Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 5

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 5
5 IÐJUÞJÁLFASTÉTTIN STÆKKAR Þann 15. júní síðast liðinn útskrifuðust sjö kandídatar úr iðjuþjálfunarfræði við Há- skólann á Akureyri (HA). Það var hátíðleg stund þegar verðandi iðjuþjálfar tóku við skírteinum sínum. Við óskum þeim innilega til hamingju og bjóðum þá velkomna í fé- lagið. Innleiðing nýrrar námskrár við iðju- þjálfunarfræðideildina er vel á veg komin og hafa fyrstu tvö árin þegar verið kennd samkvæmt henni. Nýja námsskráin skiptist í þriggja ára BS nám í iðjuþjálfunarfræði og eins árs starfsréttindanám í iðjuþjálfun á meistarastigi. Fyrsti hópurinn lýkur slíkri BS gráðu næsta vor. Meginhluti vettvangsnámsins fer fram í starfsréttindanáminu og spennandi hug- myndir eru um fyrirkomulag þess. Þær fela meðal annars í sér að tengja betur starfs- vettvang iðjuþjálfa og skóla. Það er líka gaman að segja frá því að nú í haust hófu 26 nemendur nám í iðjuþjálfunarfræði. En bet- ur má ef duga skal og það er afar brýnt að mennta fleiri iðjuþjálfa hér á landi. Mikil eft- irspurn er eftir starfskröftum iðjuþjálfa og skrifstofa félagsins er beðin um að koma á framfæri atvinnuauglýsingum nánast í hverri viku. Námsbrautin og félagið þurfa að taka höndum saman og öflug samvinna starfandi iðjuþjálfa, IÞÍ og HA skiptir afar miklu til að hlúa að faggreininni, byggja námið upp og þróa það áfram. Undanfarin ár hefur tækninni fleygt hratt fram. Í HA er til staðar mikil þekking á sveigjanlegu námi (fjarnámi) og gott umhverfi meðal annars til að bjóða upp á símenntun fyrir starfandi iðjuþjálfa. VIÐBURÐARÍKUR VETUR Það verður nóg á dagskránni næstu miss- erin. Fyrir utan það stóra verkefni að ná kjarasamningum og sinna innra starfi fé- lagsins er ýmislegt á döfinni. Nefna má Evrópufund (COTEC) sem formaður mun sækja í lok október, málþingið 1. nóvember í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar, námskeið með erlendum fyrirlesara er á teikniborðinu auk þess sem hádegisfyrir- lestrar verða auglýstir þegar nær dregur. Við hvetjum starfandi iðjuþjálfa til að halda 27. október hátíðlegan á sínum vinnustöð- um og nýta tækifærið til að kynna fagið okkar, skrifa pistla og greinar og nota það markaðsefni sem IÞÍ hefur látið útbúa. Þema dagsins í ár er „Improving world health & wellbeing“ sem gæti útlagst á ís- lensku „Bætt heilsa og vellíðan um heim allan“. Kynningarmyndbönd sem félagið hefur látið útbúa um iðjuþjálfun er að finna á facebooksíðu félagsins og tilvalið að deila þeim hægri vinstri á samfélagsmiðlum. Við bendum einnig á heimasíðu félagsins www.ii.is. Góð kveðja, Þóra Leósdóttir 4.6. Umfjöllun iðjuþjálfa um vörur og þjónustu skal vera fagleg og án þess að halda á lofti yfirburðum við­ komandi vöru eða þjónustu. Sðaregla 4.6 beinir sjónum að umfjöllun iðjuþjálfa um vörur og þjónustu. Þegar litið er til annarra heilbrigðis­ stétta er ýmist vísað til læknalaga eða ekkert bann er að finna þegar kemur að auglýsingum. Siðareglur sumra fagfélaga geta þó takmarkað auglýsingar. Samkvæmt lögum um iðjuþjálfun, nr. 75/1977 gilda reglur lækna­ laga eftir því sem við á, ásamt því að fjallað er um þetta atriði í siðareglunum. Lögð er áhersla á að umfjöllunin sé fagleg sem vísar til gagnsæis, góðs siðferðis og rýri ekki traust. Mikilvægt er að huga að orðalagi og framsetningu og gæta málefnalegra sjónarmiða, fyllstu ábyrgðar, nákvæmni og sanngirni. Einnig er gott að hafa í huga hvar umfjöllunin á að birtast og taka ákvörðun út frá sömu faglegu sjónarmiðum. Guðrún Áslaug Einarsdóttir, formaður siðanefnar UMFJÖLLUN UM SIÐAREGLUR IÐJUÞJÁLFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.