuverk eru svívirðileg og barátta gegn þeim er göfug. En tilgangurinn getur aldrei helgað meðalið. Tryggja verður lág marksréttindi borgaranna þegar sett eru laga- ákvæði sem heimila jafn frekleg inngrip í frelsi þeirra og raun ber vitni. Tryggja verður t.d. rétt þeirra sem sviptir eru frelsi til að verða leiddir fyrir dómara og fá réttláta úrlausn sinna mála innan hæfilegs tíma. Sé þessa ekki gætt er hætt við að lög um neyðarráðstafanir verði á endanum tæki í höndum lýðskrumara. Í þessu sam bandi er hollt að minnast að engin trygging er fyrir að þeir sem lýðræðið leiðir til valda hverju sinni kunni að fara með neyðartæki sem þessi. Því til staðfestu er nóg að lesa fréttir um stjórnmálabaráttu dagsins í dag. Þar birtast okkur oft uppvöðslusamir stjórnmálamenn sem kalla eftir gerræðislegum aðgerðum gegn þjóðfélagshópum sem eiga undir högg að sækja. Vafasamt er að treysta slíkum æsingamönnum fyrir jafn vand meðförnum tækjum og til staðar eru vegna barátt- unnar gegn hryðjuverkum. Slík tæki er unnt að misnota til að ná fram öðrum markmiðum. Þetta birtist okkur Íslend ing um áþreifanlega þegar bresk yfirvöld beittu þar lendri hryðju verkalöggjöf gegn íslenskum aðilum við banka hrunið. Annað dæmi, öllu alvarlegra, er svo hægt að taka frá fjórða áratug síðustu aldar í Þýskalandi. Annað atriði sem virðist háskalegt þegar horft er til um- heims ins er sá hraði sem tíðkast nú í löggjafarstarfinu. Frá því lagafrumvörp eru kynnt og þar til þau eru samþykkt líður oft knappur tími. Þannig er unnt að komast hjá lýðræðislegri umræðu sem alla jafnan orkar sem hraða- hindrun á gerræði og misnotkun valds. Færa má rök fyrir að þetta hafi átt sér stað í nágrannalöndunum við setningu nýrrar löggjafar sem skar réttindi flóttamanna við nögl, eins og framast var talið að alþjóðlegir sáttmálar leyfðu. Óðagot af þessum toga lýsir vanvirðingu gagnvart kröfu réttarríkisins um að vandað sé til löggjafar og réttaröryggi sé tryggt. Og ekki þarf að fara til útlanda í leit að dæmum sem þessum. Algengt er hér á landi, ekki síst við stefnu- mótun á sviði peningamála, að íþyngjandi löggjöf sé afgreidd í snar hasti og jafnvel í skjóli nætur. Að baki kunna að búa lofsverð markmið en því miður virðast gæðin í laga- smíðinni oft hafa verið í öfugu hlutfalli við ágæti hinna yfir lýstu markmiða. Sérstakur smánarblettur á þessari laga- setningu er virðingarleysið sem iðulega birtist í henni fyrir þagnarskyldu lögmanna. Þótt vissulega hafi verið þörf fyrir skjótvirkar aðgerðir strax í kjölfar bankahruns, þegar efnahagsleg velferð þjóð ar- innar hékk á bláþræði, virðast í dag engin sérstök neyðar- sjónarmið réttlæta hamagang við setningu laga um efna- hagsmál. Þar fyrir utan virðist ástæðulaust að afgreiða slík mál á þeirri forsendu að þau geti haft áhrif á gerðir markaðs aðila. Ótal mál geta haft slík áhrif og ef á slík rök yrði fallist yrði þess skammt að bíða að fjárlög verði afgreidd án umræðu í skjóli nætur. Hér er því um að ræða slæman ávana sem væri æskilegt að leggja af. Leyfum hinni lýðræðislegu umræðu að njóta sín þar sem hagsmunaaðilar og aðrir sem þekkja til fá svigrúm til að tjá sig. Lína slf. Hjördís I. Kvaranlöggiltur skjalaþýðandi lina@centrum.is Alhliða þýðingarþjónusta enska – franska – spænska

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.