Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 92

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 92
92 Guðrún Árnadóttir II-grein2019 Malþing: Box II Líkanið um samskipti og eflandi tengsl: The Intentional Relationship Model (IRM) Ásgeir Már Ólafsson, Elín Margrét Erlingsdóttir, Katrín Auðbjörg Aðalsteinsdóttir, Ólafía Helga Arnardóttir og Sesselja Rán Hjartardóttir Inngangur: Líkanið um samskipti og eflandi tengsl er hugmyndafræðilegt líkan sem dregur fram hvernig fagaðili notar sjálfan sig sem verkfæri í starfi til að mynda og viðhalda jákvæðum meðferðartengslum. Líkanið samanstendur af sex aðferðum sem iðjuþjálfar geta notast við í vinnu sinni með skjólstæðingum. Áhugavert væri að kanna hvort það hefur notagildi fyrir iðjuþjálfa sem starfa á geðendurhæfingardeild Lanspítala. Markmið: Að skoða hvaða rannsóknir eru til um notkun líkansins og hvort það geti nýst fagaðilum í klínisku starfi. Aðferðir: Leitað var eftir rannsóknum frá árinu 2003 og síðar. Notast var við gagnagrunnana: Leitir, CINAHL, PubMed og OTseeker. Leitarorð voru: Intentional realtionship model, IRM og therapeutic relationship. Niðurstöður: Skoðaðar voru 11 greinar úr fagritum iðjuþjálfa, með vísindastyrk I, II, III, IV og V. Fram kom m.a. að gagnlegt sé að nota líkanið um samskipti og eflandi tengsl til að skoða vinnulag og eigið innsæi. Engin hinna sex aðferða sem líkanið fjallar um reyndist betri en önnur. Ályktun: Til að mynda og viðhalda eflandi tengslum þurfa fagaðilar að sýna sveigjanleika gagnvart skjólstæðingum og nota rökleiðslu til að ákveða hvernig bregðast megi við óhjákvæmilegum atburðum. Til að geta það þurfa fagaðilar að vera meðvitaðir um eðlislæga hegðun sína og að geta lesið í aðstæður.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.