Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 83

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 83
83 Guðrún Árnadóttir II-grein2019 Malþing: Box II Árangur vitrænnar þjálfunar með tölvu eða hugbúnaði á daglegt líf Lillý Rebekka Steingrímsdóttir og Jóhanna Ósk Snædal Inngangur: Sífellt kemur ný tækni á markaðinn og nú nýta einstaklingar sér snjalltæki við ýmsar athafnir daglegs lífs. Iðjuþjálfar á Grensásdeild eru einnig farnir að nýta hugbúnaðartæknina við endurhæfingu skjólstæðinga með vitræn taugaeinkenni. Markmið: Að kanna hvort rannsóknir hafi sýnt fram á gagnsemi vitrænnar þjálfunar með tölvum eða öðrum hugbúnaði og yfirfærslugildi slíkrar þjálfunar á daglegt líf einstaklinga með vitræn taugaeinkenni. Aðferðir: Leitað var að rannsóknargreinum á ensku frá 2007-2017 í gagnagrunnunum CINAHL, Leitir, Ebscohost, Proquest og Pubmed með leitarorðunum: cognitive training, occupational therapy, stroke, TBI, computer based therapy training, lumosity, cogmed, cognifit, executive functions training, virtual reality. Leitin skilaði 16 greinum, þar af sex í styrkleikaflokki I, öðrum sex í flokki II, og fjórum í flokki III. Niðurstöður: Flestar greinarnar sýndu framfarir í vitrænum þáttum með tölvuþjálfun eða öðrum hugbúnaði, burtséð frá hvort einstaklingar fengu hefðbundna þjálfun að auki eða ekki. Yfirfærslugildið er þó óljóst og þörf er á frekari rannsóknum. Algengar íhlutunarleiðir voru tölvuforrit til þjálfunar minnis og athygli. Ályktun: Vitræn þjálfun með hugbúnaði getur gagnast einstaklingum með vitræn taugaeinkenni. Þó er þörf á frekari rannsóknum t.d. tengdum aldurshópum, alvarleika einkenna og upphafstíma íhlutunar eftir áfall. Áhugavert væri að sjá íslenskar rannsóknir um þetta efni.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.