Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 19
Ung stétt fyrirtækjalögfræðinga
Hver er ástæðan fyrir því að lögfræðingar sem starfa í fyrirtækjum
stofna sérstakt félag?
Aðdragandinn að stofnun félagsins hefur verið alllangur
og þessi mál hafa verið að gerjast um nokkra hríð. Að
undanskildum fjármála- og tryggingafyrirtækjum er ekki
ýkja langt síðan stærri íslensk fyrirtæki fóru að ráða til sín
lögfræðinga gagngert til að sinna lögfræðistörfum fremur
en að kaupa lögfræðiráðgjöf alfarið utan frá. Okkar stétt,
ef svo má segja, er því tiltölulega ung. Fljótlega eftir að ég
skipti um starfsvettvang árið 2009 og gekk til liðs við Marel
fór ég að líta í kringum mig eftir tækifærum til að tengja
saman þau okkar sem gegndu svipuðu hlutverki í íslensku
atvinnulífi og jafnframt hvað fagfélögin okkar hefðu upp á
að bjóða varðandi fræðslu og þjónustu við þennan geira.
Satt best að segja var ekki um auðugan garð að gresja.
Ég hóf því að sækja erlendar ráðstefnur og varð fljótlega
virkur í starfi Association of Corporate Counsel (ACC) í
Evrópu. Þar hef ég safnað að mér fróðleik um hvað kollegar
okkar beggja megin Atlantshafsins eru að fást við og komið
upp góðu tengslaneti, sem hefur verið ómetanlegt í því
alþjóðaumhverfi sem ég starfa í.
Alltaf saknaði ég þó vettvangs hér heima þar sem verkefni
og hugðarefni lögfræðinga í fyrirtækjum væri í fyrirrúmi,
og ég veit að það gilti um fleiri. Boltinn byrjaði svo að
rúlla fyrir alvöru þegar við settum saman málstofu á Laga-
deginum árið 2014 um hlutverk lögfræðinga í rekstri fyrir-
tækja, þar sem við leituðum m.a. svara við því af hverju
fyrirtæki ættu að ráða lögfræðinga til starfa og sömuleiðis
af hverju lögfræðingar ættu að sækjast eftir því að starfa
innan fyrirtækja. Málstofan var gríðarlega vel sótt, sú vin-
sælasta það árið. Fljótlega fórum við að leggja drög að
stofnun félagsskapar af þessu tagi og margir lýstu yfir
áhuga á að taka þátt, hvort sem hann yrði formlegur eða
óformlegur. Frumkvæðið varð að koma frá þessum góða
hópi og því létum við verkin tala. Úr varð að við leituðum til
Lögfræðingafélagsins um þann möguleika að fá athvarf þar
og var það auðsótt mál, sem mun hjálpa okkur mikið varð-
andi utanumhald og önnur praktísk mál í framhaldinu.
Félagið var svo stofnað formlega í apríl síðastliðnum og
við erum afar metnaðarfull varðandi starfið framundan.
Af nógu er að taka.
Störf sem teygja sig út fyrir lögfræðina
Hverjir eru sameiginlegir hagsmunir lögfræðinga í fyrirtækjum?
Þeir eru margvíslegir. Fyrst og fremst höfum við hug
á að setja púður í fræðslu- og upplýsingamál til okkar
félagsmanna og auðvitað lögfræðinga/lögmanna almennt
þar sem áhuga efnum þessa hóps hefur ekki verið gerð
sér stak lega góð skil hingað til. Þau kunna að teygja
sig út fyrir mengi lögfræðinnar þar sem okkar félagar
sinna margir hverjir fjölbreyttum hlutverkum hjá sínu
fyrirtæki. Lagadeildir háskól anna mættu t.a.m. sýna enn