Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 53

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 53
53 Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun. Tilgangur þess var að taka sam- an fræðilegar heimildir og greina hvaða þættir í samspili einstaklings, iðju og um- hverfis ýta undir sjálfstæða búsetu eldra fólks og nýta svo niðurstöðurnar til hönnun- ar á nýrri þjónustu. Rannsóknarspurning arnar sem leiddu verk efnið voru: 1) Hvaða þættir styðja við sjálfstæða búsetu eldra fólks? 2) Hvað geta iðjuþjálfar lagt af mörkum til að fólk geti búið sem lengst heima? 3) Hvaða þjónusta stendur til boða í Sveitar- félaginu Árborg sem að styður eldra fólk til sjálfstæðrar búsetu? 4) Hvers konar úrræði gæti stutt eldra fólk enn betur til að búa lengur heima í Sveitar- félaginu Árborg? Leitast var við að svara fyrstu þremur rann- sóknarspurningunum með fræðilegri heim- ildasamantekt en þeirri fjórðu með nýsköp- un. Niðurstöður heimildasamantektar leiddu í ljós að meirihluti eldra fólks vill búa heima er ýmis þjónusta sem styður við sjálf- stæða búsetu, t.d. félagsleg heimaþjón- usta, heimahjúkrun og heilsueflandi heim- sóknir. Margt bendir til ávinnings af starfi iðjuþjálfa með eldra fólki, t.d. í heilsuefl- ingu og forvörnum, aðlögun á umhverfi og þjálfun við flóknari athafnir daglegs líf. Í Árborg er félagsleg heimaþjónusta, heima- hjúkrun, heilsueflandi heimsóknir og félags- starf eldri borgara. Fá úrræði eru þó í boði sem taka á félagslegum þörfum eldra fólks, bæði í Sveitarfélaginu Árborg og víðar en einmanaleiki er stórt vandamál meðal eldra fólks og oft ástæða þess að það sækir um aukna þjónustu. Nýsköpunin felst því í þátt- tökuþjónustu sem miðar að því að efla fé- lagslega þátttöku 60 ára og eldri í Sveitarfé- laginu Árborg. Hún gengur út á að notendur þjónustunnar eru bæði veitendur og þiggj- endur með því að aðstoða og styðja við hvert annað í athöfnum daglegs lífs og fé- lagslífi. Með innleiðingu þjónustunnar er skapaður vettvangur þar sem notendur styðja hvern annan á jafningjagrundvelli, mynda félagsleg tengsl sín á milli og minnka þannig líkurnar á einmanaleika. Lykilhugtök: Iðjuþjálfun, eldra fólk, einmanaleiki, þátttaka, þátttökuþjónusta, heimili og sjálfstæð búseta. Leikur er álitin ein mikilvægasta iðja barna og ómissandi hluti af þjónustu iðjuþjálfa þegar unnið er með börnum og fjölskyldum þeirra. Leikur gegnir lykilhlutverki í heilsu og velsæld barna, stuðlar að þroska sköp- unargáfu þeirra, ímyndunarafls, afkasta- getu og sjálfstrausts ásamt líkams-, félags-, vitsmuna- og tilfinningalegum styrk og færni. Leikur er hver sú athöfn sem veldur gleði, og er hluti af þátttöku barna í dagleg- um athöfnum ásamt því að vera þeim eðlis- lægur. Vísað hefur verið til leiks sem ákveðinna mannréttinda, að hvert barn eigi rétt á því að leika sér þar sem leikur sé mik- ilvægur fyrir þroska og lífsgæði þeirra. Til- gangur rannsóknarinnar er að fá betri inn- sýn í það hvernig leikur er notaður í iðju- þjálfun barna á Íslandi. Rannsóknarspurn- ingin sem leiddi verkefni og leitað var svara við er eftirfarandi. Hvernig nota iðjuþjálfar á Íslandi leik í þjónustu sinni með börnum? Um er að ræða lýsandi þversniðsrannsókn og fór gagnaöflun fram með rafrænni spurningarkönnun. Markhópur rannsóknar var iðjuþjálfar sem hafa börn sem sinn megin skjólstæðingahóp. Úrtakið var óþekkt, þar sem nákvæmur fjöldi iðjuþjálfa sem starfa með börnum er ekki þekktur. Spurningarlistinn var því sendur til allra skráðra félagsmanna í Iðjuþjálfafélagi Ís- lands, samtals 287 iðjuþjálfa og bárust svör frá 33 iðjuþjálfum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að matstæki eru sjaldan notuð til að meta færni við leik og leikur einkum notaður sem leið til að bæta færni á öðrum sviðum. Helstu hindr- anir í notkun leiks að mati svaranda var tímaskortur og aðstæður á vinnustað. Vís- bendingar eru um að styrkja þurfi notkun matstækja við mat á leik ásamt því að efla notkun leiks sem markmið. Þörf er á á frek- ari rannsóknum með það að markmiði að skoða nánar leik í þjónustu iðjuþjálfa. Meginhugtök: leikur, börn, iðjuþjálfun og iðja. Höfundar: Íris Tinna Ingólfsdóttir og Guðlaug Jóna Helgadóttir Leiðbeinandi: Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir IÐJUÞJÁLFUN OG LEIKUR: HVERNIG NOTA IÐJUÞJÁLFAR LEIK MEÐ BÖRNUM IÐJUVELLIR: ÞÁTTTÖKUÞJÓNUSTA Höfundar: Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Edda Hannibalsdóttir og Nanna Margrét Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Bergljót Borg

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.