Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 29
Fyrri dagurinn var helgaður almenn-
um umræðum og kynningu á gjaf-
sókn ar fyrir komulagi í hverju landi
fyrir sig auk umfjöllunar um hvaða
breyt ingar hafi orðið nýlega eða séu
í um ræð unni. Síðari dagurinn var
svo helg aður umfjöllun um gjafsókn
til handa hælisleitendum og hvernig
Norðurlöndin taka á málefnum þeirra
og rétti til aðgangs að dómstólum.
Reglur um gjafsókn
Gjafsókn á Norðurlöndum hvílir alls
staðar á sama grunni og er byggð á
því að aðstoða þá efna minni við að
halda fram rétti sínum fyrir dóm -
stólum, enda eru það grund vallar-
mann rétt indi hvers einstaklings að
eiga aðgang að dóm stólum til að setja
niður deilur og einn af meginþáttum
réttar ríkisins. Útfærsla á kerfinu er
síðan mismunandi milli landa.
Á öllum hinum Norðurlöndunum nær
gjaf sókn einnig til lögfræðilegrar ráð-
gjafar og jafnvel samningaviðræðna.
Í Finn landi starfa lögfræðingar og
lög menn á ríkisreknum stofnunum
um allt land og taka að sér ráðgjöf og
dóms mál. Svipað fyrirkomulag er í
Noregi en í Svíþjóð og Danmörku leita
einstaklingar til lögmanna eftir ráðgjöf
sem geta síðan sótt um gjafsókn þótt
ekki sé um dómsmál að ræða.
Tilefni til málssóknar
Á Íslandi verður ávallt að sýna fram á
tilefni til málssóknar til að fá gjafsókn.
Svipaðar reglur eru í Danmörku og
Noregi og var nokkur umræða um
slíkar takmarkanir og réttmæti þeirra.
Í Finnlandi og Svíþjóð taka skrif stof-
urnar við öllum og fara áfram með þau
mál sem viðkomandi vill. Finnar og
Svíar eru hins vegar afar áhyggjufullir
yfir því hversu fjárfrekt kerfið sé orðið
og hið opinbera leggur mikla áherslu
á að leita leiða til að skera það niður.
Hælisleitendur
Mikil aukning innflytjenda og hælis-
leit enda var á síðasta ári á öllum Norð-
ur löndunum. T.a.m sóttu 30 þúsund
manns um hæli í Finnlandi árið 2015,
miðað við 3 þúsund árið á undan.
Í Noregi sóttu um 2.500 manns á viku
um hæli seinni hluta ársins 2015 en
venjulega eru umsóknir um 250 á viku.
Í Danmörku sóttu ríflega 21 þúsund
manns um hæli árið 2015 mið að við
14 þúsund árið 2014.
Vegna þessa hefur álagið á stjórn sýslu-
kerfi útlendingamála verið mikið og
eiga öll löndin það sammerkt að veita
fría réttaraðstoð á stjórnsýslustigi, þ.e.
veita aðstoð við kæru til æðra stjórn-
valds ef neitun á hæli er niður staðan
í upphafi. Það er hins vegar almennt
ekki veitt réttaraðstoð við upphaflega
umsókn um hæli við komu til landsins.
Ýmis útfærsla var þó eftir löndum og
mis mikil aðstoð veitt. Í Noregi er t.a.m.
ekki veitt frí réttaraðstoð á æðra stjórn-
sýslu stigi nema niðurstaðan sé sú að
upphafleg ákvörðun um neitun á hæli
sé snúið við. Er það augljóslega gagn-
rýnivert og aðstoð þannig miklum tak-
mörk unum háð.
Þyrí Steingrímsdóttir hrl.
Í byrjun september var haldið norrænt málþing um
gjafsóknarmálefni í Helsinki. Tveir fulltrúar voru frá hverju
landi en auk greinarhöfundar, sem sótti þingi á vegum
LMFÍ, sótti Haukur Guðmundsson hdl., formaður
gjafsóknarnefndar, málþingið á vegum
innanríkisráðuneytisins.
MÁLÞING
UM GJAFSÓKN Í FINNLANDI