Málfríður - 15.12.1985, Page 15
myndbandaklúbbi A.F. finnast enn
þá meiri möguleikar.
Frönskukennarar sjá fram á bjart-
ari tíma varðandi notkun mynd-
banda í kennslu. Hvernig finnst þér
að nota beri slík hjálpartœki?
— Það að geta sýnt myndbönd í
tungumálatímum er nauðsynlegt, -
bæði fræðslu- og afþreyingarmynd-
ir. Áhugaverðast við þessa tækni er
þó, hvernig virkja má nemendur við
gerð eigin mynda, þar sem saman fer
hugvit þeirra sjálfra og tungumála-
kunnáttan. — Þeir, sem notað hafa
myndbönd kerfisbundið, hafa hins
vegar rekið sig á ýmsa vankanta og
telja, að hefðbundin fræðsla í mál-
fræði, orðaforða og sagnbeygingum
muni aldrei falla úr gildi.
„Franskan meira en hástemmdar
tilfinningar"
Pá kemitr aðþessarisígildu spurn-
ingu, sem lögð er fyrir hvern
frönskukennara: Er eitthvert gagn af
því fyrir ungan íslending að læra
frönsku?
— Ávinningurinn kemur ekki í Ijós
við fyrstu kynni og námið ber ekki
endilega ávöxt á menntaskólaárun-
um. Það er oft eftir stúdentsprófið,
sem frönskunemendur taka alvar-
lega við sér og vilja fullnuma sig í
tungumálinu með frekara nám í
Frakklandi fyrir augum, — nú eða
með ferðalög í huga. Gagnsemina
koma menn fyrst auga á, þegar þeir
hafa losað sig undan hefðbundum
kreddum, sem gera frönskuna að
ímynd tilfinninga og hástemmdrar
„rómantíkur“. Franska er líka mál
vísinda og tækni, en of oft hafa gæði
franskra vísindarannsókna ekki ver-
ið metin að verðleikum hér á Iandi.
Það er hagnýtt fyrir þá, sem leggja
stund á raungreinar að kunna
frönsku, má þar með nefna geim-
vísindi, rafeinda- og tölvufræði, svo
og stærðfræði og læknisfræði. — í
Iistum virðist Parísarborg vera að
endurheimta alþjóðlegt mikilvægi
sitt. Þetta vita ungir íslendingar,
sem á hverju ári fara æ fleiri til
Frakklands til náms í myndlist,
arkitektúr, tónlist, kvikmynda- og
mvndbandafræðum eða hönnun.
Það að kunna rómanskt mál er
menningarleg nauðsyn í Evrópu,
vilji menn á annað borð geta lokið
upp heimi, sem evrópsk menning
byggist á, við hlið hins germanska og
þess slavneska. Flvað frönskunni
viðvíkur, spillir það ekki fyrir, að
hún hefur unnið sér alþjóðlegan sess
og er töluð í öllum heimsálfum.
-FI
ALLIANCE
FRANQAISE
VETRARDAGSKRÁ
Kvikmyndaklúbbur er starfræktur í húsakynnum Regnbogans og eru
myndirnar sýndar með enskum texta. Sýningar hefjast kl. 20:30. Félagsmenn
í A.F. greiða 50 kr. fyrir hverja sýningu, en geta keypt kort á 100 kr. (3
sýningar) og 180 kr. (7 sýningar). Aðrir greiða 80 krónur í hvert skipti.
Videóklúbbur (myndir með frönsku tali).
Sýningar fara fram hjá Alliance Fran^aise á mánudögum og miðvikudögum,
kl. 20:30. Fyrri myndin á hverri sýningu fjallar um sögu kvikmyndalistar í
Frakklandi. Aðgangur fyrir félagsmenn: 25 kr. Aðrir greiða 60 kr.
Nýjar bsekur: Bókasafnið hefur nýlega fengið sendingu af nýjum bókum,
þ.á m.: Duras: „L’Amant“ / Brenner: ,,Les amis de jeunesse" — Le Clézio:
„Désert“ / FI. Lévy: „Le diable en tete“. — Gougaud: „L’Inquisiteur" / J.
Green: „Histoire de Vertige - Colette: „Chats“, „Chambre d’hotel". -
Utlánsskírteini áskilin.
Opnunartími bókasafnsins: Mán., þri., fim., fös.,: kl. 16- 19.
Mið.: kl. 14-19.
ALLIANCE FRANQAISE
• Laufásvegi 12
15