Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 27

Málfríður - 15.12.1985, Blaðsíða 27
andi um öll Bandaríkin og Kanada og eru alls um 600 talsins. Hlutverk þeirra er tvíþætt. Annars vegar velja þeir fjölskyldur úr þeim mikla fjölda sem vill taka til sín skiptinema, m.a. með ítarlegum viðtölum. Hins vegar eru þeir skiptinemunum til halds og trausts og eiga að tryggja að dvölin verði eins ánægjuleg og árangursrík og kostur er, bæði hvað nám og fjölskyldulíf varðar. Þess má geta að ASSE á íslandi hefur einnig haft milligöngu um námsdvöl bandarískra unglinga hér á landi og dvelja þeir hjá íslenskum fjölskyldum og sækja menntaskóla. Norðurlönd. ASSE á íslandi hefur einnig milli- göngu um dvöl íslenskra ungmenna á öðrum Norðurlöndum og annarra norrænna ungmenna hér á landi. í Danmörku og Svíþjóð er um að ræða námsdvöl með svipuðu sniði og lýst er að ofan og er skólavistin miðuð við menntaskóla. Auk árs- dvalar er einnig hægt að fá hálfsárs- dvöl í þessum tveimur löndum, þ.e. námsdvöl í eina önn, sem kann að henta betur íslenskum framhalds- skólanemum, sem búa við anna- kerfið. Enn fremur er boðið upp á sum- ardvöl í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Er þá miðað við dvöl hjá fjölskyldu í viðkomandi landi og annað hvort sumarvinnu eða ein- faldlega sumarfrí með fjölskyldunni, en ekki málaskóla. Við val á skiptinemum til náms- dvalar, hvort sem er vestan hafs eða austan, er einkum haft í huga að þeir hafi nægilega námshæfileika til að geta tileinkað sér hliðstætt nám er- lendis og það sem þeir fást við hér heima, hafi góða enskukunnáttu miðað við aldur (þegar um dvöl vestanhafs er að ræða), geti risið undir því álagi að dvelja fjarri fjöl- skyldu sinni alllangan tíma og séu á allan hátt verðugir fulltrúar íslands, skóla síns og ASSE. Alla jafna vekja evrópskir skiptinemar ailmikla at- hygli þar sem þeir dvelja vestanhafs og til þeirra eru gerðar töluverðar kröfur um að kynna land sitt og þjóð. Við valið er farið eftir eink- unnum umsækjenda, umsögn kenn- ara og ritgerð sem ungiingarnir þurfa að skrifa um sig sjálfir. Auk þess eru umsækjendur kallaðir í viðtal við fulltrúa ASSE á íslandi. Hér að framan hafa verið kynnt nokkur atriði er varða námsdvöl íslenskra ungmenna á vegum ASSE í öðrum löndum. Þeir sem kynnu að vilja afla sér frekari upplýsingar um ASSE eða tilhögun þessara ung- mennaskipta er bent á að hafa sam- band við skrifstofu ASSE í Braut- arholti 4, sem opin er virka daga kl. 13 — 17. Síminn er 621455. Stefanía Harðardóttir framkvæmdastjóri ASSE á íslandi. BÓKABÍJÐ ir ■ (crlMJnn Símar: 91-29995-91-28640 BRYNcIARS Sauðárkróki Starfssvið: Hvers konar myndbandagerð. Bækur ritföng gjafavörur A uglýsingamyndir, frœðslumyndir, í miklu úrvali. kynningarmyndir leiknar sem óleiknar. Bókabúð Brynjars Skagfirðingabraut 9A, Sauðárkróki. Sími: 95-5950. Vönduð vinna, vanir menn. 27

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.