Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 22
22
Þann 1. mars 2018 hóf endurhæfingarteymi
formlega störf innan heimaþjónustu í efri
byggð Reykjavíkur samkvæmt hugmynda-
fræði sem nefnist „Hverdags rehabilitering“
eða Endurhæfing í heimahúsi. Hugmynda-
fræðin á rætur sínar að rekja til verkefnis
„Længst muligt i eget liv“ í sveitarfélaginu
Fredericia í Danmörku árið 2007 sem ætlað
var að virkja eldri borgara og styrkja þá til
að vera virkir þátttakendur í eigin lífi sem
lengst. Hugmyndafræðin hefur síðan þá
verið í stöðugri þróun og rutt sér til rúms
víða um heim með jákvæðum árangri,
sérstaklega á Norðurlöndunum. Þetta
verklag í heimaþjónustu er ný nálgun og
töluvert ólík því sem nú þekkist hér á landi
þar sem þjónustuþeginn er meira við
stjórnvölinn en áður. Í stað þess að
sveitarfélagið skilgreini fyrirfram hvaða
þjónusta er í boði þá er lagt fyrir matstækið
COPM (Canadian Occupational Perform-
ance Measurement) eða „Mæling á færni
við iðju“ til að skilgreina hvaða iðjuvanda
einstaklingurinn upplifir mikilvægan að
leysa. Sambærilegt tilraunaverkefni var
framkvæmt hér á landi 2014-2015 undir
stjórn Sigurlínu Andrésdóttur sem gaf góða
raun þrátt fyrir stuttan tíma og fáa
þátttakendur (Ásbjörg Magnúsdóttir, Guð-
rún Friðriksdóttir og Sigurlína Andrés dóttir,
2015) og var það hvatinn að áfangaskiptri
áætlun Reykjavíkurborgar um stofnun
þriggja endurhæfingarteyma á árunum
2017-2019 (Reykjavíkurborg, Velferðarsvið,
2017).
Samkvæmt hugmyndafræðinni er gert ráð
fyrir að í endurhæfingarteyminu starfi
iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, sjúkra-
þjálfari, sjúkraliðar og félagsliðar (Tuntland
og Ness, 2016) en íþrótta fræðingur var
ráðinn í stað sjúkra þjálfara. Endurhæfingar-
teymið veitir persónumiðaða þjónustu sem
hefur það markmið að efla líkamlegt,
andlegt og félagslegt heilbrigði ein-
staklingsins í eigin umhverfi. Þjónustan
getur varað frá nokkrum dögum og í allt að
12 vikur. Notast er við valdeflandi nálgun í
upphafi þjónustunnar með því að styðja
einstaklinginn í að setja sér markmið og er
það hlutverk faghópsins að styðja hann í að
finna leiðir til að ná þeim markmiðum. Það
sem einkennir þjónustuna er mikill stuðn-
ingur til sjálfshjálpar í upphafi þjónustu
sem dregið er svo úr eftir því sem færni
eykst eða bjargráð einstaklingsins verða
fleiri. Þetta er gert með því að styðja
einstaklinginn við að gera athöfnina í
staðinn fyrir að gera hana fyrir hann. Þarfir
og áherslur geta því breyst á meðan
þjónustan stendur yfir, í takt við að bjargráð
og færni einstaklings eykst.
Innleiðingin hófst með ráðningu verkefnis-
stjóra 1. maí 2017 sem jafnframt er iðjuþjálfi
með framhaldsmenntun á háskólastigi eftir
að fjármögnun fékkst frá Velferðar-
ráðuneytinu, Reykjavíkurborg og Sjúkra-
tryggingum Íslands. Í kjölfarið var skipaður
stýrihópur á vegum velferðarsviðs Reykja-
víkurborgar sem heldur utan um verkefnið.
Ákveðið var að hefja innleiðinguna á sömu
starfsstöð og tilraunaverkefnið hafði verið
framkvæmt til að byggja ofan á þá þekkingu
og reynslu sem þegar er til staðar og
hugmyndafræðin því ágætlega kunnugleg
starfsfólkinu þar. Samkvæmt áætlun verða
tvö ný endurhæfingarteymi innleidd í
heimaþjónustuna sem er starfandi í öðrum
byggðum Reykjavíkurborgar. Á fyrstu
dögum teymisins var farið í fræðslu og
þjálfun úti á vettvangi þar sem endur-
hæfingarteymið fylgdi starfsfólki í heima-
þjónustunni í efri byggð, félagslegri heima-
þjónustu og heimahjúkrun út á vettvang
fyrir hádegi og eftir hádegi var tíminn nýttur
til að kynnast hvert öðru, hugmynda-
fræðinni, þjónustuúrræðum, velferðar-
tækni og velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Einnig var Guðrún Pálmadóttir dósent við
iðjuþjálfunardeild Háskólans á Akureyri
fengin til að vera með kynningu og kennslu
á matstækinu COPM fyrir starfsfólk
heimaþjónustunnar í efri byggð.
Vikulega eru haldnir þverfaglegir fundir til
að yfirfara umsóknir um heimaþjónustu og
ákveða hvort þjónustan verði á vegum
endurhæfingarteymis, félagslegrar heima-
GREIN
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir,
verkefnisstjóri, Iðjuþjálfi, MA í norrænum
öldrunarfræðum
ENDURHÆFING Í HEIMAHÚSI
– NÝTT ÞJÓNUSTUÚRRÆÐI INNAN HEIMA-
ÞJÓNUSTU REYKJAVÍKUR