Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 Tæplega helmingur fulltrúa (63 af 138) finnur fyrir tals- verðri streitu en þeir eru flestir með laun yfir 700 þúsund krónum. Fulltrúar vinna líka langan vinnudag en alls 67% þeirra (93 af 138) vinna 41-50 tíma á viku og 16% (22 af 138) vinna meira en 50 tíma á viku að jafnaði. 15% hvorki í stéttarfélagi né með tryggingar Það vekur sérstaka athygli að alls 21 fulltrúi af 137, eða 15%, er hvorki í stéttarfélagi né með sjúkra- eða slysatryggingu á vegum vinnuveitanda. Þetta þýðir að ef fulltrúi veikist eða slasast þá er hann launalaus að lokinni þriggja mánaða greiðslu vinnuveitanda. Þeir sem eru í stéttarfélagi eða með sjúkra- og slysatryggingu fá hins vegar greiðslu allt upp í eitt ár. Þá er rúmlega helmingur fulltrúa, eða 58% (80 af 137), í stéttarfélagi en þar af eru sex af hverjum tíu (47 af 77) í Stéttarfélagi lögfræðinga og þrír af hverjum tíu (26 af 77) í VR. Flestir með fjölskyldu Einungis 9% (12 af 138) þeirra sem svöruðu könnuninni eru einhleypir en 62% (85 af 138) eru með maka og börn. Þá eru 25% fulltrúa (34 af 138) með maka en barnlausir og 5% þeirra (7 af 138) eru með börn en maka lausir. Þeir sem voru með maka og börn voru spurðir hvort þeir næðu að samræma fjölskyldulíf og vinnu og verja jöfnum tíma á við maka sinn við rekstur heim- ilis ins. 54% (45 af 84) svöruðu því játandi en 40% (34 af 84) neitandi. Fleiri konur en karlar sögðust ná því að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Raddir fulltrúa „Þrátt fyrir að ég sjálfur sé nokkuð sáttur með mín kjör, þá get ég ekki annað en verið ósáttur við þá almennu stöðu sem fulltrúar á lögmannss- tofum eru í. Vegna þess hve háskólar útskrifa marga lögfræðinga er stétt fulltrúa löngu gjaldfallin. Eigendur á lögmannsstofum geta leyft sér að greiða fulltrúum lág laun þar sem samkeppnin um hverja fulltrúastöðu er allt of mikil og óeðlilega mikil. Ég get ekki fallist á það að það sé eðlilegt að héraðsdómslögmaður með starfsreynslu sé með litlu hærri laun en verkamaður. Sérstaklega í ljósi þess að vinnuvika fulltrúans er miklu lengri heldur en vinnuvika almennings. Sú staða sem upp er komin er alfarið á ábyrgð háskólasamfélagsins að mínu mati.” Raddir fulltrúa „Vegna offramboðs í stéttinni er samningsstaða manns mjög léleg og þar af leiðandi geta vinnu- veitendur haldið launum mjög lágum.” Eyrún Ingadóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.