Málfríður - 15.12.1985, Page 9

Málfríður - 15.12.1985, Page 9
tekin fyrir á sama hátt. (Við þessar æfingar er sjálfsagt að taka svipbrigði og handa- hreyfingar með.) 11. Nemendur segja frá mynd- inni með hjálp lykilorða. 12. Eldri nemendur geta skrifað lengra samfellt mál um efni myndbandsins, t.d. ritgerð. 13. Þeir geta einnig unnið með myndina út frá myndtækni- legu sjónarhorni, sérstaklega ef þeir eru vanir að vinna við myndlestur/myndgreiningu með auglýsingar eða annað myndefni. 14. Ef um bíómyndir er að ræða, geta nemendur lesið kvik- myndadóma úr íslenskum eða erlendum blöðum og notað þá til frekari umræðna um myndina. 15. Þegar myndin er gerð eftir bók er upplagt að lesa bókina og bera síðan saman bók og mynd. Nú vil ég snúa mér að því efni sem völ er á fyrir dönskukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Kennsluefnið „Hildur“ er mjög vandað efni fyrir framhaldsskólastig og eflaust ekki þörf á að kynna það hér. Þó má benda kennurum á að hægt er að nota það á fleiri mis- munandi vegu t.d. með því að nota eitthvað af framangreindum hug- myndum. Fræðslumyndadeild Námsgagnastofnunar hefur einnig á boðstólum 6 stuttar myndir (12 mín. hver) fyrir yngri nemendur um „vatnið". Þetta eru fræðandi myndir um mismunandi eiginleika vatns en fjalla um strákinn Martin sem lendir í ýmsum ævintýrum, m.a. með haf- meyju. Petta efni er hægt að nýta á ýmsa vegu í dönskukennslu yngri barna, aðallega til munnlegra æfinga en einnig til samþættingar við líf- fræði. Fræðslumyndadeildin hefur einn- ig fest kaup á fjórum dönskum bíó- mvndum. f>ær eru: „Vil du se min smukke navle?" og „Isfugle“ sem eru nú þegar til útláns, og „Otto er et næsehorn“ og „Skonheden og udyret“ sem væntanlegar eru seinna á skólaárinu. Þessar myndir verða einnig fáanlegar á myndbandaleig- um með íslenskum texta, en myndir Fræðslumyndadeildar eru ótextað- ar. Með þessum myndum verða gerð verkefni, og er vinna hafin við fyrstu tvær myndirnar. Höfundar þessa efnis eru undirrituð og Michael Dal kennari í Fjölbrautaskólanum Ár- múla og við Háskóla íslands. Við tilraunakennum efnið jafnóðum og það verður einnig kennt í fleiri skólum. Pessi verkefni eiga að vera tilbúin um miðjan desember n.k. og verða þá í möppu sem fylgir hverju myndbandi hjá Fræðslumynda- deildinni. I möppunni verða kennsluleiðbciningar, orðalistar, efnisspurningar (krossapróf), ýmsar gerðir verkefna og textar t.d. kvik- myndadómar um þessar myndir. Síðan hafa kennarar frjálsan ljósrit- unarrétt á efninu og geta notað það sem þeir telja að hæfi þeirra nem- endum. Verkefni verða bæði ætluð grunn- og framhaldsskólastigi. Reynslan hefur verið sú að óheppilegt sé að sýna alla myndina í einu og ætla síðan að láta nemendur vinna verkefni. Þá er öll spenna farin auk þess sem svona löng mynd er mjög stór biti fyrir nemendur, sérstaklega þá sem ekki skilja mjög mikið. Peir eru líka vanir fram- haldsþáttum úr sjónvarpinu og sætta sig ágætlega við að sjá framhaldið næsta eða þarnæsta dag. Hæfilegt hefur reynst að sýna 18-20 mín- útur í senn, gera mörg stutt hlé til að fara yfir orð og orðasambönd og nota síðan síðustu 10— 15 mínút- urnar til þess að leysa verkeftii og gera ýmiss konar æfingar. Einnig er hægt að taka hljóð myndarinnar upp á hljómband og láta nemendur vinna áfram með það. í lokin eru Iesnir ýmsir textar t.d. kvikmynda- dómar og unnar skriflegar æfingar allt eftir aldri og getu nemendahóps- ins. Þannig má ætla að bíómynd sem tekur um 1 1/2 klukkutíma í sýn- ingu, sé efni í a.m.k. 6 — 8 kennslu- stundir. Síðan er hægt að enda á því að sýna myndina í heild ef nem- endur eru þá ekki búnir að fá nóg af henni. Hér að framan var reynt að gera í stuttu máli grein fyrir því sem er núna á döfinni. Kennarar sýna þessum þætti tungumálakennslu mikinn áhuga, og er vonandi að sem flestir fari að vinna með myndbönd- um. En hvað er þá fram undan? Erfitt er að spá um framtíðina og varla á færi annarra en þeirra sem sjá um fjármálin. Búast má við að Fræðslu- myndadeildin kaupi fleiri danskar bíómyndir. Eins er unnið að því eftir ýmsum Ieiðum að semja við danska aðila um höfundarrétt þannig að fleiri leiðir opnist og meiri fjöl- breytni fáist í myndavalið. Ekki er til neitt tilbúið efni á myndböndum fyrir dönskukennslu sem erlent mál eins og það sem enska hefur upp á að bjóða. Við höfum lengi haft þá stefnu að gera okkar kennsluefni í dönsku sjálf, a.m.k. hvað varðar grunnefni fyrir grunnskólann og einnig margvíslegt efni fyrir fram- haldsskólann. Pví getur lausnin orðið sú að við sjálf semjum okkar myndbandaefni (myndband -I- bók). Pá getum við vænst þess að fá efni sem hentar okkar aðstæðdm. Miðað við hversu duglegir íslend- ingar eru við gerð auglýsingamynda, gætu myndatökumenn héðan farið til Danmerkur og tekið upp í sam- vinnu við kennara og kennslubóka- höfunda stutta þætti til kennslu. En þá vakna ýmsar spurningar. Hvernig myndbandaefni viljum við fá? Hvað kostar slíkt efni? Hversu mikið viljum við hafa af því og hversu fjölbreytilegt? Eða viljum við eitt- hvað allt annað? Sigurlín Sveinbjarnardóttir er náms- stjóri í dönsku. 9

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.