Málfríður - 15.12.1985, Side 21

Málfríður - 15.12.1985, Side 21
bagalegt að ekki skuli vera fastráð- inn íslenzkur kennari við deildina. Dönskudeildin sinnir fyrst og fremst þeirri faglegu hlið, sem lýtur að dönskunni sjálfri. Kennslurétt- indanámið á að leiða kennara inn í töfraheim „pedagogiskra“ mögu- leika. Kennslufræði greinarinnar er þó ekki sinnt þar. Tungumálakenn- arar fá því aldrei minnstu nasasjón af kennslufræði erlendra tungumála þó að árangurinn af starfi þeirra standi og falli með því hvernig þeim tekst að miðla kunnáttu sinni til nemenda. Prautalendingin hjá okk- ur kennurunum verður því sú, að við flýjum í þær aðferðir sem við þekkjum bezt. Pýðingaraðferðirnar sem voru notaðar af örlæti á okkur í framhaldsskóla eða jafnvel bók- menntagreiningu, sem við kynnt- umst í háskóla. Á þann hátt við- höldum við stöðnuðum kennslu- háttum. Eins og áður er getið eru ótal tækninýjungar á markaðnum, sem nýta mætti í þágu kennslunnar. Pessi tæki er yfirleitt alls staðar annars staðar að finna en í skólum. Petta á ekki sízt við um þau tæki, sem að gagni mættu koma í málakennslu. Kannski gæti það gefið okkur vís- bendingu um að mönnum finnist ekki málakennslan skipta svo miklu máli eftir allt. Alla vega stenzt mikilvægi hennar ekki samanburð við t.d. kennslu í tölvu- eða raun- greinum. En ef til vill er líka ein ástæðan fyrir því að kennarar hafa sætt sig við afar fátæklegan tækja- kost sú. að þeir hafa aldrei fengið menntun eða þjálfun í að nota tækn- ina í þágu kennslunnar. Pá vil ég nefna það ófremdar- ástand, sem ríkt hefur í sambandi við kennsluefni. í mörgárhefurekki verið á boðstólum kennsluefni. sem útbúið er fyrir dönskukennslu í ís- lenzkum framhaldsskólum. Það hefur því komið í hlut kennaranna sjálfra að Ieita uppi nothæft efni. Þrautalendingin hefur orðið samtín- ingur af smásögum og öðru efni, sem ætlað er til móðurmálskennslu í dönskum skólum. Sjónarhorn okkar íslendinga vantar alveg, þ.e. hverju viljum við miðla, svo ekki sé minnst á þá kennslufræði, sem miðar að því að kenna dönsku sem erlent tungu- mál. Árið 1945 þ.e. fyrir 40 árum út- skrifuðust samtals 115 stúdentar á öllu landinu. Til samanburðar má nefna að árið 1983 voru þeir orðnir 1484 talsins og þeim tjölgar enn. Gífurleg fjölgun nemenda í fram- haldsskólum hefur í för með sér breytta samsetningu nemendahóps- ins. Ef unnt á að reynast að koma til móts við mismunandi þarfir þessa ólíka hóps þarf að framleiða náms- efni, sem tekur mið af mismunandi kunnáttu og getu nemendanna. Ef það er mat manna að fjögurra ára framhaldsnám að loknum grunn- skóla eigi að vera almenningseign verður framkvæmdin að vera í sam- ræmi við það. Þá dugir ekki að láta eins og skólarnir hafi enn að geyma hina útvöldu elítu fortíðarinnar. Árið 1982 var gefin út reglugerð um stofnun í erlendum tungumálum við Háskóla íslands. Hlutverk stofn- unarinnar er samkvæmt reglugerð- inni m.a.: ..a) Að vera vettvangur rannsókna í hag- nvtum málvísindum og kennslufræði erlendra tungumála. og að fást við hver önnur þau verkefni. er stuðlað geta að því að efla tungumálakennslu innan háskólans og utan. b) Að vera vettvangur rannsókna í er- lendum tungumálum. sem kennd eru við Háskóla íslands. e) Að gangast fvrir öflun og miðlun upp- lýsinga um erlend tungumál og tungu- málakennslu. t.d. með ráðstefnum. fræðslufundum, námskeiðum og fvrir- lestrum. og með tengslum við erlendar stofnanir. f) Að annast rekstur á æfingastofu(m) heimspekideildar í erlendum tungu- málum og skipuleggja nýtingu hennar (þeirra). g) Að vera til ráðuneytis um kennslu, námsefni og próf í erlendum tungu- málum í skólum landsins. svo og um æfingakennslu stúdenta í erlendum tungumálum og um námsdvöl þeirra við erlenda háskóla, í samvinnu við aöra aöila, sem hlut eiga að máli, og að fást við hvað annaö, er gildi getur haft fyrir tungumálakennslu í skólum landsins." Pessi stofnun í erlendum tungu- málum fékk enga fjárveitingu hvorki árið 1983 eða árið 1984. Ekki þarf þó að fjölyrða um mikil- vægi þess, að slík stofnun sé starf- andi og sinni rannsóknum, er geti orðið til viðmiðunar við samningu og gerð námsefnis og við mótun á aðferðum, sem geri tungumála- kennsluna markvissari og árangurs- ríkari. Islendingar eru fámenn þjóð og þurfa oft á því að halda að geta skilið og gert sig skiljanlega á erlendri grund. Vel menntaðir kennarar óska eftir endurmenntun til að geta sinnt störfum sínum í samræmi við þarfir tímans, tæknimöguleikar eru óþrjótandi, en eru ekki nýttir í þágu kennslunnar. Rannsóknir, sem gætu stuðlað að markvissari og árangurs- ríkari kennslu eru ekki framkvæmd- ar. Hver er stefna okkar í þessum málum? Er hún einhver? Hér verð- ur að verða breyting á. Ef ekkert er að gert finnst mér aðgerðarleysið endurspegla engu minna ábyrgðarleysi, en afstaða dönskukennarans til kennslunnar, sem vitnað var til hér í upphafi og er það ekki til að auka virðingu manna á skólunum og því starfi sem þar fer fram. Eg lýk máli mínu með því að gera orð danska rithöfundarins Kjell Abells að mínum. Det sku’ være sá godt, og sá’ det faktisk skidt. Atiúur Hauksdóttir er kennari við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. 21

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.