Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 84

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 84
84 Guðrún Árnadóttir II-grein2019 Malþing: Box II Húmor í íhlutun Anna Þóra Þórhallsdóttir, Ásdís Ármannsdóttir, Edda Rán Jónasdóttir og Sesselja Rán Hjartardóttir Inngangur: Rannsóknir sýna að það að nýta húmor sem meðferðartæki getur ýtt undir bæði andlegan og líkamlegan bata. Rannsóknum er ábótavant í geðendurhæfingu, en rannsóknir meðal eldri borgara á hjúkrunarheimilum og félagsmiðstöðvum benda til að notkun húmors hafi góð áhrif á einstaklinga sem glíma við þunglyndi og kvíða. Markmið: Að kanna hvort iðjuþjálfar geðdeilda nýta húmor sem íhlutunar aðferð og hvort slík íhlutun sé gagnreynd. Aðferðir: Leitað var í fagritum heilbrigðisstétta, miðað var við að greinar væru ekki eldri en frá árinu 2005. Þær rannsóknir sem notast var við komu úr fagritum heilbrigðistétta. Ekki fundust greinar í fagritum iðjuþjálfa. Notast var við gagnasöfnin: Leitir, CINAHL, PubMed, OT-seeker, Google scholar og leitarorðin: Humor, Humor therapy , Mental health, laughter therapy, latter terapi. Niðurstöður: Ekki fundust neinar greinar sem tengjast húmor og iðjuþjálfun beint, en þó fundust nokkrar greinar um notkun húmors í hópmeðferðum heilbrigðisstarfsfólks. Niðurstöður þeirra rannsókna sýndu að það að nota húmor í íhlutun skilaði bættum lífsskilyrðum, s.s. bættum svefni og dró úr streitu og þunglyndiseinkennum. Ályktun: Iðjuþjálfar geta nýtt húmor í íhlutun í geðendurhæfingu.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.