Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 38

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 38
38 Í mörgum löndum Afríku eru það aldraðir sem sjá um munaðarlaus börn og börn sem búa við skerðingar eða í um 40-60% tilfella. Í skýrlsu UNICEF um aðstöðu barna alls staðar að úr heiminum kemur fram að, ömmur og afar og þá sérstaklega ömmur eru helstu umönnunaraðilar þessarra barna. Með stuðningi frá grasrótarsamtökum í Austur og Suður Afríku eiga þrjátíu ömmur það sameiginlegt að hafa skrifað sínar persónulegu sögur. Þetta eru sögur um menningu, innri styrk og hugrekki; sögur um það hvernig þær hafa alið börn sem lifa við skerðingar, stutt fjölskyldur og tekið þátt í að snúa vörn í sókn gegn HIV og AIDS; sögur um hvernig þeirra seigla og hugvitssemi hefur hjálpað til við að bjarga heilu samfélögunum og þeirra innri þrá um að skipta sköpum í lífi barnabarna sinna og samfélagsins. Út frá sögum þessarra kvenna hafa orðið til nokkur samtök innan heimsálfunnar Afríku sem miða m.a. að því að veita umhyggju til munaðarlausra barna og miðla til samfélagsins. GAPA samfélagsverkefnið, var stofnað 2001 af 10 ömmum og iðjuþjálfa. Samtökin standa fyrir ömmur á móti fátækt og Aids eða Grandmoters Against Poverty and Aids (GAPA). Í GAPA er lögð áhersla á sjálfshjálp, menntun og stuðning fyrir ömmur af ömmum þar sem líf þeirra hefur á einhvern hátt litast af HIV/Aids og fátækt. Þetta verkefni hefur það að markmiði að bæta lífsgæði þeirra og fjölskyldna innan samfélagsins. Við ásamt fleirum gestum á heimsráðstefnu iðjuþjálfa vorum svo lánsamar að fá að fara í heimsókn til þessarra hugrökku kvenna, heyra þeirra sögur og sjá aðstæðurnar sem þær búa við til að miðla og styðja samfélagið. GREIN Nína Jensen, Ragnheiður R. Magnúsdóttir, GAPA samfélagsverkefnið Í MIÐRI ÖRVÆNTINGUNNI ERU HLJÓÐU HETJURNAR; ÖMMURNAR FRÁ AFRÍKU Merki GAPA Matseðill fyrir börnin og ömmurnar og stöðukort. Sum barnanna hafa lítið til að bíta og brenna utan skóla og fá mat hjá ömmunum. Þarna eru matjurtir ræktaðar í mat barnanna. Ömmurnar miðla einnig þekkingu sinni um ræktun matjurta út í samfélagið. kennslustofa barnanna er lítill skúr á lóðinn þeirra. Þarna koma börnin m.a. eftir skóla og fá aðstoð við heimanám. Börnin koma eftir skóla og eru þarna í öruggu umhverfi þar sem þau geta leikið sér.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.