Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 29

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 29
29 að hafa betri yfirsýn á gagnsemi þjón- ustunnar. Þar kemur ítrekað fram í svörum einstaklinga ánægja með þjónustuna en einnig að þeir eigi oft erfitt með að standa fjárhagslega undir kostnað inum þrátt fyrir að hann sé lítill og oft sjálfboðastarf af minni hálfu. Það verður til þess að sumir geta hreinlega ekki nýtt sér að fullu þjónustu iðjuþjálfa þrátt fyrir að þörfin sé til staðar og þeir hafa ekki aðgang að henni annars staðar í samfélaginu eins og staðan er nú. Þjónusta iðjuþjálfa er af mjög skornum skammti á Íslandi og fer fram innan þjónustukerfa sem starfa út frá fyrirfram ákveðnu fyrirkomulagi. Iðju- þjálfun er því einungis í boði fyrir tiltekinn hóp einstaklinga sem uppfyllir þau viðmið sem þjónustukerfið byggist á sem merkir að það er stór hópur einstaklinga sem hefur ekki aðgang að þjónustunni þrátt fyrir þjónustuþörf. Næstu skref sem þyrfti að taka væru að koma á samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands, sambærilegu og sjúkraþjálfarar hafa nú þegar, til að tryggja aðgengi allra sem þurfa á iðjuþjálfun að halda á Íslandi. Það þarf enginn að efast um gagnsemi iðjuþjálfunar og hversu jákvæð áhrif þjónusta iðjuþjálfa hefur á lífsgæði og samfélagsþátttöku einstaklinga, óháð aldri. Það sé ég og upplifi á hverjum degi í starfi. Þörfin fyrir iðjuþjálfa er mikil innan þjóð- félagsins og því hvet ég ykkur sem hafið áhuga á að gerast sjálfstætt starfandi iðjuþjálfar að stíga það skref. Ég veit um nokkra iðjuþjálfa sem starfa sjálfstætt á Íslandi og hafa gert í mörg ár en einungis tveir iðjuþjálfar eru með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt samkvæmt skráningum Landlæknis- embættisins. Ég vil eindregið hvetja ykkur til að sækja um staðfestingu hjá landlækni til að fá þá viðurkenningu sem þið eigið skilið í starfi og taka um leið þátt í að vekja athygli á mikilvægi iðjuþjálfunar. Það er virkilega ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna við áhugamál sitt sem gerir það að verkum að ég hlakka til hvers vinnudags, að hitta nýtt fólk og takast á við ný og krefjandi verkefni og aðstæður. Ég nýt góðs af allri þeirri þekkingu og reynslu sem hefur orðið á vegi mínum síðustu 40 ár og held ótrauð áfram inn í framtíðina, bjartsýn og full tilhlökkunar gagnvart öllum þeim tækifærum og ævintýrum sem bíða mín, bæði persónulega og faglega. Lífið er núna! Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir Iðjuþjálfi, MA í norrænum öldrunarfræðum Heimasíða: www.heimastyrkur.is Facebook: HeimaStyrkur – Guðrún Jóhanna, iðjuþjálfi Sími: 848-6509 Lengi hafa verið starfandi tveir hópar iðjuþjálfa í öldrun, annars vegar hópur iðjuþjálfa sem vinnur á hjúkrunarheimilum og hins vegar „stóri hópurinn“ sem í eru allir sem hafa áhuga á málefninu og vinna á hinum ýmsu stöðum þar sem eldra fólk nýtir þjónustu, s.s. hjá seljendum hjálpar- tækja, í Hjálpartækjamiðstöð Sjúkra trygg- inga Íslands, í dagþjálfun og á sjúkra húsum. Á dögunum kviknaði áhugi á að breyta þessu og sameina hópana í einn sem væri opinn öllum og stuðla að aukinni fræðslu og tækifærum til fagvinnu meðal allra iðjuþjálfa í öldrunarþjónustu. Haldinn var stofnfundur fyrir þennan nýja hóp 3. maí síðastliðinn. Þar var farið í stefnumótun fyrir hópinn, kosið í stjórn til næstu tveggja ára, nafn valið og kastað fram hugmyndum að verkefnum fyrir hópinn. Þrír iðjuþjálfar skipa framkvæmdanefnd og sitja í tvö ár í senn. Að þessu sinni eru tveir til eins árs og einn til tveggja ára til að tryggja samfellu í starfi hópsins. Nefndar- menn eru Berglind Indriðadóttir, Lilja Ingvarsson og Svanborg Guðmundsdóttir. Nafn hópsins, Faghópur um iðjuþjálfun aldraðra, var einróma samþykkt. Hópurinn vill leggja aukna áherslu á faglega fræðslu á sviðinu, koma á samstarfi við námsbraut í iðjuþjálfunar fræðum við Háskólann á Akureyri, vekja athygli á málefnum aldraðra og aðkomu iðjuþjálfa auk þess að koma upp gagnabanka með fræðslu og efni sem nýtist í starfi iðjuþjálfa með öldruðum. Markmið Facebook-síðu hópsins, sem ber nafnið Faghópur um iðjuþjálfun aldraðra (FIA), er að vera vettvangur fyrir iðjuþjálfa og nema sem hafa áhuga á öldrunarmálum, til að deila hugmyndum, reynslu og áhugaverðu efni sem og til að leita ráða og upplýsinga. Ákveðið var að fundir verði 4 sinnum á ári, sambland af markvissri fræðslu og umræðum og verða þeir haldnir í húsnæði BHM. Margar áhugaverðar hugmyndir voru reifaðar um verkefni fyrir hópinn sem unnið verður úr á næstu misserum. Þann 18. september var fyrsti fræðslu- fundurinn haldinn í húsnæði BHM frá 14:30- 16:00. Flutt voru tvö erindi, Linda Ósk Þorvaldsdóttir og Eva Snæbjarnardóttir kynntu verkefni sitt og Kristínar Brynju Árnadóttur um skjólstæðingsmiðað starf, sjálfræði aldraðra og forræðishyggju. Þær unnu verkefnið í tengslum við nám sitt í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Í framhaldi af erindi þeirra fjallaði Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun fólks með heilabilun, um sjálfræði aldraðra, einkum með áherslu á einstaklinga með heilabilun, notkun fjötra af ýmsu tagi og aðrar leiðir til að draga úr óróleika og vanlíðan. Okkur langar að hvetja alla sem láta sig þessi málefni varða til að mæta og taka þátt í starfi hópsins og minnum jafnframt á Facebook-hópinn, þar sem jöfnum höndum fer fram þekkingar- og reynslumiðlun af ýmsum toga. KYNNING Svanborg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi FAGHÓPUR UM IÐJUÞJÁLFUN ALDRAÐRA

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.