Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 37
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 37
ARNDÍS A. K. GUNNARSDÓTTIR HDL.
húsnæðis, framfærslu og heilbrigðisþjónustu sbr. 32. gr.
laganna, auk þess sem skýrt er kveðið á um hagsmunagæslu
barna í hælisleit, sbr. 33. gr. laganna, og um rétt barna í
hælisleit til skólagöngu.
Stytting málsmeðferðartíma
Viðamestu breytingarnar á nýju lögunum varðandi flótta-
menn og aðra umsækjendur um alþjóðlega vernd, miða að
því að hraða meðferð umsókna. Eru það einkum ákvæði um
stytt ingu kæru fresta og heimildir formanns kærunefndar til
þess að úrskurða einn í kærumálum í tilteknum tilvikum.
Hefur Rauði krossinn bent á að ekki sé þörf á sumum
þessara breytinga til þess að hraða málsmeðferð, en eins og
reynslan sýnir má stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna
umtalsvert með breyttu verklagi og bættri ráðstöfun ríkis-
fjármuna án þess að nokkurra lagabreytinga sé þörf.
Refsileysi vegna ólöglegrar komu
Í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 17. desember 2015 í máli
nr. 345/2015 var flóttamanni frá Sýrlandi ekki gerð refsing,
með vísan til Flóttamannasamningsins, en hins vegar var
ekki talið unnt að mati Hæstaréttar að sýkna manninn á
grundvelli samningsins eingöngu þar eð skýrt lagaákvæði
þess efnis í íslenskum lögum þyrfti til. Hefur nú verið bætt
úr þessu með nýrri 32. gr. hinna nýju laga um útlendinga er
kveður á um að flóttamanni skuli ekki refsað fyrir ólöglega
komu eða vegna falsaðra eða stolinna skilríkja.
Frekari úrbóta er þörf
Þó ýmislegt í frumvarpinu sé til bóta er ekki víst að
allar þær breytingar sem lagðar eru til marki leiðina að
markmiðum um skilvirkni og réttaröryggi, sem vísað er til
í athugasemdum við frumvarp til laganna. Þvert á móti má
færa rök fyrir því að tilteknar breytingar geti haft neikvæð