Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 34
34 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 HEIMILISOFBELDI Í STRASSBORG Þessar breytingar eru í samræmi við aðgerðir sem stjórnvöld hefðu engu að síður þurft að grípa til svo að full- gilda mætti samning Evrópu ráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilis- ofbeldi. Enn er unnið að undirbúningi full gildingu samningsins. Samn ing ur- inn var samþykktur í Istanbúl í Tyrk - landi og hefur verið vísað til hans sem Istan búl samningsins vegna þessa. Tyrkir voru einnig fyrstir ríkja til þess að full gilda samninginn eftir að hann var samþykktur árið 2011. Af dóma- fram kvæmd Mann réttinda dóm stóls Evrópu og skýrslum mann réttinda- sam taka að ráða mátti margt bæta í tyrk neskri löggjöf og fram kvæmd varð- andi heimilis ofbeldi. Með full gild ingu samningsins réðust Tyrkir í ýmsar laga- breytingar í því skyni að bæta meðferð slíkra mála í réttar kerfinu. Því er ekki víst að niðurstaða Mann- réttinda dómstóls Evrópu í málinu Halime Kılıç v. Turkey (kæra nr. 63034/11) endur spegli fyllilega gild- andi fram kvæmd þar í landi. Engu að síður koma fram ýmis sjónarmið í niður stöðu dómstólsins sem rétt er að vekja athygli á í tengslum við íslenska framkvæmd. Fyrra tyrkneska málið Kærandinn i málinu er móðir konu sem sætti heimilisofbeldi af hendi eigin manns síns. Frá miðjum júlí til okt óber loka árið 2008 lagði konan fjórum sinnum fram kærur eða kvart - anir til þar til bærra yfirvalda vegna ofbeld is og hótana mannsins. Þrisvar sinnum var með dómi fallist á kröfur hennar um brottvísun hans af heimili þeirra og að hann skyldi sæta nálg- unar banni. Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunar bönnum og beitti konuna frekara ofbeldi. Þrátt fyrir að heimildir stæðu til þess, og konan færi fram á það, var honum ekki gert að sæta gæsluv arðhaldi eða annarra þvingunar ráðstafana vegna þessa. Í síðasta skiptið sem konan leitaði til yfirvalda vegna mannsins tilkynnti hún einnig um brottnám hans á tveimur börnum þeirra og óskaði eftir liðsinni lögreglu þar sem að hún óttaðist veru- lega um líf sitt. Tveimur vikum síðar banaði maðurinn konunni og framdi í framhaldinu sjálfsmorð. Dómur MDE Dómstóllinn féllst í málinu á kröfur kærandans um að meðferð málsins fæli í sér brot tyrkneskra stjórn valda á réttinum til lífs í 2. gr. samnings ins og bann við mismunun í 14. gr. sbr. 2. gr. Sérstaklega taldi dóm stóll inn úrræða- leysi yfirvalda við að fylgja eftir þving- Á liðnum misserum hefur umræða um heimilisofbeldismál á Íslandi aukist svo að eftir hefur verið tekið. Árið 2008 tóku gildi lagabreytingar sem fólu í sér að lögreglu varð heimilt að gera ein staklingi sem grunaður var um að beita maka sinni heimilisofbeldi að víkja af heimilinu í ákveðinn tíma. Breyt ing in var að austur rískri fyrir mynd sem er ástæða þess að þetta hefur verið kallað austurríska leiðin. Vinnulag við rann sókn og saksókn ætlaðra heim ilis ofbeldis mála hefur einnig tekið breyt ing um og samvinna lögreglu og félags- og barna verndar þjónustu sveitar félaga hefur verið formgerð í fjölda sveitar félaga til þess að tryggja bætta meðferð mála af þessum toga. Þessar breytingar eiga meðal annars rætur sínar að rekja til breytinga sem lög reglan á Suðurnesjum gerði undir forystu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglu stjóra og hefur síðan verið vísað til sem Suðurnesjamódelsins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.