Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 34

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 34
34 Iðjuþjálfar eiga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á heilbrigðissviði og að öllu jöfnu eru þeir hluti af teymi fagmanna. Teymismeðlimir þurfa að þekkja sitt eigið hlutverk sem og þekkja hlutverk annarra teymismeðlima svo að árangursrík teymisvinna geti átt sér stað. Aukinn áhugi hefur verið undanfarin ár á því að þróa þverfaglegt nám til að bæta gæði samvinnu meðal heilbrigðisstarfsstétta í skjólstæð- ingsmiðaðri þjónustu. Markmið þverfaglegs náms er að nemendur frá tveimur eða fleiri fagstéttum læri með hvor öðrum og um hvor aðra svo þeir verði færir um að eiga í árangursríkri samvinnu og bæta með því heilbrigðisþjónustuna. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf og þekkingu hjúkrunarfræðinema á þriðja og fjórða ári við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri á iðjuþjálfun annars vegar og að bera saman þekkingu og viðhorf milli skólanna tveggja hins vegar. Einungis ein svipuð rannsókn hefur verið gerð á viðfangsefninu á Íslandi og var það fyrir 19. árum. Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn. Úrtakið var 243 nemendur á þriðja og fjórða ári í hjúkrunarfræði á Íslandi, þar af voru 103 í Háskólanum á Akureyri og 140 í Háskóla Íslands. Notaður var spurningalisti sem sendur var rafrænt til þátttakenda til að afla upplýsinga um viðhorf og þekkingu þeirra á iðjuþjálfun. Svarhlutfallið var 46,9% þar sem 114 nemendur svöruðu könnuninni. Niðurstöður voru settar fram með lýsandi tölfræði í texta, töflum og súluritum. Helstu niðurstöður sýna að þekking þátttakenda á iðjuþjálfun er takmörkuð en viðhorf þeirra til iðjuþjálfunar er almennt jákvætt. Ekki er munur á þekkingu og viðhorfi milli nemenda í skólunum tveimur. Meirihluti þátttakenda telur sig þekkja hlutverk og starfsvettvang iðjuþjálfa en þrátt fyrir það hefur stærstur hluti þeirra ekki fengið fullnægjandi fræðslu um iðjuþjálfun í námi sínu og flestir sögðu að heimsókn á starfsvettvang iðjuþjálfa væri ekki liður í námi þeirra. Af þessu má sjá að bæði Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands þarf að auka fræðslu milli fagstétta á heilbrigðissviði, til dæmis í formi þverfaglegs náms, þar sem það hefur sýnt sig að þekking á hlutverkum annarra fagstétta skilar sér í árangursríkari teymisvinnu og þar af leiðandi betri heilbrigðisþjónustu. Lykilhugtök: Iðjuþjálfun, hjúkrunarfræði- nemar, viðhorf, þekking, teymisvinna, þverfaglegt nám. Viðmiðunarstaðlar um færni fagstétta eru mikilvægir til að stuðla að öruggri og skilvirkri þjónustu, auka gagnsæi og aðgreina hlutverk ólíkra starfsstétta, sem og til áhrifa á mótun náms. Mikilvægt er að tekið sé mið af þörfum samfélagsins, menningu þess og sjónarmiðum við þróun slíkra staðla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf iðjuþjálfa á Íslandi, af fjölbreyttum starfsvettvangi og með mislangan starfsferil, til þeirrar færni sem nýútskrifaðir iðjuþjálfar eiga að hafa. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða færni þurfa nýútskrifaðir iðjuþjálfar að hafa til að veita góða og skilvirka þjónustu, að mati iðjuþjálfa á Íslandi? Um er að ræða eiginlega rannsókn þar sem gagna var aflað með tveimur rýnihópum sem fram fóru í Reykjavík og á Akureyri í apríl 2017. Þátttakendur í rýnihópnum í Reykjavík voru þrír talsins en á Akureyri voru þeir helmingi fleiri. Stuðst var við opinn viðtalsramma sem hannaður var af rannsakendum. Við mótun viðtalsrammans og greiningu gagna var notast við sniðmátun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru settar fram í sex þemum: Samband iðju, einstaklings og umhverfis og tengsl við heilsu; Eflandi og fagleg tengsl; Þjónustuferli iðjuþjálfa; Fagleg rökleiðsla og atferli; Samhengi starfs og breytingasýn og Að nota sjálfan sig sem verkfæri. Rauði þráðurinn í umræðum þátt- takenda var mikilvægi samskiptafærni iðjuþjálfans og myndun eflandi tengsla. Samhljómur var um nauðsyn þess að iðju- þjálfi sé sveigjanlegur, bæði í starfi og samskiptum og að hann hafi skjólstæðings- miðaða nálgun sér ávallt að leiðarljósi. Mikilvægi þess að iðjuþjálfi láti rödd sína heyrast kom einnig skýrt fram þar sem um var að ræða hlutverk hans sem breytingar- aðila, talsmanns og frumkvöðuls. Þá töldu viðmælendur sjálfstraust og sjálfsþekkingu iðjuþjálfa skipta megin máli sem grunn að færni hans. Þótt niðurstöður rannsóknar- innar bendi til þess að ákveðinn samhljómur sé við alþjóðlega færnistaðla er mikilvægt að viðhorf iðjuþjálfa hvers lands séu könnuð. Lykilhugtök: færni - iðjuþjálfar - færnistaðlar - eigindleg rannsókn Höfundar: Halldóra Sif Sigurðardóttir og Rakel Bærings Halldórsdóttir Leiðbeinandi: Gunnhildur Gísladóttir Höfundar: Sigrún Björg Steinþórsdóttir og Katrín Elva Eiríksdóttir Leiðbeinandi: Sonja Stelly Gústafsdóttir VIÐHORF OG ÞEKKING HJÚKRUNARFRÆÐINEMA Á IÐJUÞJÁLFUN „ÞETTA ER STÓRKOSTLEGUR GRUNNUR TIL AÐ GERA NÁNAST HVAÐ SEM ER“ FÆRNI NÝÚTSKRIFAÐRA IÐJUÞJÁLFA: SJÓNARHORN IÐJUÞJÁLFA Á ÍSLANDI

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.