Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 4
4 Það eru áhugaverðir tímar framundan, kjarasamningar lausir í byrjun næsta árs og breyting á formannsstöðu. En byrjum á að líta aðeins yfir árið og á verkefnin fram- undan. WFOT AÐALFUNDUR OG RÁÐSTEFNA Í CAPE TOWN SUÐUR AFRÍKU Það voru formenn frá um 70 af 102 aðildarlöndum að WFOT / Alþjóðasam- tökum iðjuþjálfa sem mættu á 3ja daga fund með stjórn WFOT í Cape Town, Suður Afríku. Skýrslur stjórnar voru kynntar og góðar umræður sköpuðust um hin ýmsu málefni eins og 60 ára samvinnu WFOT og WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin), hlutverk aðstoðarmanna iðjuþjálfa, breyt- ingar á aðildargjaldi, nýjar umsóknir í WFOT, bætt samvinna aðildarþjóðanna, verkefnahópar voru kynntir sem og stefna WFOT 2019-2024 svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir rannsóknarstyrkir voru veittir, verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu og fráfarandi stjórnarmeðlimum var þakkað fyrir sitt framlag. WFOT eru orðin gríðarstór samtök en það eru um 600.000 meðlimir í samtökunum og um 900 viðurkenndar iðjuþjálfunarfræði- námsleiðir. Eftir fundina var haldið á alheimsráðstefnu WFOT en það voru um 3.000 manns sem mættu allstaðar úr heiminum, þetta var 17. alheimsráðstefnan og í fyrsta skipti í Afríku. Rúmlega 50 manns fóru frá Íslandi í sérskipulagðri ferð á vegum IÞÍ. Til viðbótar voru um 20 manns sem fóru á eigin vegum. Við slógum því enn eitt metið og vorum það land utan Afríku sem var með flesta iðjuþjálfa miðað við fjölda iðjuþjálfa í landinu. Þema ráðstefnunnar var “Connected in Diversity: Positioned for Impact”. Þemað var sérstaklega áþreifanlegt á þessum stað í heiminum en Suður Afríka berst við einn mesta samfélagslega ójöfnuð í heimi. Landið hefur gengið í gegnum ótrúlega sögu þrælahalds, fátæktar og aðskilnaðar- stefnu.Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að læra, upplifa, deila og tengjast iðjuþjálfum allstaðar úr heiminum á þessum magnaða stað og fá tækifæri til að kynna sér sögu lands og þjóðar. Við höfðum einnig tækifæri til að kynna okkur og heimsækja nokkur góðgerðar- samtök í Höfðaborg þar á meðal GAPA – Grandmothers against poverty and aids (Ömmur gegn fátækt og eyðni). Það var vægast sagt auðmýkjandi upplifun og ekki hægt annað en að dást af þessum ömmum sem fara um fátækrahverfin og fræða íbúana um sýkingavarnir og kenna fólki allt frá hannyrðum og yfir í umönnun barna. Næsti fundur aðildarfélaganna verður haldinn í Hong Kong 2020 og næsta ráðstefna í París 2022. Við hvetjum alla félagsmenn til að nýta sér styrki BHM og sækja erlendar ráðstefnur heim. NORRÆNT SAMSTARF Norðurlandafundur iðjuþjálfafélaganna var að þessu sinni haldinn í Færeyjum um mánaðarmótin ágúst/september. Norræni iðjuþjálfafundurinn var einstak- lega vel heppnaður og fengum við meðal annars kynningu á stöðu landanna en við erum öll að vinna að sömu hlutum óháð stærð, eins og til að mynda fjölgun starfa, hækkun launa, og kynningu á iðjuþjálfun út á við. Einnig fengum við kynningu á stöðu verkefnis sem ákvörðun var tekin um fyrir ári síðan hér á Íslandi, að vinna að norrænu samstarfsverkefni um virði iðjuþjálfunar. Verklok eru í byrjun næsta árs en þá munum við fá skýrslu frá rannsakendum verk efnis- ins. Það verður spennandi að lesa um niðurstöður rannsóknarinnar á útkomu iðjuþjálfunar innan öldrunar og geðheilsu. Sænska iðjuþjálfafélagið hefur opnað fyrir fjarnám á vef sínum og kallar það ”Digital academy Swedish Association”. Þarna er að finna mikið af kúrsum sem margir eru öllum aðgengilegir og ókeypis. KJÖR FÉLAGSMANNA Í september 2017 hófu aðildarfélaög BHM viðræður við samninganefnd ríkisins hvert fyrir sig. Samninganefnd IÞÍ náði að funda tvisvar sinnum með fulltrúum úr samninganefnd ríkisins fyrir ríkisstjórnar- slit. Fundahöld stöðvuðust tímabundið vegna kosninga en í byrjun árs 2018 var sest að samningaborðinu á ný og samkomulag undirritað 2. febrúar. Nú er það svo að ríkið er stærsti vinnu- veitandi félagsmanna IÞÍ og 2017 voru meðallaun iðjuþjálfa hjá ríki 503.630 kr. FORMANNSPISTILL Ósk Sigurðardóttir, formaður IÞÍ KÆRU FÉLAGSMENN

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.