Málfríður - 15.12.1994, Qupperneq 8

Málfríður - 15.12.1994, Qupperneq 8
Ágúst Einarsson: TUNGUMÁL í BREYTTUM HEIMI Erindi á ráöstefnu tungumálakennara og stofnunar í erlendum tungumálum haldin 9. apríl 1994 Það er ef til vill við hæfi að byrja erindi á málþingi um tungu- málakennslu með því að tala fyrir eflingu hennar. Er það ekki rétt að í nútímaviðskiptum og við alþjóðavæðingu vísinda fari hlutverk tungumála vaxandi? Verður ekki að mæta slíku með aukinni áherslu á tungumála- nám? Ef ég væri staddur á málþingi íslenskukennara væri þá ekki skynsamlegt að rökstyðja að auka þyrfti kennslu í þeim fræð- um? Hvar á vegi er sú þjóð stödd sem ekki kann full skil á sögu sinni, menningu og þeirri menntun sem felst í eigin tungu- máli? Tungumálið er undirstaða menningar hverrar þjóðar og í breyttum heimi, þar sem þjóð- irnar eru í návígi hver við aðra, hlýtur að þurfa að leggja megin- áherslu á kennslu þess. Ef hér væri hins vegar mál- þing eðlis- eða hagfræðinga þá gæti ég einnig vafalaust fært rök að því að breyttur heimur á sviði raunvísinda og viðskipta gerði það að verkum að aukin áhersla á menntun þessara greina væri ekki aðeins af hinu góða fyrir menningu þjóðarinnar heldur beinlínis nauðsynleg til að mæta vaxandi samkeppni þjóðríkja um bætt lífskjör. Þessi hugsanagangur leiðir mig til þeirrar niðurstöðu að efla beri alla kennslu, en þetta er ekki svona einfalt. Vissulega ráða fjárlög miklu um það þegar efla skal góð málefni. Þótt flestir skólamenn glími við slík vanda- mál, þá takmarkar tíminn mögu- leika okkar enn frekar. Það er tómt mál að tala um að efla kennslu á einu sviði nema sagt sé í hvaða námsgreinum draga eigi saman seglin. Er tungumálakennsla for- gangsverkefni? Ef svo er, hvers vegna og hvað á þá að víkja? Ég treysti mér ekki að segja til um það hvað eigi að víkja. Að vísu get ég leyst þetta vandamál að hluta með því að leyfa nemend- um að velja fyrr og meira á námsferli sínum, en það kostar fé. Hvað á þá að gera til að mynda í samræmdu námi í grunnskólum? Því verða aðrir að svara sem betur til þekkja en það færir okkur lítið áleiðis að færa rök fyrir aukningu einhvers ef hina hlið myntarinnar, þ.e. samsvarandi niðurskurð á öðr- um námsgreinum, vantar. Það þarf að útskýra vel ef námstími er lengdur hvaða námsgreinar fá ekki aukna kennslu. Ég tel hins vegar að rökstyðja megi hvers vegna skynsamlegt sé að efla tungumálanám á íslandi. Við erum verslunarþjóð og sú þjóð í Evrópu sem er einna háðust frjálsum utanríkisviðskiptum. Að vísu finnst okkur gott, eins og mörgum, að frelsi sé til viðskipta út úr landinu en sérstaða eigi að ríkja um verslun inn í landið. Þetta er algengt viðhorf. Látum það liggja milli hluta. Við skulum hins vegar hafa í huga að ef við sækjum ekki okkar hlut í aukn- um heimsviðskiptum, og þar með hagvexti og bættum lífs- kjörum, þá hirða hann aðrar þjóðir. Það myndi ekkert alvar- legt gerast í heiminum þótt ís- lendingar hyrfu í einu vetfangi af yfirborði jarðar. Það væri sárt fyrir okkur en öðrum stæði nokkuð á sama. Ef þetta er rétt, hvað gildir þá í viðskiptum? Þar er einnig harður heimur. Skiptir það ykkur nokkru máli hvort það sé einni versluninni fleira eða færra í Reykjavík? Heimsframleiðsla hefur fimm- faldast á nokkrum árum en al- þjóðleg viðskipti hafa nífaldast á sama tíma. Þetta segir okkur að sífellt stærri hluti heimsvið- skipta sé milli landa. Sú þróun verður örari á næstu árum. Stefna eftirstríðsáranna í Evrópu með uppbyggingu Evrópusam- bandsins til að koma í veg fyrir styrjöld með auknu samstarfi á sviði viðskipta og stjórnmála, mun leiða til stærsta ríkjasam- bands veraldarsögunnar. Sama þróun er annars staðar. Þjóðir Ameríku feta sömu brautina. Fríverslunarsamningur Banda- ríkjanna, Kanada og Mexíkó er í höfn og önnur ríki bætast þar við á næstu árum, s.s. Chile. Meira að segja Japanir eru að opna markað sinn fyrir erlend- um vörum. Hagvöxtur er hvergi meiri í heiminum en í Austur-Asíu. Þar er veruleg áhersla lögð á útflutn- ing. Þjóðir heimsins hafa upp- götvað að til að bæta lífskjör, útrýma hungri og auka lífslíkur þá verður að efla frjálsræði í samskiptum og viðskiptum. Öll GATT-umræðan snýst um þetta. Til að ná árangri í heimsvið- skiptum verða menn að þekkja markaðsmál, kunna að framleiða góða vöru og selja hana. Það er miklu erfiðara að selja vöru en að framleiða hana. Til að selja vöru á heimsmarkaði þurfa menn að þekkja markaðslöndin, ekki einungis af afspurn og í gegnum milliliði, heldur kunna skil á menningu þjóða, sögu og 8

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.