Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 58

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 58
58 viðbótar, um hversu gagnreyndar mismun- andi tegundir íhlutunar sem notaðar eru á LSH eru, samkvæmt heimildum. Á þessu málþingi var reyndar lagt upp með tvö þemu og snerist seinna þemað um þjón- ustuyfirlitstöflur eins og þegar hefur komið fram. Á málþingi Fagráðsins 2019 voru einnig tvö þemu í boði og tengdist annað þeirra áframhaldandi könnunum á gagn- reyndri þjónustu. Því bættust við fjögur er- indi um íhlutunaraðferðir og tvö um mats- tæki. Nú hafa því samanlagt verið flutt 24 erindi tengd gagnreyndri þjónustu iðju- þjálfa á málþingum Fagráðsins og fylgja ágrip þeirra hér á eftir, félagsmönnum til glöggvunar (sjá box 2)*. ÞEMA III: RANNSÓKNIR Á FLOKKUN ÍHLUTUNARATHAFNA OG TENGSL ÞEIRRA VIÐ IÐJUSJÓNARMIÐ Á starfsdeginum vorið 2016 var einnig fjall- að um hvernig beita mætti rannsóknum til að kanna hvernig flokka mætti íhlutunar- athafnir iðjuþjálfa í fyrirlestrinum „Litið fram á veginn“. Til að auðvelda iðjuþjálfum að safna slíkum upplýsingum voru aftur út- búin skráningarform og sérstakar leiðbein- ingar og þau gerð aðgengileg á netinu. Í framhaldinu var skrifuð grein í Iðjuþjálfann 2016 um uppbyggingu og niðurstöður einn- ar slíkrar rannsóknar sem framkvæmd var á Grensási (Guðrún Árnadóttir og Lillý H. Sverrisdóttir, 2016). Nú hafa þrjár slíkar rannsóknir verið framkvæmdar á Grensási og sýna þær fram á að meirihluta íhlutunar- tíma iðjuþjálfa er varið í íhlutunaraðferðir sem byggja á iðju og miða að aukinni fram- kvæmdafærni. Eitt veggspjald tengt þessu þema var kynnt á heimsráðstefnu iðjuþjálfa 2018 í Suður-Afríku (Guðrún Árnadóttir, 2018) og á Vísindum á vordögum á Landspít- ala (Guðrún Árnadóttir, 2019). Málþing Fagráðs iðjuþjálfunar LSH 2019 snerist því einnig um tvö þemu. Annars vegar var haldið áfram með kannanir á hversu gagn- reynd þjónusta iðjuþjálfa er eins og fram hefur komið og hins vegar var möguleiki á að athuga hversu iðjumiðaðar þær íhlutun- araðferðir eru, sem notaðar eru í iðjuþjálf- un á starfsstöðvum iðjuþjálfa spítalans. Á næsta málþingi árið 2020 er m.a. fyrirhugað að kanna hvaða áhrif hin gagnreyndu yfirlit sem unnin hafa verið á undanförnum árum hafa haft á starfsemi iðjuþjálfa LSH. Allt ofangreint efni hefur verið notað við kennslu nemenda í starfsþjálfun á spítalan- um og þjálfun nýs starfsfólks á mismunandi starfsstöðvum iðjuþjálfunar. Hluti þessa efnis hefur einnig verið notað við kennslu í iðjuþjálfunarfræðum við Háskólann á Akur- eyri og til að útskýra eðli þjónustunnar fyrir starfsmönnum annarra starfsstétta eða ut- anaðkomandi fólki og gefist vel. Það er von okkar að meðfylgjandi ágrip varpi ljósi á efni þeirrar vinnu sem lagt hefur verið í á LSH á undanförnum árum með sameig- inlegu átaki og geti nýst öðrum félags- mönnum Iðjuþjálfa- félagsins við þekk- ingaröflun. HEIMILDIR Aldís Ösp Guðrúnardóttir og Guðríður Erna Guðmundsdóttir. (2015). Iðjuþjálfun á bráða- deildum Landspítala. Iðjuþjálfinn, 36(1), 34. Elín María Heiðberg, Jóhanna Elíasdóttir og Eyrún Björk Pétursdóttir. (2015). Iðjuþjálfun á Landakoti: Gerð þjónustuyfirlits sem liður í bættri þjónustu. Iðjuþjálfinn, 36(1), 35 - 36. Elísabet Unnsteinsdóttir og Guðríður Erna Guðmundsdóttir. (2017). Umbótastarf iðjuþjálfa á bráðadeildum LSH. Iðjuþjálfinn, 38(1), 38 - 41. Guðrún Árnadóttir. (2015). Vinnusmiðjur iðjuþjálfa LSH: Umfjöllun um þjónustuferli og yfirlitstöflur. Iðjuþjálfinn, 36(1), 37 - 41. Guðrún Árnadóttir. (2016). Iðjuþjálfun Landspítala: Eðli og eiginleikar matstækja í notkun. Iðju­ þjálfinn, 37(1), 14 - 22. Guðrún Árnadóttir. (2017a). Gagnsemi iðjuþjálfun- ar: Undirbúningsgögn fyrir úttektir iðjuþjálfa LSH. Iðjuþjálfinn, 38(1), 20 - 26. Guðrún Árnadóttir. (2017b). Gagnsemi ADL þjálfunar fyrir heilablóðfallssjúklinga. Iðju­ þjálfinn, 38(1), 28 - 36. Guðrún Árnadóttir. (2018). Uniqueness of our intervention: A “simple” service review [birt í Ráðstefnuriti heimsráðstefnu iðjuþjálfa – World Federation of Occupational Therapy Congress]. Guðrún Árnadóttir. (2019). Sérstaða íhlutunar iðjuþjálfa: Einfalt þjónustuyfirlit. Læknablaðið, Fylgirit 102 [Vísindi á vordögum, þing Landspít- ala, nr. 19]. Guðrún Árnadóttir og Lillý H. Sverrisdóttir. (2016). Þjónustuyfirlit og klínísk vinna iðjuþjálfa. Iðjuþjálfinn, 37(1), 23 - 30. Guðrún Árnadóttir og Sigrún Garðarsdóttir. (2015). Þjónustuyfirlit sem grundvöllur gæðaþróunar innan iðjuþjálfunar. Iðjuþjálfinn, 36(1), 26 - 32. Sigþrúður Loftsdóttir. (2016). Notkun þjónustuyfir- lits við iðjuþjálfun einstaklinga með mænuskaða. Iðjuþjálfinn, 37(1), 33 - 37. Sigþrúður Loftsdóttir og Guðrún Árnadóttir. (2018). Application of a service matrix for spinal cord injured patients [birt í Ráðstefnuriti heimsráð- stefnu iðjuþjálfa – World Federation of Occupational Therapy Congress]. *ágripin eru einungis birt í vefútgáfu Iðjuþjálfans, http://www.ii.is/idjuthjalfun/idjuthjalfinn/ Thelma og Helga Magnea á Laugarásnum kynna eiginleika Personal and Social Performance Scale, sem notaður er til að meta sálfélagsega færni einstaklinga í geðendurhæfingu. Fagráðs meðlimir í lok málþings 2018. Laufey, Guðrún, Elísabet, Helga Magnea, og Sigrún. Á myndina vantar Jóhönnu og Sólveigu Dögg. Lillý Halldóra og Sigþrúður sitja fyrir svörum um gagnsemi handverks í iðjuþjálfun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.