Málfríður - 15.12.1985, Page 29
garð að gresja, þegar velja hefur átt
kennslubók í dönsku í 9. bekk. Það
hafa verið bækur Guðrúnar Hall-
dórsdóttur, sem alltaf standa fyrir
sínu, þótt komnar séu til ára sinna.
Kontakt eftir Hörð Bergmann kom
út fyrir nokkrum áruni. Pema
þeirrar bókar er samskipti barna og
unglinga við fullorðna og hvert við
annað.
Mér lék því mikil forvitni á að
skoða þessa bók og átta mig á 1) á
hvaða hugmyndum hún er byggð, 2)
hvaða þætti tungumálakennslunnar
hún þjálfaði helst, 3) hvort hún væri
það áhugaverð að hún örvaði virkni
nemenda og 4) hvort hún væri samin
með þarfir allra nemenda fyrir
augum.
1. Bókin gengur greinilega út frá
áhugasviði nemenda. þ.e. efni bók-
arinnar vekur áhuga nemenda.
Textarnir eru rauntextar, teknir að
mestu úr „Ogsá en avis“. Samtölin
gætu raunverulega átt sér stað.
Verkefnin eru ákaflega margbreyti-
leg. Mér virðist því vera byggt á
hugmyndum sem unnið var út frá í
The Threshold Level sem Evrópu-
ráðið stóð að. Þær hafa verið end-
urskoðaðar og lagaðar að ýmsum
aðstæðum. Reynt er að kenna
tungumálið sem nemandi getur
þurft að nota við ýmsar þær að-
stæður, sem hann getur mætt í við-
komandi landi. Kennslan á að höfða
til fleiri en þeirra sem ætla að verða
„akademikerar".
2. Allir þættir tungumálsins eru
þjálfaðir: Hlustun, tal, lestur og
skriflegi þátturinn. Textarnir eru að
vísu stuttir, en eru ýmist ætlaðir til
nokkuð nákvæms lestrar eða til að
renna augunum yfir, til að afla sér
ákveðinna upplýsinga. Dæmi: Ná-
kvæmur lestur og jafnvel þýðing á
bls. 22 og 23 í „Sádan bliver moden
til“. A næstu blaðsíðum 24 og 25
eiga nemendur að afla sér ákveð-
inna upplýsinga, en þurfa ekki að
lesa nákvæmlega. Pannig þjálfast
nemendur í hinunt ýmsu tegundum
lestrartækni. Orðaskýringar eru
með textunum, en þar finnst mér
gæta ónákvæmni. T.d. er sögn á
dönsku þýdd með lýsingarorði á bls.
25 acceptere = að vera viður-
kenndur, á bls. 39 arhusiansk = í
Arósum o.fl.
3. Er bókin áhugaverð? Því hefi
ég þegar svarað játandi og nemend-
ur mínir taka undir það. Þeir mikil-
virkustu eru nánast óstöðvandi og
hinir slakari vilja helst ekki sleppa
neinu úr og hugmyndir vakna hjá
kennaranum um viðbótarefni tengd
þemunum.
4. Er bókin fyrir alla nemendur?
Ef tekið er tillit til þess að í blönd-
uðum bekk í grunnskóla er mikil
breidd, þá finnst mér vanta léttari
spurningar með textunum, jafnvel
bara krossaspurningar, því getu-
minnstu nemendurnir eiga fullt í
fangi með að lesa textana hvað þá
svara skriflega úr þeim.
í lokin, fáein orð um fyrsta
þemað, sem gildir fyrir öll þemun,
þ.e. hvernig byrjað er á því sem létt
er og smám saman farið yfir í þyngri
verkefni.
Fyrsta þemað Töj og mode byrjar
á teikningum af mannslíkamanum
og unglingum í alls konar tísku-
fötum. Orðaforði er gefinn á blað-
síðunum og ncntendur eiga að skrifa
heiti líkamsparta og klæðnaðar á þar
til gerðar línur við myndirnar.
Því næst koma einfaldar samtals-
æfingar, þar sem nemendur æfa
orðaforðann, sem tekinn er fyrir í
kaflanum.
Þá taka við eyðufyllingarverkefni
og stuttar greinar um fatatísku með
breytilegum verkefnum, þar sem
sömu orðin koma fyrir aftur og
aftur.
Hlustunaræfingar fylgja, sem
tengjast mjög vel efni þemans. Það
kom mér skemmtilega á óvart hvað
flestir höfðu gaman af að fást við
verkefnið: „Töjgennem 125 ár“ bls.
28 og 29, og vangaveltum þeirra um
hvaða tímabil hafi verið skemmti-
legast.
Á síðustu blaðsíðum þemans
kemur til kasta nemenda að sýna að
þeir hafi tileinkað sér orðaforðann
um föt og fatatísku, jafnframt því
sem þeir hafa verið þjálfaðir í tölu-
orðum og lýsingarorðum.
Það mætti ljúka þessu þema með
því að halda tískusýningu frá hinum
ýmsu tímabilum.
Höfundar benda réttilega á að
textarnir í bókinni eru stuttir og því
nauðsynlegt að Iáta nemendur lesa
smásögur og lengri skáldsögur.
Kennararnir þrír, sem sömdu
bókina „Tag fat“ hafa greinilega
fylgst vel með helstu nýjungum í
kennslufræði tungumála og nýtt sér
þær hugmyndir vel. Þ.e. að velja efni
við hæfi nemenda og virkja þá á sem
fjölbreytilegastan hátt. Þær tengja
alla þætti tungumálakennslunnar
inn í þemun og málfræði kemur
eðlilega inn í kaflana.
Orðaskýringar eru sums staðar
ónákvæmar. Hlustunaræfingar
skýrar og góðar.
Eg vil að Iokum óska Brynhildi,
Jónu Björgu og Þórhildi til
hamingju með vel unna bók og
okkur kennurum með það að hafa
loksins fengið kennslubók í hendur
sem gaman er að kenna.
Svandís Olafsdóttir,
dönskukennari við Æfinga- og
tilraunaskóla KHÍ.
Tilkynning
frá fagfélögum.
Frá félagi
dönskukennara
Aðalfundur og nýárs-
fagnaður 9. janúar kl.
20.30 í norræna húsinu.
Mætum
29