Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 Kristín Edwald, sem var formaður nefndar sem undirbjó frumvarpið um milli dómstig, rifjaði upp að vegna þess starfa hefði hún rætt við margt fólk úr réttarkerfinu. Hún lýsti yfir mikilli ánægju með tillögurnar, sem hún taldi vel útfærðar. Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku, sagði stjórn FKL gera ýmsar athuga semd- ir við tillög urnar. Það væri of flókið og ógagn sætt að hafa þrenns konar mis mun andi réttindi til mál flutnings fyrir dómi auk þess sem tillögur LMFÍ væru í engu samræmi við það hvernig réttinda öflun til málflutnings væri háttað á Norður lönd un um. Kristrún Elsa setti fram til lögur FKL um breytingar á lögunum sem annars vegar fela í sér skilyrði um starfs reynslu áður en þreytt er próf til héraðs dóms - lög manns réttinda og hins vegar að til öflunar réttinda fyrir Hæsta rétti þurfi 3-5 ára starfs reynslu á lægri stigum, auk flutnings tveggja próf mála fyrir Hæstarétti. Þá sagði Kristrún Elsa að fyrirhugaðar breytingar á lögmannalögunum væru þess eðlis að það þyrfti að flýta sér hægt enda væri um að ræða mikilvægt mál fyrir réttarkerfið og samfélagið. Undir þetta tók Björn Líndal, sem sagðist þeirrar skoðunar að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar þegar ákvarðanir um atvinnuréttindi manna væru undir og að hættulegt væri að taka slíkar ákvarðanir á fundi sem haldinn væri eingöngu viku eftir að tillögurnar hefðu borist félagsmönnum. Borgar Þór Einarsson taldi tillögurnar heilt yfir skynsamlegar en gerði þó athuga semd við þann hluta sem sneri að því að afnema aðgreiningu á heitum lög manna. Jóhannes Karl Sveinsson, sem á sæti í vinnu hópnum sem vinnur að heildarendurskoðun laganna, lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni að aðgrein ing á heitum lögmanna væri gamal dags og að lögmenn væru ekkert ómerki legri þó þeir væru ekki að vinna við dómstóla alla daga. Þá kvað hann að vinnuhópurinn hefði talið prófa fyrir komulagið fyrir Hæstarétti úrelt og loks að tillögurnar hefðu verið unnar með það að mark miði að reyna að tryggja að almenningur hefði ein hvern hag af þeim einkarétti sem lögmenn hefðu til flutnings mála fyrir dómstólum. Helga Vala Helgadóttir kvaðst vera sammála því að prófafyrirkomulagið í Hæstarétti væri úr sér gengið. Hún gerði hins vegar þá athugasemd að yrðu tillögurnar að veruleika fengi fyrsti nýi hæsta réttar lögmað ur inn ekki réttindi fyrr en árið 2021, en þessi sama gagnrýni kom einnig fram hjá Krist rúnu Elsu. Þá tók Helga Vala undir þá skoðun stjórnar FKL að einkenni legt væri að hér lend is væri öflun réttinda til málflutnings fyrir Hæsta rétti með öðrum hætti en gerðist á öðrum Norðurlöndunum. Gunnar Jónsson, sem einnig á sæti í títtnefndum vinnuhópi, kvað ljóst að ekki væri raunhæft að heildar- endur skoðun kæmist til umræðu á yfirstandandi þingi, þrátt fyrir vilja LMFÍ. Því stæðu lögmenn frammi fyrir vali á milli þess að bregðast við nú með algjörlega nauðsynlegum breytingum, líkt og lagðar voru fram á fundinum, eða láta málið framhjá sér fara. Vinna við endurskoðun lögmannalaganna héldi áfram, en það væri hins vegar ekki verkefni fundarins. Atkvæðagreiðsla Eftir fjörlegar umræður, þar sem lög- menn skiptust á skoðunum um kosti og galla tillögu stjórnar félagsins um breyt ingar á lögmannalögum, fór fram atkvæðagreiðsla með handa- upp réttingu. Varð niðurstaðan sú að tillaga stjórnar LMFÍ var samþykkt með yfir gnæfandi meirihluta þeirra 60 félagsmanna sem sátu hann. Eva Halldórsdóttir. RÚM Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur! Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is | rbrum.is Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til! Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Við bjóðum mismunandi stíeika á dýnum, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.