Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 Í október 2015 lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík, illu heilli, lögbann á nokkur íslensk fjarskiptafyrirtæki sem bannar þeim að „veita viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum www.deildu.net, www.deildu.com, www. iceland.pm, www.icetracker.org, www.afghanpirate.com, www.deildu.eu, www.thepiratebay.se, www.thepirate bay.sx og trepiratebay.org“, eins og það er orðað. Grein þessi er skrifuð nú í tilefni þess að tvö fyrirtækjanna, Símafélagið ehf. og Hringiðan ehf., una ekki lög bann inu og leita nú réttar síns fyrir dómstóli. Hér verður reynt að sýna fram á hversu gagns laust, skað legt og ósanngjarnt það er að þvinga fjar skipta fyrirtæki til að útiloka heim ilis föng (e. DNS blocking) í efsta lagi burðarvirkis Internetsins, þ.e.a.s. í nafnakerfinu (e. DNS-system) sem allir netþjónustuaðilar starfa í. Á ensku er aðferð þessi ýmist kölluð DNS blocking, DNS spoofing, eða Content blocking via the domain name system. Hér eftir verður orðasambandið DNS fölsun notað. Með grein þessari er ekki ætlunin að mæla ólöglegu niður - hali bót heldur að upp fræða löglærða um hættuna sem skapast þegar aðgangur almennings að tiltekn um heimilis- föngum (lénum) á netinu er hindraður með þessari aðferð. Í fljótu bragði kann að virðast að DNS fölsun sé lítið mál og réttmæt og að lögbannið nái markmiði sínu með því að beita henni. Ekkert af þessu stenzt skoðun. Fótum kippt undan þróun öryggis á netinu Í fyrsta lagi er hér um að ræða stórt alþjóðlegt vandamál sem felst í því að misvitur stjórnvöld hafa beitt aðferð inni, ýmist í góðri trú, án þess að gera sér grein fyrir skaðanum og árang urs leysinu, eða með beinum vilja í tilfelli ritskoðunar. Málið snertir einnig heil brigði og gæði Internetsins en um það hafa verið skrifaðar margar greinar.1 Internetið er sameiginlegur vettvangur almennings um allan heim. Það er óháð gagnvart efninu sem þar má finna og fullkomnlega sanngjarnt í allri sinni virkni, með því að afgreiða fyrirspurnir um lén (DNS fyrirspurnir) eins gagnvart öllum notendum – hvar sem þeir búa. Með lögbanninu hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík hins vegar fyrir skipað tilgreindum innlendum fjarskipta fyrir- tækjum (sem skulu vera hlutlaus og vinna samkvæmt viður- kenndum internetstöðlum) að brjóta eitt af grunnkerfum netsins, DNS kerfið, og þar með kippt fótunum undan þróun undanfarinna ára sem stuðlar að auknu öryggi í nafnakerfi nets ins með því að nota svokallað DNSSEC (e. DNS Security).2 Netþjónustaðili sem notar DNS fölsun til að stjórna net- notkun notenda sinna getur þar með ekki notað DNSSEC tæknina, sem rutt hefur sér rúms undan farin ár, og ISNIC hefur innleitt fyrir .is-lén, til að koma í veg fyrir DNS fölsun 1 Sjá t.d. „Liability of domain name registries: Don’t shoot the messenger“, e. próf. M. Truyens og P. Van Eecke. http://www.sciencedirect.com/science/ article/pii/S0267364915001831 2 Upplýsingar um öryggiskerfið/aðferðina DNSSEC: https://www.icann.org/resources/pages/dnssec-qaa-2014-01-29-en JENS PÉTUR JENSEN ÞJÓÐHAGFRÆÐINGUR LÖGBANN Á HEIMILISFANG OG AFLEIÐINGAR ÞESS

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.