Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 33
33 Þátttaka í daglegu lífi er mikilvægur hluti af lífsreynslu fólks og hefur sterk tengsl við lífsgæði. Með þátttöku öðlast fólk kunnáttu og hæfni til að tengjast öðrum og vera hluti af samfélagi. Færni og fötlun eru víðtæk hugtök og ýmsir þættir geta ýtt undir eða hindrað möguleika fólks til að taka þátt í daglegu lífi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þátttöku fólks með sjúkdóm eða skaða í miðtaugakerfi og þá þætti sem ýta undir eða hindra færni þess og þátttöku í daglegu lífi. Settar voru fram tvær rannsóknaspurningar: (1) Hvernig lýsir fólk með sjúkdóm eða skaða í miðtaugakerfi þátttöku sinni í daglegu lífi? (2) Hvaða þættir ýta undir eða hindra færni og þátttöku fólks með sjúkdóm eða skaða í miðtaugakerfi? Til þess að svara spurn- ingunum var notað eigindlegt rannsóknar- snið og tekin viðtöl við sex fullorðna ein- staklinga með sjúkdóm eða skaða í miðtaugakerfi sem voru valdir með tilgangsúrtaki. Viðtölin tóku til þátta er vörðuðu þátttöku, færni, endurhæfingu, eftirfylgd og þjónustuúrræði sem þátt- takendur höfðu reynslu af. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt. Við gagna- greiningu voru viðtölin fyrst lesin ýtarlega og svo kóðuð opið til að fá heildarmynd af lýsingu þátttakenda. Kóðunum var síðan raðað í flokka sem endurspegluðu best reynslu þátttakenda með tillit til rannsóknarspurninganna. Niðurstöðurnar birtust í kjarnaþemanu ,,Þátttaka“ sem var undir áhrifum frá fjórum undirþemum en þau voru ,,Hugarfar“, ,,Stuðningur“, ,,Þjónu- sta“ og ,,Efnisheimur og samfélag“. Helstu niðurstöður voru þær að dregið hafði úr þátttöku sem krafðist líkamlegrar færni og þátttakendur höfðu leitað í rólegri athafnir. Þeir þættir sem ýttu undir þátttöku voru jákvætt hugarfar þátttakenda sjálfra og stuðningur sem aðstandendur, fagfólk og aðrir veittu. Það sem helst hindraði þátttöku voru umhverfisþættir, s.s. slæmt aðgengi og flókið kerfi m.t.t. ýmissa réttinda, s.s. endurhæfingar og annarrar þjónustu. Gildi rannsóknarinnar fyrir iðjuþjálfafagið er að hún veitir innsýn í reynslu og upplifun fólks með sjúkdóm eða skaða í miðtaugakerfi og þá þætti sem ýta undir eða hindra þátttöku þess í daglegu lífi. Með slíkri vitneskju er hægt að koma betur til móts við þarfir þessa hóps og veita honum viðeigandi þjónustu. Meginhugtök: færni, þátttaka, sjúkdómar og skaðar í miðtaugakerfi Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun og byggir á kanadíska iðju- líkaninu (Canadian model of occupational performance and engagement, CMOP-E). Tilgangur þess var að skoða hvernig fjarskiptatækni hefur verið nýtt í starfi iðjuþjálfa og möguleika á því að innleiða fjarþjónustu á Íslandi til þess að auka aðgengi fólks með geðrænan vanda að iðjuþjálfun. Þær rannsóknarspurningar sem leiddu verkefnið voru: 1) Hvernig er geðheilbrigðisþjónusta veitt á Íslandi? 2) Hvaða tækifæri og hindranir tengjast því að innleiða fjarþjónustu í iðjuþjálfun fyrir einstaklinga með geðrænan vanda? 3) Hvernig má nota fjarskiptatækni til að auka aðgengi að iðjuþjálfun fyrir einstaklinga með geðrænan vanda? Leitast var við að svara fyrstu tveimur rannsóknar- spurningunum með fræðilegri heimilda- samantekt en þeirri þriðju með því að setja fram gagnreynda hugmynd að nýsköpun. Heimildasamantektin leiddi í ljós að þörf er á að efla geðheilbrigðisþjónustu á öllu landinu en aðgengi að slíkri þjónustu er þó sérstaklega skert fyrir einstaklinga sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins. Stjórnvöld hafa sett fram markmið um að bæta geðheilbrigðisþjónustuna og enn fremur gert áætlunum um að efla fjarheilbrigðisþjónustu til að auka aðgengi fólks á landsbyggðinni að sérhæfðum úrræðum. Geðheilbrigðisþjónusta þykir kjörinn vettvangur til að nýta fjarskiptatækni og veita fjarþjónustu. Fordæmi eru fyrir notkun fjarskiptatækni í iðjuþjálfun víða erlendis og hefur fjarþjónusta reynst vel t.d. við mat, íhlutun og eftirfylgd. Þá hefur einnig verið sýnt fram á aukið aðgengi að sérfræðiþjónustu, skilvirkni í þjónustu, hagkvæmni í rekstri og aukið aðgengi fagaðila að gagnreyndu efni með notkun á fjarskiptatækni. Nýsköpun verkefnisins felst í hugmynd að fjarþjónustu iðjuþjálfa sem veitt er innan heilsugæslunnar. Markmiðið með þjónustunni er að bjóða uppá snemmtæka íhlutun til að koma í veg fyrir að geðrænn vandi stigmagnist. Þjónustan verður veitt með rafrænum hætti en þannig hafa allir jafnan aðgang að þjónustunni óháð því hvar á landinu þeir búa. Með innleiðingu slíkrar þjónustu væri því verið að auka aðgengi einstaklinga með geðrænan vanda að þjónustu iðjuþjálfa og efla geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Lykilhugtök: Iðjuþjálfun, geðheilbrigði, fjarheilbrigðisþjónusta, fjarskiptatækni og snemmtæk íhlutun. Höfundar: Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Sara Pálmadóttir Leiðbeinandi: Bergljót Borg Höfundar: Guðrún Helga Kærnested og Henríetta Fríða Árnadóttir Leiðbeinandi: Guðrún Pálmadóttir Í TAKT VIÐ NÝJA TÍMA: FJARÞJÓNUSTA IÐJUÞJÁLFA „ÉG VERÐ AÐ SÆTTA MIG VIÐ ÞAÐ AÐ ÉG GET EKKI ALLT” ÞÁTTTAKA FÓLKS MEÐ SJÚKDÓM EÐA SKAÐA Í MIÐTAUGAKERFI

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.