Málfríður - 15.12.1985, Page 11

Málfríður - 15.12.1985, Page 11
5. Athafnir: Þjálfun í sögnum (nútíð — þátíð). Svona er hægt að þjálfa „spontant“ notkun í ákveðnum þáttum tungunnar. A. II. 1. Nemendur hlusta eftir ákveðnum (einangruðum) orðum í samtali. VERKEFNI: a) Eyðufyllingaverkefni: nem. skrifa orðin sem vant- ar í eyðurnar. b) Fjölvalsverkefni: nem. krossa við rétt framhald setninga. c) Nem. endursemja samtal sem horft hefur verið á og leika það síðan (hentar vel sem para- eða hópvinna). Benda má á samtöl í fyrsta þættinum af Hildi og sam- töl í Vil du se min smukke navle (t.d. samtal milli sænska kaupmannsins og Claus). B. Ef sýndir eru lengri kaflar eða heilar myndir verða verkefnin að vera annars eðlis. Þá má hugsa sér eftirfarandi verkefni: 1. Nem. fylgjast með aðalsögu- þræði. Verkefni: krossaspurningar (spurt er um einstakar per- sónur eða atburði). Verkefn- ið er leyst á meðan horft er á myndina. 2. Nemendur fá texta þar sem atburðarásinni hefur verið ruglað. Nemendur horfa á þáttinn og eiga síðan að setja atburðina í rétta röð. (Nem- endur geta unnið þetta einir sér eða í hópum.) Einnig má númera textana frá 1 - ? á meðan þeir horfa, en þá þurfa þeir að þekkja verkefn- ið vel áður en sýning byrjar. Tilvalið er að nemendur beri saman úrlausnir sínar í lok kennslustundar. 3. Velja úr þætti sem tengjast daglegu lífi; matarinnkaup- um, alm. verslun, leiðbein- ingum, o.s.frv. og nota þá til að æfa ákv. orðaforða. Nem- endur geta síðan notað orða- forðann í samtalsæfingum á eftirfarandi hátt. a) Nem. fá uppgefið hvað annar aðilinn segir og hlusta eftir svörum hins. b) Hér geta nemendur sam- hliða tekið eftir því í hvernig sálarástandi við- komandi persóna er (reið - glöð - sorgmædd - þreytt) og reyna síðan að endurskapa það í samtals- æfingum sem byggja á því Jóna Sætran sem horft hefur verið á. c) Nemendur Ieggja mat á framkomu og samskipti þeirra persóna sem fram koma, annað hvort í formi fjölvals-, eða beinna spurninga eða ritgerða. 4. Nemendur eiga að lýsa ákveðinni persónu eða ákveðnum atburði. a) Nemendur fá uppgefin mörg lýsingarorð og merkja við þau orð sem eiga við ákveðna persón- u(r) eðaatburð(i). b) Nem. skrifa niður stikk- orð á meðan þeir horfa á þáttinn. Segja síðan frá viðkomandi persónu eða atburði eða skrifa niður lýsinguna eða frásögnina. Nemendur geta unnið einir sér eða fleiri saman, eftir því sem verkast vill. 5. a) Upphaf þáttar er sýnt, spennandi atburðarás. Nemendur eiga að geta sér til um framhaldið. Þegar nem. hafa hugsað/ talað/skrifað um það sem þeir telja eðlilegt fram- hald er framhald þáttar- ins sýnt og borið saman við vinnu nemenda. b) Sýna má á sama hátt endi á e-m atburði og spyrjast fyrir um aðdragandann. c) Sýna upphaf og endi at- burðar og tala/skrifa um millikaflann. Það sem hér hefur verið nefnt eru einungis tillögur að notkun mynd- banda í tungumálakennslu. Sumar þeirra höfum við, eða aðrir, reynt með góðum árangri, aðrareigum við eftir að sjá hvernig reynast. Mynd- bandið er skemmtileg viðbót við þau kennslugögn sem við notum nú þegar og það er okkar að móta notkun þess á þann veg að það verði sem eðlilegastur hluti af kennslu- stundinni, en ekki einhver sérstakur viðburður, sem er á dagskrá tvisvar til þrisvar á vetri; úr tengslum við annað námsefni. Brvnhildur Ragnarsdóttir er kennari við Gagnfræðaskólann í Mosfells- sveit. Jóna Björg Sætran er kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. 11

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.