Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 58

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 58
58 viðbótar, um hversu gagnreyndar mismun- andi tegundir íhlutunar sem notaðar eru á LSH eru, samkvæmt heimildum. Á þessu málþingi var reyndar lagt upp með tvö þemu og snerist seinna þemað um þjón- ustuyfirlitstöflur eins og þegar hefur komið fram. Á málþingi Fagráðsins 2019 voru einnig tvö þemu í boði og tengdist annað þeirra áframhaldandi könnunum á gagn- reyndri þjónustu. Því bættust við fjögur er- indi um íhlutunaraðferðir og tvö um mats- tæki. Nú hafa því samanlagt verið flutt 24 erindi tengd gagnreyndri þjónustu iðju- þjálfa á málþingum Fagráðsins og fylgja ágrip þeirra hér á eftir, félagsmönnum til glöggvunar (sjá box 2)*. ÞEMA III: RANNSÓKNIR Á FLOKKUN ÍHLUTUNARATHAFNA OG TENGSL ÞEIRRA VIÐ IÐJUSJÓNARMIÐ Á starfsdeginum vorið 2016 var einnig fjall- að um hvernig beita mætti rannsóknum til að kanna hvernig flokka mætti íhlutunar- athafnir iðjuþjálfa í fyrirlestrinum „Litið fram á veginn“. Til að auðvelda iðjuþjálfum að safna slíkum upplýsingum voru aftur út- búin skráningarform og sérstakar leiðbein- ingar og þau gerð aðgengileg á netinu. Í framhaldinu var skrifuð grein í Iðjuþjálfann 2016 um uppbyggingu og niðurstöður einn- ar slíkrar rannsóknar sem framkvæmd var á Grensási (Guðrún Árnadóttir og Lillý H. Sverrisdóttir, 2016). Nú hafa þrjár slíkar rannsóknir verið framkvæmdar á Grensási og sýna þær fram á að meirihluta íhlutunar- tíma iðjuþjálfa er varið í íhlutunaraðferðir sem byggja á iðju og miða að aukinni fram- kvæmdafærni. Eitt veggspjald tengt þessu þema var kynnt á heimsráðstefnu iðjuþjálfa 2018 í Suður-Afríku (Guðrún Árnadóttir, 2018) og á Vísindum á vordögum á Landspít- ala (Guðrún Árnadóttir, 2019). Málþing Fagráðs iðjuþjálfunar LSH 2019 snerist því einnig um tvö þemu. Annars vegar var haldið áfram með kannanir á hversu gagn- reynd þjónusta iðjuþjálfa er eins og fram hefur komið og hins vegar var möguleiki á að athuga hversu iðjumiðaðar þær íhlutun- araðferðir eru, sem notaðar eru í iðjuþjálf- un á starfsstöðvum iðjuþjálfa spítalans. Á næsta málþingi árið 2020 er m.a. fyrirhugað að kanna hvaða áhrif hin gagnreyndu yfirlit sem unnin hafa verið á undanförnum árum hafa haft á starfsemi iðjuþjálfa LSH. Allt ofangreint efni hefur verið notað við kennslu nemenda í starfsþjálfun á spítalan- um og þjálfun nýs starfsfólks á mismunandi starfsstöðvum iðjuþjálfunar. Hluti þessa efnis hefur einnig verið notað við kennslu í iðjuþjálfunarfræðum við Háskólann á Akur- eyri og til að útskýra eðli þjónustunnar fyrir starfsmönnum annarra starfsstétta eða ut- anaðkomandi fólki og gefist vel. Það er von okkar að meðfylgjandi ágrip varpi ljósi á efni þeirrar vinnu sem lagt hefur verið í á LSH á undanförnum árum með sameig- inlegu átaki og geti nýst öðrum félags- mönnum Iðjuþjálfa- félagsins við þekk- ingaröflun. HEIMILDIR Aldís Ösp Guðrúnardóttir og Guðríður Erna Guðmundsdóttir. (2015). Iðjuþjálfun á bráða- deildum Landspítala. Iðjuþjálfinn, 36(1), 34. Elín María Heiðberg, Jóhanna Elíasdóttir og Eyrún Björk Pétursdóttir. (2015). Iðjuþjálfun á Landakoti: Gerð þjónustuyfirlits sem liður í bættri þjónustu. Iðjuþjálfinn, 36(1), 35 - 36. Elísabet Unnsteinsdóttir og Guðríður Erna Guðmundsdóttir. (2017). Umbótastarf iðjuþjálfa á bráðadeildum LSH. Iðjuþjálfinn, 38(1), 38 - 41. Guðrún Árnadóttir. (2015). Vinnusmiðjur iðjuþjálfa LSH: Umfjöllun um þjónustuferli og yfirlitstöflur. Iðjuþjálfinn, 36(1), 37 - 41. Guðrún Árnadóttir. (2016). Iðjuþjálfun Landspítala: Eðli og eiginleikar matstækja í notkun. Iðju­ þjálfinn, 37(1), 14 - 22. Guðrún Árnadóttir. (2017a). Gagnsemi iðjuþjálfun- ar: Undirbúningsgögn fyrir úttektir iðjuþjálfa LSH. Iðjuþjálfinn, 38(1), 20 - 26. Guðrún Árnadóttir. (2017b). Gagnsemi ADL þjálfunar fyrir heilablóðfallssjúklinga. Iðju­ þjálfinn, 38(1), 28 - 36. Guðrún Árnadóttir. (2018). Uniqueness of our intervention: A “simple” service review [birt í Ráðstefnuriti heimsráðstefnu iðjuþjálfa – World Federation of Occupational Therapy Congress]. Guðrún Árnadóttir. (2019). Sérstaða íhlutunar iðjuþjálfa: Einfalt þjónustuyfirlit. Læknablaðið, Fylgirit 102 [Vísindi á vordögum, þing Landspít- ala, nr. 19]. Guðrún Árnadóttir og Lillý H. Sverrisdóttir. (2016). Þjónustuyfirlit og klínísk vinna iðjuþjálfa. Iðjuþjálfinn, 37(1), 23 - 30. Guðrún Árnadóttir og Sigrún Garðarsdóttir. (2015). Þjónustuyfirlit sem grundvöllur gæðaþróunar innan iðjuþjálfunar. Iðjuþjálfinn, 36(1), 26 - 32. Sigþrúður Loftsdóttir. (2016). Notkun þjónustuyfir- lits við iðjuþjálfun einstaklinga með mænuskaða. Iðjuþjálfinn, 37(1), 33 - 37. Sigþrúður Loftsdóttir og Guðrún Árnadóttir. (2018). Application of a service matrix for spinal cord injured patients [birt í Ráðstefnuriti heimsráð- stefnu iðjuþjálfa – World Federation of Occupational Therapy Congress]. *ágripin eru einungis birt í vefútgáfu Iðjuþjálfans, http://www.ii.is/idjuthjalfun/idjuthjalfinn/ Thelma og Helga Magnea á Laugarásnum kynna eiginleika Personal and Social Performance Scale, sem notaður er til að meta sálfélagsega færni einstaklinga í geðendurhæfingu. Fagráðs meðlimir í lok málþings 2018. Laufey, Guðrún, Elísabet, Helga Magnea, og Sigrún. Á myndina vantar Jóhönnu og Sólveigu Dögg. Lillý Halldóra og Sigþrúður sitja fyrir svörum um gagnsemi handverks í iðjuþjálfun.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.