Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Qupperneq 10

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Qupperneq 10
10 ustu eins lengi og það þurfti og tengsl starfs- fólks og notenda gátu varað í nokkur ár. Núna var hin endanlega ákvörðun hjá þjón- ustukaupandanum og ætlast til að þjónustan rúmaðist innan ákveðins tíma ramma. Það er náttúrulega bara pantað úrræði í x langan tíma ... það er líka okkar mat oft að einstaklingurinn þurfi lengri þjónustu heldur en Virk er tilbúið að borga fyrir. (Bára í rýnihópi 1). Dæmi voru um að stöðvarnar hefðu haldið áfram að sinna einstaka notendum á eigin kostnað eftir að starfsendurhæfingunni átti að ljúka. Þetta átti sérstaklega við um yngsta notendahópinn sem gjarnan glímdi við fíkni- efnavanda. Við höfum náð mjög góðum árangri með þennan hóp, en við fáum ekki nægan tíma, því þetta eru kannski krakkar sem eru að detta út bara eftir grunnskóla ... eru svo kannski komin inn og ná sér á strik, byrja í framhaldsskóla og þá er tíminn búinn. (Agnes í rýnihópi 1). Þátttakendur töldu sumir hverjir að teikn væru á lofti um að breytingar væru í farvatn- inu. Sveigjanleiki væri að aukast og með góð- um rökstuðningi samþykkti Virk oftast beiðni um lengri tíma. Engu að síður fannst viðmæl- endum það ákveðin sjálfræðisskerð ing að vera háðir samþykki þjónustukaupandans með slík atriði. Þjónusta starfsendurhæfingarstöðva Þemað lýsir aðkomu og starfsemi starfs- endurhæfingarstöðvanna sjálfra og spannar fjögur undirþemu, þ.e. „Hlutverk“, „Hug- myndafræði og vinnulag“, „Samstarf“ og „Árangur“. Hlutverk Viðmælendur útskýrðu hvernig áður fyrr hefði verið greint skýrar á milli starfsendur- hæfingar og atvinnulegrar endurhæfingar. Starfsendurhæfing fól þá í sér endurhæfingu til starfa í víðum skilningi en atvinnuleg endurhæfing eingöngu til launaðra starfa og náms. Með aukinni áherslu á endurkomu til vinnu eða þátttöku í námi hafði hið opinbera hlutverk stöðvanna þrengst og starfsendur- hæfingunni eins og hún var áður skilgreind þar með úthýst. Sumir töldu að stöðvarnar ættu frekar að tileinka sér hugtakið atvinnu- leg endurhæfing þar sem það vísaði til þeirrar þjónustu sem verið væri að veita skv. lögum. Þetta orð, starfsendurhæfing, er mjög blekkj­ andi af því að öll dagleg störf eru störf. Atvinnuendurhæfing sem vísar á vinnu­ markað hefði verið miklu betra orð. (Sif, einstaklingsviðtal). Þó flestir viðmælendur legðu áherslu á að hlutverk þeirra sem starfsmenn væri að sinna starfsendurhæfingu í víðum skilningi fannst sumum hin aukna áhersla á atvinnu- tengingu vera jákvætt skref. Hins vegar þyrfti líka að huga vel að þeim sem ekki væru tilbúnir í slíkt og sjá þeim fyrir endur- hæfingu við hæfi. Hugmyndafræði og vinnulag Þátttakendur deildu allir hugmynda- fræðinni um heildstæða, þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem ólík- ar fagstéttir vinna saman að því að notend- ur nái sem bestum árangri. Á stærri starfsendurhæfingarstöðvum var unnið í þverfaglegum teymum, en á þeim minni þar sem jafnvel var einungis einn starfs- maður átti hann í samstarfi við annað fag- fólk á svæðinu. Væntingar og þarfir notenda voru almennt hafðar í fyrirrúmi, viðmælendur leituðust við að sinna sérhverjum notanda út frá hans forsendum og skipuleggja starfsend- urhæfinguna í samræmi við það. Hér gátu orðið árekstrar við áherslur Virk á vinnu- tengingu og því áttu tómstundatengdar og skapandi athafnir ekki upp á pallborðið. Slík verkefni voru samt oft það sem höfðaði mest til fólks með litla áhugahvöt. Fólk á ekkert að vera að föndra … í glerlist eða leir … það er ekki starfsendurhæfing á meðan við erum að sjá bestu mætinguna í þessi skapandi úrræði. (Sunna, einstaklingsviðtal). Hugmyndafræði valdeflingar bar alla jafna á góma og viðmælendur töldu mikilvægt að kortleggja styrkleika fólks og efla trú þeirra á eigin getu. Sumar stöðvar nýttu einnig nálgun hugrænnar atferlismeðferðar og lausnamiðaða nálgun þar sem notendur voru aðstoðaðir við að finna lausnir sem hæfðu hverjum og einum. Sumum fannst endurhæfingaráætlunin sem þeim var upp- álagt að fylgja af þjónustukaupanda ekki alltaf nægilega sniðin að notandanum. Svo leggur sérfræðingur til að þessi einstaklingur fari í sálfræðiviðtöl ... og svo er eitthvað allt annað sem kemur upp ... ég þarf að koma með mjög góðan rökstuðn­ ing fyrir því að þessi aðili þurfi ekki sál­ fræðiviðtöl. ... Það eru þessar svona reglur sem mér finnst ekki vera skjólstæðings­ miðaðar. (Elín í rýnihópi 3). Einhverjum viðmælendum fannst meira svigrúm til að vinna einstaklingsmiðað og efla vald fólks þegar málaflokkurinn var hjá ríkinu. Stundum voru farnar óhefðbundnar leiðir, t.d. þegar notanda var útveguð þjón- usta viðskiptafræðings í stað sálfræðings eins og boðað hafði verið. Þannig ég keypti þetta fyrir hann og sagði engum frá því og hann stofnaði fyrirtæki og komst sjálfur út á vinnumarkaðinn. Þetta var hans leið. (Agnes í rýnihópi 1). Áætlunin frá Virk gat falið í sér kröfu um að notandinn væri í virkri þjónustu á stöðinni í ákveðinn tímafjölda á viku. Það fannst við- mælendum vera skortur á sveigjanleika og sumir sögðust horfa í gegnum fingur sér með slík fyrirmæli. Samstarf Viðmælendur töldu samstarf við Virk vera afar mikilvægt og voru almennt ánægðir með samstarfið við ráðgjafana sem hafði aukist verulega frá því sem var í upphafi. Fagfólk sumra stöðvanna sat nú stundum rýnifundi með ráðgjöfum Virk þar sem farið var yfir framvindu, endurhæfingaráætlun og stöðu einstakra notenda. Samstarfið virtist alla jafna meira og nánara á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu enda ráðgjafarnir oft í næsta nágrenni. Þetta er allt öðruvísi, við erum bara þarna á milli hæða eða bjallandi á milli, þannig að við hjálpumst rosalega mikið að. Við fundum reglulega með notandanum og ráðgjafa Virk, þú veist, þetta er öðruvísi umhverfi. (Halla í rýnihópi 3). Samstarfi við stjórnendur og sérfræðinga Virk var hins vegar oft ábótavant og við- mælendur voru ósáttir við að hafa ekki meira að segja um uppbyggingu og heildar- skipulag starfsendurhæfingar. Það er náttúrulega fínt að það sé búið að búa til einhvern strúktúr í þessum mála­ flokki, en hann má ekki vera bara þannig að það sé einhver ein stofnun sem í raun­ inni komi að allri hugmyndavinnu og leiti ekkert til þeirra sem eru að vinna úti á akri­ num og hafa langa starfsreynslu (Agnes í rýnihópi 1). Sumir viðmælendur höfðu óskað eftir sam- starfi við Virk í upphafi þegar verið var að leggja nýjar línur í málaflokknum, en ekki orðið að ósk sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.