Málfríður - 15.12.1985, Page 8
Myndbönd í tungumála-
kennslu
eftir Sigurlín Sveinbjarnardóttur
Myndbönd veita stóraukna
möguleika í tungumálakennslu.
Þessi nýja tækni er sérstaklega góð
sem áhugahvati fyrir nemendur
okkar og til þess að tengja þau er-
lendu tungumál, sem við kennum,
við fólkið sem talar málin, kynna
umhverfi þess, menningu og siði.
Þar á ég einnig við svipbrigði,
handahreyfingar og annað atferli
sem notað er í tjáskiptum millí
manna. Þessir þættir skipta ákaflega
miklu máli í öllu tungumálanámi,
ekki síst þegar læra á suður-evrópsk
mál, en íbúar þar tala sem kunnugt
er mjög mikið með höndunum.
Nemendur verða að læra að skilja
þessa hlið á tjáskiptum erlenda
málsins og læra að nota viðeigandi
handahreyfingar og svipbrigði. Því
er mjög gott að sýna á myndböndum
hvernig innfæddir fara að. Það spar-
ar margar útskýringar að ',,sjá“
málið notað í réttu umhverfi, og
nemendur geta náð betri árangri
með því að herma eftir. Eins má geta
þess að nemendur skilja tal áberandi
betur þegar þeir hafa mynd til
stuðnings.
En ýmislegt ber að varast við
notkun myndbanda í kennslu. Nem-
endur eru vanir því að myndbönd
veiti afþreyingu, skemmtun og
spennu. Þeir eru vanir að sitja sem
hlutlausir móttakendur—rabba ekki
einu sinni við neinn um boðskap
þeirra mynda sem þeir sjá. í skól-
anum vilja nemendur endilega sjá
mvndbönd. Þeir halda að þeir geti á
þann hátt slappað af, skemmt sér og
sloppið við að gera eitthvað. En við
verðum að venja þá á að nota
myndbönd, nota þá möguleika sem
þessi nýi miðill veitir til þess að fá
betri, skemmtilegri og árangursrík-
ari kennslu. Jafnframt getum við
vonast til að það góða uppeldi sem
unglingarnir fá í skólanum, nái
einnig út fyrir hann. Þannig getur
verið að þeir sem hafa vanist því að
nota myndbönd í skólanum fari líka
að hugsa á annan hátt um þær
myndir sem þeir sjá heima hjá sér,
verði gagnrýnni á þær og fari að
hugsa um boðskap þeirra. Síðast en
ekki síst hvað varðar þá hlið sem
snýr mest að tungumálakennslu, að
þeir hlusti betur eftir tali fólks og
taki eftir svipbrigðum og öðru atferli
tengdu tjáskiptunum.
Kennsluaðferðir við notkun
myndbanda eru nær óþrjótandi.
Kostir þeirra fram yfir kvikmyndir
eru ótvíræðir. Þar á ég einkum við
hversu handhægt er að sýna mynd-
bönd í venjulegri skólastofu þar sem
nemendur sitja við borð og geta
jafnóðum skrifað og Ieyst verkefni.
Það þarf ekki að vera dimmt í stof-
unni, og hægt er að gera hlé hvar
sem er og spóla til baka og áfram að
vild. Skipulagning kennslunnar
hlýtur alltaf að miðast við þá mis-
munandi nemendahópa sem við
höfum og þó enn frekar við það efni
sem við höfum. Næstum allt er hægt
að nota ef við höfum hugmyndaflug
til að nýta okkur það, þar má t.d.
nefna: stutta fræðsluþætti um
ákveðin efni, fréttir, barnatíma og
skemmtiþætti. Einnar mínútu kafli
úr mynd getur verið nóg efni í viku
kennslu eða ein bíómynd efni í 1 1/2
mánuð. Hér vil ég aðeins nefna
nokkrar aðferðir sem hægt er að
nota við næstum hvaða efni sem er.
Þó má segja að sumar þessara að-
ferða eigi aðeins við um Ieiknar
myndir, en það er líka það efni sem
við höfum greiðastan aðgang að:
1. Farið yfir orðaforðann, glós-
að, þýtt.
2. Efnisspurningaráíslensku/er-
lenda málinu t.d. í krossa-
spurningaformi.
3. Munnlegar æfingar: Hvað
sástu? Hvað heyrðirðu?
4. Lýsiðpersónum, umhverfi, at-
burðum — munnlega/skrif-
lega.
5. Skrúfaðfyrirhljóðiðíatburð-
arríkum kafla eða samtali og
nemendur látnir semja texta.
6. Hlustunaræfingar. Eyðufyll-
ingarverkefni sem hefur ver-
ið gert eftir texta mynd-
bandsins. Nemendur hlusta
eftir þeim orðum sem vanta
og skrifa þau í eyðurnar (t.d.
vantar sagnir sem þarf að
beygja rétt, eða nafnorð í
fleirtölu).
7. Paraður er saman fyrri og
seinni hluti setningar eða
spurningar og svör paraðar
þannig að passi efnislega við
myndbandið.
8. Hlutverkaleikir. Nemendur.
tveir og tveir, semja samtal út
frá þeim orðaforða sem þeir
hafa lært af myndbandinu.
9. Framburðaræfingar. Einstök
hljóð tekin fyrir, hlustað oft
og nemendur herma eftir.
10. Itónun og hrynjandi málsins
8