Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 13 Öll mál fyrir Landsrétti prófmál Reimar Pétursson hrl., formaður LMFÍ, kynnti tillögurnar fyrir fundar- mönnum. Sagði hann þær endur spegla mála miðlun milli ýmissa viðhorfa sem viðruð hefðu verið á vettvangi stjórnar og vinnuhópsins en að ráðandi sjónar- mið hefði verið að tryggja hagsmuni réttarkerfisins til lengri tíma. Reimar kvaðst telja að í tillögum stjórnar LMFÍ fælust ákveðnar til slak - anir. Þannig gætu öll mál fyrir Lands- rétti orðið prófmál. Þá þyrfti fram vegis eingöngu að flytja 25 mál í héraði í stað 30 áður. Reimar kvað tilslak an- irnar mega rekja til þess að ekki væru allir dómar Landsréttar endan legir og einnig mætti rökstyðja þær með því að þörf væri fyrir aukinn fjölda málflytjenda í Landsrétti vegna mikilla umsvifa dómstólsins. Um væri að ræða framfaraskref fyrir þá sem hygðust afla sér réttinda til mál- flutn ings fyrir Hæstarétti. Sú vegferð hefði reynst mörgum lögmanninum hindrun, ekki síst í seinni tíð þar sem fjöldi mála sem tæk væru sem prófmál væri takmarkaður og það reyndist oft erfiðleikum bundið að fá slík mál að láni frá öðrum lögmanni. Lagabreyting kallar á kerfisbreytingu Þegar Landsréttur tekur til starfa hinn 1. janúar 2018 er ætlunin að hann fái strax til umfjöllunar öll þau mál sem þá eru fyrir Hæstarétti. Landsréttur verður hinn eiginlegi áfrýjunardómstóll og málum ekki áfrýjað til Hæstaréttar nema að útgefnu áfrýjunarleyfi. Reimar benti á að yrðu engar breytingar gerðar á lögmannalögunum fyrir þetta tíma- mark myndu eingöngu hæsta réttar- lögmenn geta flutt mál fyrir Landsrétti. Slíkt gæti haft í för með sér skort á lögmönnum til flutnings mála fyrir Lands rétti og skapað hættu á ákveðnu vandræðaástandi. Tillögum LMFÍ til breytinga á lögmannalögunum væri ætlað að sporna gegn þessu en taka jafn framt tillit til krafna í gildandi lögum um aukin gæði málflutnings og aukna reynslu málflytjenda við áfrýjun dómsmála. Formaður félagsins kvað stjórn þess telja góðar vonir til þess að fá tillögur á borð við þær sem lægju fyrir fundinum inn í áðurnefndan bandorm en frestur til að skila þeim til ráðuneytisins rynni út næsta dag. Stjórnin teldi að ef tekin yrði ákvörðun um að fresta tillögugerð gæti óvissa myndast um framhaldið þar sem málið myndi þá fyrirsjáanlega ekki komast á dagskrá í tæka tíð. Reimar brýndi fyrir félagsmönnum að hafa það í huga að málið yrði að skoðast út frá hags munum réttarkerfisins og að gæta yrði að því að hagsmunir ein- stakra lögmanna eða einstakra hópa lögmanna réðu ekki för. Umræður á fundinum Talsverðar umræður urðu um til- lög urn ar á fundinum og sýndist sitt hverjum. Meðal annars lýsti Kristján Gunnar Valdi mars son þeirri skoðun sinni að ekki ætti endilega að útfæra breyt ing arn ar út frá regl unum eins og þær hefðu alltaf verið. Benti hann í því sambandi á ný legar breytingar sem gerðar hafa verið á ára tuga fram- kvæmd varð andi hand höfn forseta- valds hér á landi. Ennfremur taldi Kristján Gunnar ómál efnaleg stéttar- sjónar mið vera að baki tillögunum þar sem þær stöfuðu frá núverandi hæsta réttar lög mönn um sem virtust vilja halda réttindum til flutnings mála fyrir æðri dómstól fyrir sig. Björn Líndal. Gunnar Jónsson. Kristín Edwald. Kristján Gunnar Valdimarsson. Kristrún Elsa Harðardóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.