Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/20 15
Konur nær helmingur nýliða
Á síðastliðnum tíu árum hefur félagsmönnum Lögmanna-
félagsins fjölgað um 27%, eða úr 826 félagsmönnum árið
2010 í 1.052 félagsmenn árið 2020.
Árið 2010 voru konur í hópi félagsmanna 217 talsins, eða
25,2%, en árið 2020 voru þær 324, eða 30,8% félagsmanna.
Á síðustu tíu árum hefur konum í félaginu því fjölgað um
108 og körlum um 118 sem þýðir að þær eru nær helmingur
nýliða, eða 48%.
Ef við gefum okkur þær forsendur að fjöldi félagsmanna
verði áfram svipaður og nú er (þeim hefur ekki fjölgað
svo að neinu nemi frá árinu 2014), konur verði áfram
helmingur nýliða og að allir sem í dag eru 50 ára eða
eldri verði hættir störfum árið 2040, má reikna með að
það ár verði karlar 57,4% félagsmanna og konur 42,6%.
Völva félagsins spáir því blákalt að hlutfall kvenna og karla
verði ekki jafnt meðal félagsmanna fyrr en á seinni hluta
21. aldar.
Aldursdreifing
Þegar aldursdreifing félagsmanna Lögmannafélagins er
skoðuð kemur í ljós að konur eru hlutfallslega mun fleiri
í yngri aldursflokkum en karlar. Hlutfall kvenna sem eru
undir 50 ára er 73,5% á móti 55,6% hjá körlum. Þess má
geta að konur undir 50 ára eru 238 talsins og karlar eru
alls 403.
Hlutfall kvenna sem eru undir 40 ára er 41% á móti 28,5%
hjá körlum. Konur undir 40 ára eru 133 talsins og karlar
eru alls 202.
Aldur og störf
39,8% kvenna starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum á móti
20,5% karla. Þegar skyggst er bak við tölurnar kemur í ljós
að 126 konur og 149 karlar starfa sem innanhússlögmenn
en ef fram heldur sem horfir munu konur verða mun fleiri
í þessari starfsgrein. Þær virðast sækja meira í að gegna
lögmannsstörfum hjá öðrum.
Hlutfallslega mun fleiri karlar eru aftur á móti sjálfstætt
starfandi lögmenn, eða 61,1% á móti 36,1% kvenna. Þegar
skyggst er bak við þær tölur kemur í ljós að 444 karlar
og 117 konur eru sjálfstætt starfandi. Það er því ljóst að
helsta karlavígi lögmennskunnar, að vera sjálfstætt starfandi
lögmaður, verður seint fellt ef fram heldur sem hingað til.
EI
Á meðfylgjandi myndum eru upplýsingar um aldur karla og kvenna í LMFÍ eftir því hvar þau starfa. Þess má geta að einungis 20 félagsmenn, tíu
karlar og tíu konur, eru 29 ára og yngri en þar af eru 17 þeirra fulltrúar lögmanna. 80 ára og eldri eru fjórir karlar ennþá sjálfstætt starfandi og
einn er fulltrúi lögmanns.